Varahlutir

Varahlutir

Verslunin afgreiðir varahluti og aukahluti fyrir bílinn þinn. Við kappkostum að eiga alla algengustu varahluti á lager en sérpöntum einnig alla aðra varahluti frá birgjum okkar.

Afgreiðslutími sérpantana er í flestum tilfellum 2-3 dagar þegar varan er til á lager erlendis.

Hjá okkur starfar sérhæft starfsfólk með víðtæka reynslu og þekkingu á sviði vara- og aukahluta sem tryggir þér ávallt áreiðanlega og persónulega þjónustu. Verslunin er opin frá 7:45-17:00 alla virka daga. Utan opnunartíma er starfrækt neyðarvakt sem gefið er samband við frá aðalnúmeri okkar 575-1200.

Gæði varahluta

Við tryggjum að eingöngu séu notaðir varahlutir viðurkenndir af framleiðenda bílsins til viðgerða á þínum bíl. Varahlutir frá framleiðanda bílsins eru hannaðir og smíðaðir eftir sömu kröfum um gæði og endingu og bíllinn þinn. Þannig er þér tryggt hámarks öryggi og að bíllinn þinn sé ekki síðri en fyrir viðgerð.

Óska eftir símtali frá söludeild Hyundai

Bóka þjónustu

Bóka reynsluakstur

Vinsamlegast athugið:
Hafa skal gilt ökuskírteini meðferðis þegar mætt er í reynsluakstur.