Persónuverndarstefna

Persónuverndarstefna Hyundai á Íslandi (BL ehf.)

BL ehf. kappkostar að tryggja vernd persónuupplýsinga og mun meðferð þeirra hlýta lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Í þeim tilfellum þar sem persónulegar upplýsingar eru skráðar t.d. vegna reynsluaksturs, sölupantana, verkstæðisþjónustu, starfsumsókna eða beiðna um frekari upplýsingagjöf eða þjónustu, þar sem þú þarft að skrá nafn þitt, heimilisfang, síma, tölvupóstfang eða aðrar persónutengdar upplýsingar, skuldbindur BL ehf. sig til þess að varðveita þær upplýsingar á öruggan og tryggan hátt.

BL mun ekki miðla á nokkurn hátt skráðum upplýsingum til þriðja aðila til notkunar sem er óskyld starfsemi BL ehf. að lögreglu frátalinni nema á grundvelli lagaheimildar, stjórnvaldsfyrirmæla eða dómsúrskurðar.

Í sumum tilvikum notum við þjónustuaðila til að sinna verkefnum fyrir okkar hönd, t.d. við gerð þjónustukannana. Ef slíkir þjónustuaðilar þurfa að nota persónuupplýsingar eins og t.d. netfang, þá tryggjum við að þeir noti þær aðeins í þeim eina tilgangi.

BL ehf. áskilur sér rétti til að nota uppgefið netfang eða símanúmer í eftirfarandi tilgangi:

- Til að senda þér upplýsingar um bílinn þinn eða þjónustu tengda honum.
- Til að senda þér kannanir varðandi þær vörur og þjónustur sem við bjóðum.
- Til að senda fréttabréf, tilkynningar og markpósta.
Hægt er að skrá sig af póstlista í öllum póstum sem sendir eru í markaðslegum tilgangi.

Við heimsóknir á vefsíður okkar verða til ýmsar upplýsingar. Þessum upplýsingum er fyrst og fremst safnað í tölfræðilegum tilgangi s.s. til að fylgjast með þjónustustigi, fjölda heimsókna á hverja vefsíðu o.s.frv.

Persónuverndarstefna þessi er gefin út af BL ehf. og gildir frá maí 2018 og til þess tíma er ný persónuverndarstefna tekur gildi.

Óska eftir símtali frá söludeild Hyundai

Bóka þjónustu

Bóka reynsluakstur

Vinsamlegast athugið:
Hafa skal gilt ökuskírteini meðferðis þegar mætt er í reynsluakstur.