i10

Ekki hika, láttu vaða. Láttu að
þér kveða.

Það eru litlu hlutirnir í lífinu sem gera gæfumuninn. Þar á meðal nýr i10. Fersk hönnun og flottustu tæknilausnir sem völ er á gera bílinn að eldsnjöllum félaga sem gerir þér kleift að sýna stíl, njóta sveigjanleika og lifa stórt.

Play Video

Fullkominn þegar plássið er lítið en stundin er stór.

Það getur orðið þröng á þingi á götum borgarinnar. Þegar kemur að því að þræða göturnar og skjóta sér í þröng bílastæði er þessi lipri og snjalli borgarbíll þarfaþing. i10 er aðeins 3,67 metrar á lengd og 1,68 metrar að breidd en að innan er hann rúmgóður og býður upp á sveigjanleika til að lifa stórt.

Flæðandi línur og kraftmiklar andstæður i10 fanga athyglina á svipstundu.

Upplifðu framúrskarandi tengimöguleika með nýjum 8" snertiskjá og Bluelink® Connected Car Services og stjórnaðu bílnum þínum með símanum þínum – eða röddinni.

Akstursöryggistæknipakkar eru með þeim bestu í flokki sambærilegra bíla og státa meðal annars af Hyundai SmartSense – háþróaða akstursaðstoðarkerfinu okkar.

Kynntu þér innblástur hönnunarinnar.

Vöðvar mannslíkamans undir sportlegum fatnaði urðu að innblæstri fyrir hönnunina og stílhrein og kröftug yfirbyggingin var mótuð til að tryggja rúmgott innanrými. Hönnun i10 endurspeglar þennan innblástur með andstæðum mjúkra flata og skarpra lína sem ljá honum tæknilegt yfirbragð. Að innan hafa hönnuðirnir skapað fullkomið jafnvægi með sportlegum stíl í bland við notagildi og gott rými.

Djarft nýtt útlit.

Flæðandi línur og kraftmiklar andstæður – kraftmikið útlitið á i10 fangar athyglina á svipstundu. Breitt og svart grillið að framan ásamt velmótuðum framljósunum gefur bílnum sportlegt yfirbragð. Glænýtt og stílhreint innanrýmið státar af ferskum mynstrum og áferð ásamt nýjustu margmiðlunartækninni.

Previous slide
Next slide

Njóttu framúrskarandi tengimöguleika.

Með stærsta skjáinn í sínum flokki og ítarlega tengimöguleika á borð við Bluelink®, Apple CarPlay™ og Android Auto™ er auðvelt að halda sambandi. Bluelink® gerir þér kleift að stjórna bílnum þínum með símanum eða röddinni, þökk sé nettengdri raddstýringu.

Akstursöryggistækni.

Með Hyundai SmartSense, hugvitssamlega akstursaðstoðarkerfinu okkar, býður nýr i10 upp á einn af bestu akstursöryggistæknipökkunum í sínum flokki – sem er hannaður til að tryggja þér aukið öryggi og hugarró.

i10 N Line – með sportlegan karakter.

Spánnýr i10 N Line tekur þig skrefinu lengra með úrvali sérhannaðra hönnunaratriða og val um 100 hestafla vél sem býður upp á enn sportlegri akstursupplifun.

7 ára ábyrgð.

Eins og allir bílar frá Hyundai er i10 smíðaður samkvæmt ströngustu gæðastöðlum. Til viðbótar þessari gæðatryggingu fylgir honum sjö ára ábyrgð til að þú getir notið lífsins, án þess að hafa áhyggjur af bílnum. Aktu um áhyggjulaus með eina bestu ábyrgð sem fyrirfinnst í bílaiðnaðinum – sem staðalbúnað.

Vélartækni framtíðarinnar.

Euro 6d-TEMP er staðalbúnaður hjá Hyundai. Allir nýskráðir Hyundai-bílar í Evrópu uppfylla nú þegar Euro 6d-TEMP losunarstaðlana. Euro 6d-TEMP felur í sér bæði WLTP-prófun og RDE-viðbótarpróf en skammstöfunin RDE stendur fyrir „Real Driving Emissions“ eða „raunverulegur útblástur við akstur“.

Óska eftir símtali frá söludeild Hyundai

Bóka þjónustu

Bóka reynsluakstur

Vinsamlegast athugið:
Hafa skal gilt ökuskírteini meðferðis þegar mætt er í reynsluakstur.