Nýr Kona er áhrifaríkur frá öllum hliðum séð. Verðlaunuð hönnun forverans hefur verið uppfærð með nýjum hönnunaráherslum, framúrskarandi tengimöguleikum og öryggisbúnaði.
Kona hefur verið uppfærður með nýjum og rennilegum hönnunaráherslum sem og nýjustu snjalltækni á borð við háþróuð akstursaðstoðarkerfi og tengibúnað. Kona er í boði með úrvali rafknúinna aflrása sem koma þér lengra með minna eldsneyti.
Djörf og framúrstefnuleg uppfærsla á hönnun bílsins ljáir Kona straumlínulegra og sportlegra útliti án þess að fórna kraftmiklum einkennum og einstökum stíl.
Njóttu úrvals snjalltækni sem hentar þeim athafnasömu, allt frá sparneytnum aflrásum með vali um hybrid-tækni til háþróaðra tengimöguleika og þæginda.
Úrval aflrása nær nýjum hæðum í afköstum og sjálfbærni. Nýjar 48 volta samhliða hybrid-aflrásir hjálpa við að draga úr losun koltvísýrings og brenna minna eldsneyti.
Með úrvali háþróaðra akstursaðstoðarkerfa sem veita þér og þínum enn meira öryggi og hugarró.
Með Bluelink® geturðu stjórnað bílnum með símanum þínum eða röddinni. Hyundai LIVE Services býður upp á upplýsingar um umferð og stæði í rauntíma og margt, margt fleira.
Búinn nýjum aflrásum, bættri fjöðrun og afköstum sem tryggja þýðari akstur og öryggi á veginum.
Hver sagði að það þyrfti að vera leiðinlegt að minnka útblástur. Kona Hybrid notar raforku til að auðvelda þér að komast lengra á hverjum bensínlítra án þess að þú þurfir að hlaða rafhlöðuna eða breyta aksturslaginu. KONA-rafbíllinn býður upp á afgerandi og rúmgóðan stíl með einstakri drægni upp í allt að 484 km* – rafknúinn akstur án nokkurra málamiðlana!
Ertu ekki viss um að rafbíll sé það rétta fyrir þig? Nánari upplýsingar.
Eins og allir aðrir Hyundai-bílar er nýr Kona smíðaður samkvæmt ströngustu gæðastöðlum. Til viðbótar þessari gæðatryggingu fylgir honum sjö ára ábyrgð til að þú getir notið lífsins, án þess að hafa áhyggjur af bílnum. Aktu um áhyggjulaus með eina bestu ábyrgð sem fyrirfinnst í bílaiðnaðinum – sem staðalbúnað.
Euro 6d-TEMP er staðalbúnaður hjá Hyundai. Allir nýskráðir Hyundai-bílar í Evrópu uppfylla nú þegar Euro 6d-TEMP losunarstaðlana. Euro 6d-TEMP felur í sér bæði WLTP-prófun og RDE-viðbótarpróf en skammstöfunin RDE stendur fyrir „Real Driving Emissions“ eða „raunverulegur útblástur við akstur“.
Höfundarréttur © 2021 Hyundai á Íslandi. Allur réttur áskilinn.