KONA

KONA á nýju stigi

Nýr KONA hefur verið endurnýjaður og endurskilgreindur. Verðlaunuð hönnun forverans hefur verið uppfærð með nýjum hönnunaráherslum, framúrskarandi tengimöguleikum og öryggisbúnaði.

Play Video

Meira rými fyrir fleiri möguleika

Þú sérð fegurðina frá öllum hliðum á nýjum og endurbættum Hyundai KONA. Áberandi hönnun og flæðandi línur einkenna framúrstefnulegan stíl KONA. Þessi nýja útgáfa af KONA sameinar fallegt útlit og nýstárlega tækni. Þessi glæsilegi fólksbíll hefur verið uppfærður með nýjum og rennilegum hönnunaráherslum sem og nýjustu snjalltækni á borð við framúrskarandi akstursaðstoðarkerfi og tengibúnað ásamt 30% stærra farangursrými en áður.

your 360 images
Previous slide
Next slide

Einstök hönnun

Stílhreinn og einkennandi framhlutinn er auðkenndur af "Seamless Horizon Lamp" sem teygir sig þvert yfir bílinn

Þægilegt og rúmgott innanrými

Til að veita hámarks þægindi hefur hinn nýi KONA þróast og stækkað, með rausnarlegu fóta- og axlarými fyrir aftursætisfarþega.

Stærra farþegarými

Meira rými og meiri þægindi

Hinn nýi KONA er hannaður til að henta þínu annasama lífi og býður upp á nóg pláss fyrir farþega og farangur. Þessi djarfi, vandaði jepplingur gefur þér nú stærra rými fyrir öll þín ævintýri.

Stærra farþegarými

Til að veita hámarks farþegarými hefur hinn nýi KONA þróast og stækkað, með rausnarlegu fóta- og axlarými fyrir aftursætisfarþega.

Mikið geymslupláss

Þegar kemur að farangri og geymslu þá býður hinn nýi KONA upp á 466 lítra farangursrými (VDA) – 30% meira en fyrri KONA. Það er líka einfalt að stilla: þú getur fellt aftursætin niður á nokkrum sekúndum án þess að þurfa að taka höfuðpúðana af. Með sætin niðurfelld er rúmgott 1300 lítra pláss fyrir ferðalag helgarinnar.

Niðurfellanleg sæti

Þú munt elska sveigjanleika 40:20:40 niðurfellanlegu aftursætanna. Leggðu niður miðhlutann og þú getur komið fyrir fjórum pörum af skíðum og fjórum farþegum.

Stærra og fjölhæfara farangursrými

Njóttu sveigjanleikans með 466 lítra farangursrými með sætin uppi, 30% meira en fyrri KONA.

Tækninýjungar

Upplifðu nýjustu tæknina

Panoramic skjár

Glæsilegur panoramic skjárinn er bogadreginn og tvískiptur fyrir hátæknilegt útlit: 12,3" upplýsinga- og afþreyingarsnertiskjár og 12,3" stafrænt mælaborð.

BOSE Premium hljóðkerfi

Átta hátalara BOSE Premium hljóðkerfi auk bassahátalara hefur verið stillt af BOSE verkfræðingum til að skila ríkulegri og yfirgripsmikilli hljóðupplifun.

Háþróuð snjalltækni

Hyundai KONA setur ný viðmið í flokki smájeppa með háþróaðri snjalltækni. Nýttu þér nýjustu snjall tengimöguleika og þæginda sem studdir eru með háþróuðum öryggiskerfum. KONA er einnig fyrsta Hyundai bifreiðin sem býr yfir nýju leiðsögustýrikerfi með svokölluðum "Over The Air" (OTA) uppfærslum. Í þessari nýju útgáfu af Hyundai KONA verður mögulegt að nota snjalltækið þitt í stað bíllykils.

Upplifðu meiri hugarró

Kynntu þér "Smart Sense", háþróað ökumannsaðstoðarkerfi Hyundai og öryggiseiginleika þess.

Háþróað tengikerfi

Kynntu þér tæknilega tengikerfið í hinum nýja KONA.
Með því að nota Apple CarPlay™ og Android Auto™ geturðu speglað snjallforitin og tónlistina á símanum þínum yfir á stóra margmiðlunarskjáinn.

7 ára ábyrgð

Eins og allir aðrir Hyundai-bílar er nýr Kona smíðaður samkvæmt ströngustu gæðastöðlum. Til viðbótar þessari gæðatryggingu fylgir honum sjö ára ábyrgð1 til að þú getir notið lífsins, án þess að hafa áhyggjur af bílnum. Aktu um áhyggjulaus með eina bestu ábyrgð sem fyrirfinnst í bílaiðnaðinum – sem staðalbúnað.

Vélartækni framtíðarinnar

Allar nýskráðar Hyundai Kona-gerðir með bensínvélar í Evrópu uppfylla Euro 6d-losunarstaðla.

1 Ábyrgðir Hyundai eiga aðeins við um bíla frá Hyundai sem voru upprunalega seldir af viðurkenndum umboðsaðila Hyundai til endanlegs kaupanda eins og fram kemur í skilmálum okkar í ábyrgðarskírteininu. Átta ára eða 160.000 km ábyrgð á rafhlöðum. Staðbundnir skilmálar gilda. Frekari upplýsingar fást hjá opinberum söluaðila Hyundai.

Óska eftir símtali frá söludeild Hyundai

Bóka þjónustu

Bóka reynsluakstur

Vinsamlegast athugið:
Hafa skal gilt ökuskírteini meðferðis þegar mætt er í reynsluakstur.