Hyundai bifreiðar eru smíðaðar eftir ströngustu gæðastöðlum. Það gerir okkur kleift að bjóða viðskiptavinum Hyundai upp á eina fullkomnustu ábyrgðarvernd sem völ er á.
Hyundai býður viðskiptavinum1 sínum eina víðtækustu ábyrgð sem til er. Ábyrgð á öllum nýjum Hyundai bílum seldum af BL ehf. á Íslandi er sjö ár/150.000 km akstur, hvort sem kemur á undan.
Til að viðhalda ábyrgðinni þarf að koma með bifreiðina í árlegar reglubundnar þjónustuskoðanir samkvæmt nánari skilgreiningum sem finna má í ábyrgðar- og þjónustubók bifreiðarinnar.
Nánari upplýsingar um kostnað við árlegar þjónustuskoðanir er hægt að nálgast hjá viðurkenndum þjónustuaðilum Hyundai.
Ábyrgðin er frá stuðara til stuðara, þar með talið drifrás og 12 ára ábyrgð gegn tæringu.
Vegaaðstoð fylgir 7 ára ábyrgð ef upp kemur galli í bifreiðinni hefur viðskiptavinur samband við þjónustunúmer Hyundai í síma 822-8010 og verður úrlausn fundin í samráði við viðskiptavininn.
Þetta ábyrgðarloforð er staðfesting þess að starfsfólk Hyundai mun leggja sig allt fram við að hlusta á þarfir viðskiptavina sinna sem og gera upplifun þeirra sem eignast Hyundai sem ánægjulegasta.
Loforð um 24 tíma neyðarþjónustu er ætlað til þess að auka gæði þjónustu og hámarka ánægju þess að eiga Hyundai.
Þjónusta sem þessi aðstoðar viðskiptavini að viðhalda gæðum bílsins og auðveldar aðgengi að tæknimönnum Hyundai þegar um er að ræða spurningar sem snerta viðhald og rekstur bifreiðarinnar. Hyundai er umhugað um að meta stöðugt síbreytilegar þarfir viðskiptavina sinna. Þess vegna mun starfsfólk Hyundai hlusta af kostgæfni á hvað viðskiptavinirnir hafa fram að færa og þannig stuðla að ánægju þeirra. Með því að bæta við ábyrgðarskilmála Hyundai, Gæðaskoðun og Vegaaðstoð er viðskiptavinum Hyundai gefinn kostur á að njóta þess að tilheyra hópi Hyundai eigenda sem fær fyrsta flokks þjónustu við allar aðstæður yfir allan ábyrgðatíma bílsins og þannig á upplifunin að koma þægilega á óvart í hvert skipti sem viðskiptavinur kemur með bílinn til eftirlits.
Hyundai bifreiðar eru smíðaðar eftir ströngustu gæðastöðlum. Það gerir okkur kleift að bjóða viðskiptavinum Hyundai upp á eina fullkomnustu ábyrgðarvernd sem völ er á.
Hyundai býður viðskiptavinum1 sínum 5 ára ábyrgð, án nokkurra akstursviðmiðana2, á öllum nýjum bifreiðum seldum af viðurkenndum Hyundai söluaðila í Evrópu3:
Til að viðhalda ábyrgðinni þarf að koma með bifreiðina í þjónustuskoðanir samkvæmt nánari skilgreiningum sem finna má í ábyrgðar- og þjónustubók bílsins.
Nánari upplýsingar um kostnað við árlegar þjónustuskoðanir er hægt að nálgast hjá viðurkenndum þjónustuaðilum Hyundai.
Ábyrgðin er frá stuðara til stuðara, þar með talið drifrás og 12 ára ábyrgð gegn tæringu.
Vegaaðstoð fylgir 5 ára ábyrgð ef upp kemur galli í bifreiðinni hefur viðskiptavinur samband við þjónustunúmer Hyundai í síma 822-8010 og verður úrlausn fundin í samráði við hann.
Þessu loforði um 24 tíma neyðarþjónustu er ætlað að auka á gæði og ánægjuupplifunarinnar að eiga og umgangast Hyundai.
Mikilvægt er að sinna þjónustuskoðunum samkvæmt fyrirmælum í ábyrgðar- og þjónustubók. Með því eru auknar líkur á að öryggisþættir bílsins virki rétt og akstur verði til ánægju.
Við hlökkum til að heyra frá þér.
Höfundarréttur © 2024 Hyundai á Íslandi. Allur réttur áskilinn.