IONIQ 6

Bíllinn á síðunni er frumgerð. Tiltekinn búnaður, litir, efni, aukahlutir og forskriftir kunna að vera önnur í fjöldaframleiddu gerðinni.

Rafknúinn og rennilegur.

Rennilegt útlit nýs IONIQ 6 ber með sér einkenni nýrra tíma rafknúinna samgangna. Straumlínulöguð hönnun hans og róandi kúpt lögun innanrýmisins bjóða upp á sérsniðið og sveigjanlegt rými sem skilar einstakri upplifun.

Heimsfrumsýning nýs Hyundai IONIQ 6.

Hinn 14. júlí var hulunni svipt af IONIQ 6 með eftirminnilegum hætti. Skoðaðu myndbandið af heimsfrumsýningunni hér.

Helstu einkennin eru sótt í hugmyndarafbílinn Prophecy Concept EV, þar á meðal aflíðandi þakið og straumlínulöguð hönnun sem undirstrika sportlegt yfirbragð þessa einstaka fjögurra dyra fólksbíls.

Einstaklega lágur loftviðnámsstuðull, upp á aðeins 0,21, og rafmagnsdrif búið allra nýjustu tækni eru meðal þess sem skila IONIQ 6 allt að 614 km drægni.

IONIQ 6 er framleiddur með umhverfisvænum efnum á borð við leður sem unnið er með vistvænum hætti og endurunnið garn úr plastflöskum og rusli sem hreinsað hefur verið úr hafinu.

Hönnun

Að innan sem utan. Hönnun innanrýmis sem skilar meira plássi.

Innanrými IONIQ 6 var þróað samhliða ytra byrðinu með þarfir þeirra sem þar sitja í fyrirrúmi. Þessi samþætta nálgun er óhefðbundin við hönnun bíla en útkoman er einstök: kúpt lögun farþegarýmis sem skapar afslappaða stemningu. Innanrýmið er sérstaklega straumlínulagað í útliti með rúmgóðu farþegarými.

Litaval í innanrými.

Róandi umgjörð.

Kúpt lögun farþegarýmisins, sem sótt er til hugmyndarafbílsins Prophecy Concept EV, skilar sér í þægilegu og hagnýtu afdrepi sem farþegum og ökumanni líður vel í.

Slökun í framsætum.

Láttu fara vel um þig í framsætum með 8 stefnustillingum. Með einum hnappi geturðu hallað þér aftur og hlaðið batteríin þín meðan á hleðslu stendur.

Uppgötvaðu galdur einfaldleikans í straumlínulöguninni.

Skýrar línur og straumlínulöguð hönnun IONIQ 6 kalla fram fágun einfaldleikans. Aflíðandi sveigjur og mjúkar línur minna á straumlínulögunina sem einkenndi bíla á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar, lögun sem nú hefur öðlast nýtt hlutverk í sjálfbærum samgöngum.

Einstök straumlínulögun IONIQ 6 einkennist af skýrum og einföldum línum og afslappaðri hönnun.

Hönnun sem einkennist af stéllaga lögun afturhluta skilar niðurþrýstingi og lágri stöðu sem dregur úr loftmótstöðu og eykur drægni í rafakstri.

Sporöskjulöguð vindskeiðin að aftan er mótuð úr gegnsæjum efnum sem undirstrika einkennandi LED-ljósin.

Þitt er valið.

IONIQ 6 er innblásinn af Prophecy Concept EV.

Nafnið segir allt sem segja þarf. Þegar við afhjúpuðum „Prophecy“ Concept EV-hugmyndarafbílinn árið 2020 lögðum við áherslu á eitt: að heiti bílsins gæfi til kynna að í hann væri meira spunnið en hugmyndin ein. Þar færi bíll sem væri tilraunavettvangur fyrir hugmyndavinnu og búnað sem yrði hægt að innleiða fljótt og örugglega í fjöldaframleidda bíla. Nú, tveimur árum síðar, rætist spádómurinn í IONIQ 6.

Slide1
Sensous Sportiness.

