Hönnun

Fáguð straumlínulögun

Aflíðandi og straumlínulöguð hönnunin ber með sér einkenni nýrra tíma rafknúinna samgangna og undirstrikar fjölbreytt notagildi þessa einstaka fólksbíls. Úthugsaðar línurnar og einföld en þó heillandi form bera þess merki að bíllinn sé innblásinn af Prophecy Concept EV.

Play Video

IONIQ 6 tengir saman tilfinningaleg áhrif, virkni og fagurfræði.

Innanrými

Að innan sem utan - hönnun innanrýmis sem skilar meira plássi

Innanrými IONIQ 6 var þróað samhliða ytra byrðinu og með þarfir þeirra sem þar sitja í fyrirrúmi. Þessi samþætta nálgun er óhefðbundin við hönnun bíla en útkoman er einstök: kúpt lögun farþegarýmis sem skapar afslappaða stemningu. Innanrýmið hefur auk þess verið stækkað með því að lengja það fram og aftur, sem skilar sér í sérstaklega straumlínulöguðu útliti og rúmgóðu farþegarými.

Róandi umgjörð

Kúpt lögun farþegarýmisins, sem sótt er til hugmyndarafbílsins Prophecy Concept EV, á að skila sér í þægilegu og hagnýtu afdrepi sem farþegum og ökumanni líður vel í.

Einföld stjórnun

Notendavænt innanrýmið er búið stjórneiningu sem er sérstaklega hönnuð með þægindi ökumanns í huga. Hún er fyrir miðju til að draga úr truflunum og auðvelda aksturinn.

Samþættir skjáir

Rennilegt mælaborðið er búið tveimur innfelldum skjám: 12,3" snertiskjá fyrir upplýsinga- og afþreyingarkerfið og 12,3" stafrænum mælaskjá.

Sérstilltu útlit og andrúmsloft farþegarýmisins

Búðu til stemningu eftir því hvernig skapi þú ert í. Veldu eitt af sex tvílitum litaþemum sem eru þróuð af litasérfræðingum til að veita ökumönnum og farþegum meiri hugarró og þægindi. Einnig er hægt að velja úr 64 litum til að setja saman þína eigin stemningslýsingu. Ekki nóg með það heldur getur hraðastýrða ljósastillingin gert akstursupplifunina enn einstakari með því að breyta birtustigi innanrýmisins eftir ökuhraða bílsins.

Hraðastýrð ljósastilling

Finndu hraðann. Gagnvirk lýsing með hraðaskynjara í framhurðum breytir birtustigi stemningslýsingarinnar úr 10% við 30 km/klst. í 100% við 100 km/klst. 1

Fullkominn fyrir orkublundinn

Með einum hnappi geturðu hallað tveimur slökunarsætum alveg aftur og hvílt þig á meðan þú hleður.

Teygðu úr fótunum

Hönnuðirnir og verkfræðingarnir okkar unnu saman að því að gera innanrýmið eins rúmgott og hægt er til að auka þægindi fyrir ökumann og farþega.

Sjálfbær og umhverfisvæn efni

Innanrými IONIQ 6 sækir innblástur úr náttúrunni og er einkennandi fyrir sjálfbærnistefnuna okkar. Þar má finna mikið af umhverfisvænum efnum á borð við endurunnar plastflöskur og fiskinet, plastgarn sem unnið er úr plöntum, vistvænt leður sem unnið er með plöntuþykkni og lífræna málningu úr plöntuþykkni.

Litaval í innanrými.

Ytra byrði

Uppgötvaðu galdur einfaldleikans í straumlínulöguninni

Skýrar, aflíðandi línur og straumlínulöguð hönnun IONIQ 6 framkalla fágun einfaldleikans. Aflíðandi sveigjur og mjúkar línur kallast á við táknræna straumlínulögun bíla frá þriðja og fjórða áratug síðustu aldar, lögun sem nú hefur öðlast hlutverk í sjálfbærum samgöngum.

Fágun og sparneytni

Að framan renna margskipt LED-ljós vel saman við loftinntökin og sjálfvirk loftspjöld.

Fagurlega straumlínulagaðar útlínur

Einstök straumlínulögun IONIQ 6 einkennist af skýrum og einföldum línum og straumlínulagaðri hönnun sem gerir bílinn bæði sérlega skemmtilegan og stuðlar að auknu drægi.

Afgerandi lágur afturhluti

Hönnun sem einkennist af stéllaga lögun afturhluta skilar niðurþrýstingi og lágri stöðu sem dregur úr loftmótstöðu og skilar sér í auknu drægi í akstri á rafmagni.

