Á réttinga- og málningarverkstæði okkar er mikill metnaður lagður í vönduð vinnubrögð þar sem þjónusta og hnökralaus samskipti skipta miklu máli.
Ef þörf er á tjónaviðgerð sinnum við ferlinu alveg frá tjónamati til enda. Unnið er eftir CABAS-tjónamatskerfinu og sinnum við viðgerðum fyrir öll tryggingafélögin.
Við útvegum þér bílaleigubíl á meðan viðgerð stendur. Ef bílaleigubíll er innifalinn í tryggingunni þinni getur þú fengið hann hjá okkur. Viðskiptavinir hafa einnig aðgang að bílaleigunni okkar á sérstökum kjörum.
Höfundarréttur © 2024 Hyundai á Íslandi. Allur réttur áskilinn.