Hönnunarstefna Hyundai, Sensuous Sportiness, er augljós á listilega formuðum hliðarsvip bílsins. Hann einkennist af hreinni og einfaldri línu sem teygir sig frá framhluta að afturhluta á stílhreinan hátt. Afgerandi og glæsileg stéllaga lögunin á afturhliðum yfirbyggingarinnar lætur bílinn líta út fyrir að vera á ferð áfram jafnvel þegar hann er kyrrstæður.

Slide1
Rúmgott innanrými.

Innanrýmið í Prophecy undirstrikar kosti þess að nota langt farþegarými rafbílabyggingarlagsins sem við sjáum nú með flötu gólfinu í IONIQ 6. Í staðinn fyrir hefðbundið bílainnanrými er hér um að ræða fágað og þægilegt rými sem veitir viðskiptavinum hlýjar móttökur.

previous arrow
next arrow
Previous slide
Next slide

Búnaður

Framtíð rafknúinna samgangna er runnin upp.

Hér fer ný gerð fólksbíls sem býður upp á frábær afköst, hrífandi hönnun og einstaka aksturseiginleika ásamt 800 V rafhlöðukerfi sem skilar ofurhraðri hleðslu, allt byggt á glænýju byggingarlagi sem markar þáttaskil í orkuskiptunum.

Hugvitsamlegt IFS-aðalljósakerfi.

Njóttu hámarksyfirsýnar án þess að blinda aðra ökumenn. IFS-aðalljósakerfið stillir LED-aðalljósin sjálfkrafa í rauntíma eftir akstursskilyrðum.

Stemningslýsing í tveimur litum.

Stilltu lýsinguna eftir stemningunni. Hægt er að velja á milli 64 lita og sex tvílitra litaþema sem eru þróuð af litasérfræðingum til að skila áhrifameiri upplifun.

LED-stýri.

Gagnvirk LED-ljós á stýrinu sýna þér meðal annars: akstursstillingu, bakkgír, raddstýringu og hleðslu.

Stafrænn hliðarspegill.

Hægt er að fá bílinn afhentan með stafrænum hliðarspeglum í stað hefðbundinna hliðarspegla með myndavél og innbyggðum skjá til að tryggja betri yfirsýn og minni loftmótstöðu.

Afköst

Hátæknileg afköst.

Í þessum fjögurra dyra fólksrafbíl koma saman frábær afköst, fjölbreytt úrval hugvitsamlegrar tækni og allt að 614 km akstursdrægni. Þetta er bíll sem kemur þér lengra með hraðari hleðslu og rennilegum stíl.

Nýjasta rafbílatækni skilar betri afköstum.

IONIQ 6 er búinn fjölbreyttu úrvali nýrra hátæknilegra rafbílakerfa sem skila þér lengra fram veginn, með hraðari hleðslu og aukinni drægni.

Fjölhleðslukerfi.

Bíllinn er búinn nýju 800 V rafhlöðukerfi sem býður upp á einn hraðasta hleðslutímann í dag auk þess að vera samhæft við 400 V hleðslu og hleðslu með riðstraumi.

Slide1
Allt að 614 km drægi.

Þökk sé glænýrri tækni Hyundai og loftviðnámsstuðlinum 0,21 sem dregur úr loftmótstöðu skilar IONIQ 6 allt að 614 kílómetra drægi á rafmagni þegar hann er búinn afturhjóladrifi og langdrægri 77,4 kWh rafhlöðu.

Slide1
Hraði leifturhleðslu.

Fyrsta einkaleyfisvarða tækni Hyundai styður bæði 400 V og 800 V hleðslustöðvar án sérstakra viðbótaríhluta eða millistykkja. 800 V rafhlöðukerfi IONIQ 6 býður upp á hleðslu fyrir 351 km akstur á fimmtán mínútum! Kerfið styður hleðslu upp í allt að 220 kW með jafnstraumi á leifturhleðslustöð, sem skilar hleðslu úr 10% í 80% á 18 mínútum.

Slide1
V2L-tækni.