Ótrúleg straumlínulögun: lítið loftviðnám þýðir aukið drægi

Á þessum rafmögnuðu tímum er loftmótstaða mikilvægari en nokkuð annað. Með IONIQ 6 hafa verkfræðingarnir okkar og hönnuðir náð nýjum hæðum: ótrúlega lágur 0,21 loftviðnámsstuðull. Ekki nóg með að IONIQ 6 sé einstaklega straumlínulagaður heldur er hann einnig búinn fjölbreyttu úrvali af háþróuðum loftmótstöðulausnum, þar á meðal: vindskeið að aftan, sjálfvirk loftspjöld að framan, loftstreymisgleypar, minnkun bils á milli hjóla, loftviðnámsinnfellingar og lofthlífar á felgum.

Sjálfvirk loftspjöld

Þegar loftspjaldið er lokað beinir aflíðandi lögunin lofti að loftinntakinu sem ásamt loftstreymisgleypum og minnkun bils á milli hjóla bætir loftmótstöðuna.

Minnkun bils á milli hjóla

Minnkun bils á milli hjóla felst í hönnun til að stýra flæði lofts fremst við felgurnar sem minnkar loftmótstöðuna enn frekar.

Straumlínulögun með ofurtölvu

Ofurtölva og sérstakur hugbúnaður eru notuð fyrir mótunartæknina sem gerir lögun vindskeiðar og annarra háþróaðra loftmótstöðulausna sem besta.

Slide
Stílhreinar álfelgur

Álfelgurnar endurspegla hönnunarþemað, einstakt og rafmagnað yfirbragð samræmist fallegum línum bílsins. Veldu á milli 18“ og 20“ felgna.

Slide
Gagnsæjar áherslur

Glerlík og gagnsæ efni undirstrika einkennandi og stílhreint útlit IONIQ 6. Þetta má sjá einna helst á vindskeiðinu og eins á hliðarspeglunum.

Slide2
Nýtt hyundai merki

Til að undirstrika enn frekar sérstöðu IONIQ 6 er nýja Hyundai „H“ merkið sett á fram- og afturhlutann.

Slide2
Straumlínulaga hurðarhandföng

Hliðarhönnun er einföld, en þó auðkennd með hurðarhandföngum sem auka hreint útlit og loftflæði.

Slide2
Vindskeið að aftan

Sporvölulaga vindskeiðin er búin með glerlíkum, gagnsæjum efnum sem undirstrika einstaka LED lýsingu hennar.

previous arrow
next arrow

Margskiptar einingar

IONIQ 6 er með fleiri en 700 margskiptar einingar, en það er eitt af hönnunareinkennum allra IONIQ-bíla. Þær má finna í LED-aðalljósunum og afturljósasamstæðunni og þar að auki í neðri skynjurunum að framan, stafrænu hliðarspeglunum, skrautlistum loftunaropa og á hleðsluljósi miðstokksins fyrir þráðlausu snjallsímahleðslustöðina.

Litir

Val er um ellefu liti á ytra byrði, þar á meðal tvo liti með mattri áferð. Listar á klæðningu yfirbyggingar fást í meðalgrófu silfri eða hálfgljáandi svartsanseruðu, allt eftir því hvaða litur er valinn á ytra byrði.

Þitt er valið

Sjálfbærni

Nýstárleg notkun umhverfisvænna efna

Mikið er um sjálfbær efni í IONIQ 6, þar á meðal endurunnið lakk með litarefnum úr úreltum hjólbörðum í klæðningunni og lakk með litarefnum úr bambuskolum á yfirbyggingunni. Í innanrýminu má finna vistvænt unnið leður, efni úr endurunnu PET-plasti, lífrænt plastefni, lífræna málningu sem unnin er úr jurtaolíum og mottur úr endurunnum fiskinetum. Hugvitsamleg notkun náttúrulegra efna er önnur sjálfbær nálgun í framleiðsluferlum okkar sem leiðir til þess að framleiðsla IONIQ 6 notast enn minna við vörur sem framleiddar eru úr olíu.

Sjálfbær efni í IONIQ 6.

Rusli úr hafinu breytt í gólfmottur

Við styðjum samtökin Healthy Seas við að sækja týnd fiskinet sem síðan eru endurunnin sem ECONYL®, nælongarn sem notað er í gólfmottur IONIQ 6.

Efni úr plöntum í sætum og mottum

Í sætum, þakklæðningu og mottum er endurunnið plastefni og þar að auki lífrænt efni sem unnið er úr sykurreyr og maís. Leðrið í sætunum er unnið á vistvænan hátt og litað með hörfræolíu.

Lífræn málning og litarefni úr bambuskolum

Lífræn málning úr jurtaolíum er notuð á hurðirnar að innan, endurunnið lakk með litarefnum úr úreltum hjólbörðum í klæðninguna og lakk með litarefnum úr bambuskolum á yfirbygginguna.

Kynntu þér IONIQ 6 nánar

Óska eftir símtali frá söludeild Hyundai

Bóka þjónustu

Bóka reynsluakstur

Vinsamlegast athugið:
Hafa skal gilt ökuskírteini meðferðis þegar mætt er í reynsluakstur.