18″ silfur álfelgur, 7,5J×18, hentugar fyrir 225/55 R18 hjólbarða.
Allar vörurnar okkar eru hugsaðar, hannaðar og framleiddar til að nýtast þér sem best. Þessi hugmyndafræði á við um alla aukahlutina okkar. Þetta þýðir að allt sem við bjóðum upp á þarf að vera þaulprófað og uppfylla hönnunarstaðla og ítarlegar kröfur. Val þitt á aukahlutum frá Hyundai mun alltaf auka virði IONIQ 6-bílsins þíns.
Hleðslusnúra af gerð 3 er með tengi af gerð 2 á báðum endum. Hana má nota fyrir daglega hleðslu í almennum hleðslustöðvum og heimilishleðslustöðvum sem eru með innstungur af gerð 2.
Rennilegar línur IONIQ 6 skera sig úr. Aukahlutir fyrir bílinn voru hannaðir til að endurbæta upprunalegu hönnunina. Eins og allir aukahlutirnir sem við framleiðum eru þeir gerðir úr bestu fáanlegu hráefnum og passa fullkomlega í bílinn.
Sérhvert smáatriði er úthugsað. Gljásvört röndin kemur vel út á afturhlera IONIQ 6.
Lífgaðu upp á hliðarklæðninguna á IONIQ 6 með gljásvörtum hliðarlistum.
Felgurnar frá okkur gefa IONIQ 6 einstakan karakter auk þess að vera ómissandi tenging á milli bíls og vegar. Framleiðsla á felgunum okkar þarf að standast sömu ítarlegu kröfur og bíllinn sjálfur. Þetta felur í sér að uppfylla alla iðnaðarstaðla, m.a. hvað varðar nákvæmni í framleiðslu og styrk yfirbyggingar. Fullkomin viðbót við IONIQ 6.
18″ silfur álfelgur, 7,5J×18, hentugar fyrir 225/55 R18 hjólbarða.
18″ tvílita álfelgur, 7,5J×18, hentugar fyrir 225/55 R18 hjólbarða.
20″ álfelgur, 8.5J×20, hentugar fyrir 245/40 R20 hjólbarða.
20″ tvílita álfelgur, 8,5J×20, hentugar fyrir 245/40 R20 hjólbarða.
IONIQ 6 er ekki eingöngu til marks um rennilega bílahönnun heldur nýtist bíllinn vel við að sinna verkefnum daglegs lífs. Dráttarbeislin frá okkur veita bílnum ýmsa möguleika, sérstaklega hvað varðar öruggan flutning á uppáhaldshjólunum þínum.
Aftengjanlegt og áreiðanlegt: þú getur treyst á þetta dráttarbeisli úr stáli með tæringarvörn til að flytja það sem þú þarft á öruggan hátt. Auðvelt er að aftengja læsingu með þriggja legu bolta.
Það er ekkert vesen að festa hjól á bílinn og taka þau af, hvort heldur sem er fyrir dagsferð eða lengri hjólaferðalög. Hjólafestingin er nett og örugg og lítið mál er að opna afturhlerann með hjólin á!
Bíllinn sem þú valdir í sýningarsalnum er bíll sem þú vilt eiga í langan tíma. Þess vegna er mikilvægt að vernda innanrýmið með aukahlutum sem eru hannaðir til að vera „heimilislegir“.
Aðrir aukahlutir frá Hyundai voru hannaðir til að gera IONIQ 6 enn skemmtilegri og fjölhæfari. Þeir eru allir hannaðir af vandvirkni úr hágæðaefnum og passa fullkomlega í bílinn.
Endingagóðar gúmmímottur með grófu mynstri sem henta fyrir hvaða veður sem er. Með sérsniðnu formi og festipunktum til að halda þeim örugglega á sínum stað.
Allt frá garðverkfærum til íþróttabúnaðar - farangurinn getur verið blautur eða óhreinn. Mottan er hálfstíf, stöm og vatnsheld. Hún er búin til úr 80% lífrænum uppruna sem heldur skottinu þínu hreinu.
ECONYL® velour gólfmotturnar okkar eru framleiddar úr efni sem hefur verið endurheimt úr sjóveiðinetum. Þessar hágæða mottur eru alveg jafn þægilegar og fjaðrandi og hefðbundnar velúrmottur. Þær eru sérsniðnar til að passa fullkomlega og haldast á sínum stað með stöðluðum festipunktum og hálkuvörn.
Njóttu tvöfaldrar verndar með tveimur fletjum sem hægt er að snúa – hágæða velúr á annarri hliðinni og sterkbyggðu efni sem hrindir frá sér óhreinindum á hinni – til að henta öllum mismunandi flutningum.
Höfundarréttur © 2024 Hyundai á Íslandi. Allur réttur áskilinn.