Í IONIQ 6 geturðu hlaðið hvaða tæki sem er, auk rafhjóla, rafhlaupahjóla eða útilegubúnaðar – á ferðinni eða á uppáhaldsútivistarstaðnum þínum. Í rúmgóðu farþegarýminu er 230 V innstunga. Með straumbreyti sem tengdur er við hleðslutengið að utan er hægt að hlaða búnað með allt að 3,6 kW þótt búið sé að drepa á bílnum.

previous arrow
next arrow

E-GMP vísar leiðina inn í öld rafbílanna.

IONIQ 6 er byggður á E-GMP (Electric-Global Modular) undirvagni Hyundai. Þetta sérstaka rafbílabyggingarlag, sem byggt er á einkaréttarvörðum tæknilausnum Hyundai, býður upp á hraðari hleðslu, aukna akstursdrægni, rúmbetra innanrými og meiri stjórn.

Slide
Sveigjanlegt einingakerfi.

E-GMP undirvagninn hentar fjölbreyttu úrvali bíla, akstursvegalengda og lífsstíla með stöðluðu rafhlöðukerfi sem búið er sérhannaðri tækni fyrir rafbíla.

Slide
Rafmögnuð afköst.

Þegar við losnuðum við bensínvélina fengum við pláss til að setja upp rafmótorinn og rafhlöðuna neðst í bílnum, sem tryggir bestu mögulegu þyngdardreifingu milli fram- og afturhluta og lága þyngdarmiðju sem skilar sér í betri stjórn.

Slide2
Meira pláss fyrir farþega.

E-GMP undirvagn skapar pláss sem býður upp á rúmgott innanrými sem aðeins er að finna í rafbílum – og þannig getum við boðið upp á nýja rafknúna samgönguupplifun fyrir viðskiptavini okkar.

previous arrow
next arrow

Sjálfbærni

Nýstárleg notkun umhverfisvænna efna.

Hönnuðirnir okkar hafa nýtt sjálfbær efni í miklum mæli í IONIQ 6. Á ytra byrðið er m.a. notað lakk með litarefnum úr úreltum hjólbörðum og lakk með litarefnum úr bambuskolum. Í innanrýminu er m.a. leður frá vistvænni vinnslu, endurunnið plastefni og teppi úr endurunnum fiskinetum og hráefnum sem unnin eru úr sykurreyr.

Slide
Umhverfisvænt leður.

Við reiknum með að umhverfisvæna litunaraðferðin fyrir leður með hörfræolíu dragi úr lífrænni súrefnisþörf (BOD) og efnafræðilegri súrefnisþörf (COD) í skólpi. Leifar af hörfræolíu eru lífbrjótanlegar.

Slide
Teppi úr endurunnu rusli úr hafinu.

Í teppið er notað nælongarn sem er búið til úr endurunnum fiskinetum.

Slide2
Lífræn málning.

Hurðirnar eru málaðar með lífrænni pólýúretanmálningu sem inniheldur plöntuolíu og eykur loftgæði í verksmiðjunum okkar auk þess að draga úr koltvísýringi í framleiðsluferlinu.

Slide2
Mælaborð með lífrænum efnum.

Mælaborðið er klætt mjúku PE-plasti sem inniheldur lífræn efni úr náttúrulegum sykurreyr.

Slide2
Endurunnið plastefni.

Sætin í IONIQ 6 eru með vistvænu ofnu áklæði úr endurunnu plastgarni.

Slide2
Ofið Bio PET-áklæði.

Þakklæðningin inniheldur áklæði úr Bio PET-garni, sem inniheldur efni úr sykurreyr.

previous arrow
next arrow

Ábyrgð

7 ára ábyrgð með ótakmörkuðum akstri.

Eins og allir Hyundai-bílar er IONIQ 6 smíðaður samkvæmt ströngustu gæðastöðlum. Til viðbótar þessari gæðatryggingu fylgir honum sjö ára ábyrgð með ótakmörkuðum akstri til að þú getir notið þess sem þú kannt best að meta í lífinu, án þess að hafa áhyggjur af bílnum. Aktu um áhyggjulaus með eina bestu ábyrgð sem fyrirfinnst í bílaiðnaðinum.

Óska eftir símtali frá söludeild Hyundai

Bóka þjónustu

Bóka reynsluakstur

Vinsamlegast athugið:
Hafa skal gilt ökuskírteini meðferðis þegar mætt er í reynsluakstur.