Öryggi

Hannaður út frá hugarró.

Vegferð Hyundai liggur þangað sem akstur er eins öruggur og hugsast getur. Þess vegna – og til að vernda alla farþega – eru allir okkar bílar með öryggisbúnað sem er bestur í flokki sambærilegra bíla.

Play Video

Ósýnilegar tæknilausnir. Greinilegt öryggi.

Í okkar huga snýst leitin að víðtækum öryggislausnum um að gæta ykkar, verja ykkur ef slys eiga sér stað og leita sífellt nýrra leiða til að gera enn betur.

Í öllum Hyundai-bílum er að finna háþróuð og rafræn öryggiskerfi sem vaka yfir þér og afstýra slysum.

Allir Hyundai-bílar eru hannaðir til að þola högg og verja alla sína farþega í árekstri.

Við fjárfestum gríðarlega í rannsóknum og prófunum til að geta gert allar okkar bílgerðir enn öruggari.

Fyrirbyggjandi öryggi

Háþróuð akstursaðstoðarkerfi.

Bílgerðirnar okkar eru búnar ótal ólíkum skynjurum sem senda upplýsingar til forvirku öryggiskerfanna.

Myndavél að framan.

Fylgist með veginum og akreinamörkum, skiltum með upplýsingum um hámarkshraða og öðrum bílum í umferðinni. Stöðvar bílinn sjálfkrafa þegar þörf krefur.

Ratsjár að framan.

Ratsjár koma myndavélinni að framan til hjálpar: Þær koma auga á aðra bíla, hjólreiðafólk eða gangandi vegfarendur og tryggja örugga fjarlægð frá bílnum eða hægja sjálfkrafa á honum.

Ratsjár að aftan.

Þú ert ekki með augu í hnakkanum – einmitt þess vegna eru ratsjárnar að aftan notaðar til að greina hvers kyns fyrirstöðu og tilkynna þér sjálfkrafa um þær.

Árekstraröryggi

Vörn frá öllum hliðum. Algerlega innbyggð.

Stundum verður ekki komist hjá árekstri. Hyundai hefur hannað bíla sína þannig að þeir skili hámarksvernd fyrir alla sína farþega og hafi lágmarksáhrif á aðra.

Með sérstyrktum undirvagni og sérstökum krumpusvæðum eru allir Hyundai-bílar hannaðir til að tryggja öryggi þitt í árekstri.

Bíllinn þinn verndar alla farþegana frá höggi með loftpúðum sem virkjast eldsnöggt við árekstur.

Ef þú lendir í árekstri hringir Hyundai-bíllinn sjálfkrafa í neyðarþjónustuaðila.

Nýjungar í öryggismálum

Við fjárfestum í þínu öryggi. Og líka í stöðugum framförum.

Að tryggja öryggi þitt er ekki bara forgangur okkar; það er markmið okkar á hverjum einasta degi. Í rannsóknarstarfinu okkar fínstillum við tæknilausnirnar í sjálfum bílunum og finnum í leiðinni nýjar leiðir til að auðvelda þér aksturinn. Síðan gerum við prófanir á öllum nýjungum til að tryggja að þær uppfylli ströngustu öryggisstaðla.

Rannsóknir Hyundai hafa getið af sér ótal snjöll aðstoðarkerfi sem auðvelda þér að hafa augun á veginum og forðast slysin.

Allir bílarnir gangast undir ítarlegar prófanir til að tryggja öryggi farþeganna, jafnvel í harkalegum árekstrum.

Hyundai hefur aftur og aftur fengið háar öryggiseinkunnir úr árekstrarprófunum Euro NCAP.

Öryggi rafbíla

Tilbúinn fyrir framtíðina. Engar málamiðlanir.

Margir hafa áhyggjur af hættunni sem fylgir því að aka rafbíl, en staðreyndin er sú að rafbílum fylgir hreint ekki meiri áhætta. Hér er ástæðan.

Slide1
Lág þyngdarmiðja.

Rafhlöður í rafbílum eru ekki bara vel einangraðar – í öllum Hyundai-bílgerðum eru þær hafðar í gólfi bílsins og hönnun hans veitir þeim sérstaka vernd. Heppileg afleiðing af þessu er sú staðreynd að þyngdarmiðja rafbílsins er mjög lág, sem leiðir til þess að mun minni líkur eru á veltum en í hefðbundnum bíl.

Slide1
Sjálfvirkur útsláttur rafhlöðunnar.

Rafbílar verða að búa yfir „innbyggðu öryggi“. Þetta þýðir að orkuflæði rafhlöðunnar er slegið út um leið og galli kemur í ljós. Ef slys á sér stað er rafhlaðan sjálfkrafa aftengd öðrum háspennuíhlutum og snúrum innan nokkurra millisekúndna. 12 volta rafkerfið starfar þó áfram og skilar t.d. rafmagni til viðvörunarljósanna. Þessi öryggislausn ein og sér dregur verulega úr líkunum á skyndilegum eldsvoða.

Slide1
Ekkert eldfimt eldsneyti.

Á meðan fljótandi eldsneyti sem lekur úr bensín- eða dísilbíl skapar eldhættu brenna rafhlöður í rafbílum almennt hægt og því gefst nægur tími til að forða sér af slysstað.

previous arrow
next arrow

Óska eftir símtali frá söludeild Hyundai

Bóka þjónustu

Bóka reynsluakstur

Vinsamlegast athugið:
Hafa skal gilt ökuskírteini meðferðis þegar mætt er í reynsluakstur.