Nýr IONIQ 6

Rafknúinn og rennilegur.

Rennilegt útlit nýs IONIQ 6 ber með sér einkenni nýrra tíma rafknúinna samgangna. Straumlínulöguð hönnun hans og róandi kúpt lögun innanrýmisins bjóða upp á sérsniðið og sveigjanlegt rými sem skilar einstakri upplifun.

Þrenn verðlaun fyrir IONIQ 6 á 2023 World Car Awards.

IONIQ 6 vann þrenn verðlaun á 2023 World Car Awards, „World Car of the Year“, „World Electric Vehicle“ og „World Car Design of the Year“! Dómnefnd sem samanstóð af 100 bílablaðamönnum veitti IONIQ 6 verðskuldaða viðurkenningu fyrir aðdráttarafl, straumlínulagaða hönnun og hugvitssamlegt rými. Þessi þrefaldi sigur er í takt við árangur IONIQ 5 sem lék sama leik árið 2022.

Ofurhröð hleðsla og mikið drægi.

IONIQ 6 er hannaður til að koma þér lengra með hraðari hleðslu og rennilegum stíl. Þú getur valið um tvær rafhlöðustærðir og aldrif eða afturhjóladrif, allt eftir þínum þörfum og kröfum um afköst. Frábæru 800 volta rafhlöðukerfi fylgja þægindi og sveigjanleiki ofurhraðrar hleðslu svo það fari minni tími í að hlaða og meiri tími í ævintýrin.

Einstaklega lágur loftviðnámsstuðull, upp á aðeins 0,21, og rafmagnsdrif búið allra nýjustu tækni er meðal þess sem skilar IONIQ 6 allt að 614 km akstursdrægi.*

Minni tími í að hlaða. Frábæra 800 volta rafhlöðukerfið býður upp á eina hröðustu hleðsluna sem hægt er að fá og eykur drægið um 351 km á aðeins 15 mínútum!

Njóttu góðs af framúrskarandi afköstum. IONIQ 6-útfærslan með aldrifi og langdrægri 77,4 kWh rafhlöðu fer úr 0 upp í 100 km/klst. á aðeins 5,1 sekúndum.

Fáðu sérsniðna akstursupplifun.

Þú getur aðlagað akstursupplifunina að þér með því að breyta stýringu, afköstum og næmi eldsneytisgjafar, auk þess sem hægt er að velja akstursstillingu í aldrifsútfærslum.

Rými, stíll og fágun.

Upplifðu sérsniðin þægindi sem aldrei fyrr. Ávöl lögun innanrýmisins í IONIQ 6 býður upp á alveg nýja upplifun. Nýja rafbílabyggingarlagið okkar gerir hönnuðum kleift að búa til enn meira pláss í innanrýminu svo hægt er að teygja vel úr sér. Tvöföld stemningslýsing sem berst í gegnum gegnsæ efni skapar afslappað og þægilegt andrúmsloft sem þú getur breytt að vild.

Umhverfisvæn efni.

Í innanrýminu er m.a. leður frá vistvænni vinnslu, endurunnið plastefni og teppi úr endurunnum fiskinetum og hráefnum sem unnin eru úr sykurreyr.

Fáguð straumlínulögun.

Helstu einkennin eru sótt í hugmyndarafbílinn Prophecy Concept EV, þar á meðal aflíðandi þakið og straumlínulöguð hönnun sem undirstrika sportlegt yfirbragð þessa einstaka fjögurra dyra fólksbíls.

Vindskeið að aftan með vængjalögun.

Sporöskjulöguð vindskeiðin að aftan er mótuð úr gegnsæjum efnum sem undirstrika einkennandi LED-ljósin.

Aukið öryggi og þægindi með nýjustu tækni.

IONIQ 6 endurskilgreinir aksturinn með fjölbreyttu úrvali af hátæknilegum öryggisbúnaði, þægindum og tengimöguleikum sem er einstakt, hugvitsamlegt og ánægjulegt í notkun.

Sjálfvirk aksturstækni.

IONIQ 6 er búinn þjóðvegaakstursaðstoð 2 með annars stigs sjálfvirkum akstri sem stjórnar hraða og fjarlægð og aðstoðar við að skipta um akrein.

Stafrænir hliðarspeglar.

Hægt er að fá bílinn afhentan með stafrænum hliðarspeglum í stað hefðbundinna hliðarspegla með myndavél og innbyggðum skjá til að tryggja betri yfirsýn og minnka loftmótstöðu.

Slökunarsæti.

Láttu fara vel um þig. Framsætin eru með átta stefnustillingum og hægt er að leggja þau alveg aftur með einum smelli, fullkomið fyrir orkublundinn.

Mörg Bluteooth-tengi.

Tengdu allt að tvö Bluetooth-tæki samtímis til að allir fái eitthvað við sitt hæfi.

7 ára ábyrgð með ótakmörkuðum akstri.

Eins og allir Hyundai-bílar er IONIQ 6 smíðaður samkvæmt ströngustu gæðastöðlum. Til viðbótar þessari gæðatryggingu fylgir honum sjö ára ábyrgð með ótakmörkuðum akstri til að þú getir notið þess sem þú kannt best að meta í lífinu, án þess að hafa áhyggjur af bílnum. Auk þess er afkastamikil LiPo-rafhlaðan með átta ára eða 160.000 km ábyrgð, hvort sem kemur fyrr. Aktu um áhyggjulaus með eina bestu bílaábyrgð sem fyrirfinnst.

Óska eftir símtali frá söludeild Hyundai

Bóka þjónustu

Bóka reynsluakstur

Vinsamlegast athugið:
Hafa skal gilt ökuskírteini meðferðis þegar mætt er í reynsluakstur.