Búnaður

Tækni sem breytir öllu.

Í þessum rafbíl koma saman frábær afköst, framúrskarandi úrval hugvitsamlegrar tækni og allt að 614 km akstursdrægi. Þetta er bíll sem kemur þér lengra með hraðari hleðslu og rennilegum stíl.

Þægindi

Kraftmikill en þægilegur akstur.

Þú upplifir akstur á nýjan hátt í IONIQ 6 með fjölbreyttu úrvali af hátæknilegum þægindum og búnaði. Nýi V2L-eiginleikinn gerir rafmagnsakstur í daglegu amstri enn auðveldari, en með honum getur þú notað eða hlaðið hvaða raftæki sem er, til dæmis rafhjól, hlaupahjól eða útilegubúnað, á ferðinni eða á áfangastað.

Hlaðið í bílnum.

Þú getur notað hvaða tæki sem er eða hlaðið raftæki með allt að 3,6 kW í innbyggða 230 V V2L-tenginu (Vehicle-to-Load) í IONIQ 6.

Hlaðið annars staðar.

Með straumbreyti sem tengdur er við tvístefnu hleðslutengið að utan er hægt að hlaða búnað með allt að 3,6 kW þótt búið sé að drepa á bílnum.

Hugvitsamlegt IFS-aðalljósakerfi.

Besta lýsingin og mesta öryggið fæst með IFS-aðalljósakerfinu. Kerfið er með margskipt LED-ljós og aðlagar sig sjálfkrafa að ástandi á vegum. Þannig eru háu ljósin nýtt sem best án þess að hætta sé á að blinda aðra ökumenn. Þegar kerfið greinir bíl framundan getur það slökkt á eingöngu þeim hluta háu ljósanna sem valda truflun.

Akstur og bílastæði.

Flottur búnaður sem auðveldar akstur og að leggja í bílastæði.

Sjálfvirk tveggja svæða loftkæling.

Allir ánægðir. Bæði ökumaður og farþegi í framsæti geta stillt hitastig fyrir sig. Þú velur hitastig og kerfið sér um allt hitt.

Margar stillingar á rafdrifnum sætum.

Slakaðu á og njóttu þægindanna. Framsætin eru með átta stefnustillingum og hægt er að leggja þau alveg aftur með einum takka, fullkomið fyrir orkublundinn.

Straumlínulagaður fólksbíll með hugvitsamlegu geymslurými.

IONIQ 6 er fjögurra dyra rafknúinn fólksbíll sem býður engu að síður upp á farangurs- og geymslurýmið sem þú þarft til að pakka öllu sem þarf fyrir eftirminnilegu helgarferðirnar og fríin.

Farangursrými að framan og aftan.

Við bjuggum til skott að framan sem veitir allt að 45 lítra af viðbótargeymslurými á staðnum þar sem brunahreyfillinn væri annars.

Skott að aftan.

Hlerinn á skottinu að aftan snýst upp til að veita aðgengi að rúmgóðu 401 lítra farangursrýminu. Aftursætin er hægt að fella niður með 60:40 skiptingu eða alveg niður þegar flytja þarf stóra hluti.

Tengimöguleikar

Tenging eftir þínum þörfum.

Með stórkostlegu úrvali snjalltækni býður IONIQ 6 upp á endalausa tengimöguleika. Nýjasta tengitækni á borð við Bluelink® Connected Car Services gerir þér kleift að stjórna bílnum með snjallsímanum – eða raddskipunum. Ókeypis þriggja ára áskrift að Hyundai LIVE Services fylgir einnig með leiðsögukerfinu.

Stafrænn 12,3" mælaskjár.

Stórsniðugur 12,3" mælaskjár birtir nauðsynlegar upplýsingar á borð við hraða og hleðslustöðu rafhlöðunnar þar sem þú sérð þær best: að framan og fyrir miðju.

12,3" snertiskjár.

Það er auðvelt að stjórna öllum tengimöguleikum og hita- og loftstýringu með 12,3” upplýsinga- og afþreyingarsnertiskjánum. Öll stjórntæki eru snertistýrð til að skapa snyrtilegt og nútímalegt útlit.

Leiðarval rafbíls.

Áhyggjulaus akstur þar sem þú veist alltaf hvar næstu hleðslu er að finna. Sláðu inn áfangastað og leiðsögukerfið kemur sjálfkrafa með tillögu að hleðslustöðvum á leiðinni. 1

Vandað BOSE-hljóðkerfi.

Sökktu þér í undursamlegan hljóðheim með átta öflugum hátölurum sem eru fínstilltir til að veita óviðjafnanleg hljómgæði.

Hratt og örugglega. Hraðhleðslutengið í miðstokknum býður upp á aukið öryggi með kælibúnaði sem kemur í veg fyrir að snjallsímar ofhitni.

Bíllinn er með 12 V rafmagnsinnstungu og þremur USB-hleðslutengjum að framan, þar af tvö USB-C og eitt USB-A sem styður gagnaflutning. Við aftursætin eru tvö USB-hleðslutengi.

Þessi búnaður hringir sjálfkrafa í neyðaraðstoð ef þú lendir í slysi og loftpúðarnir eru blásnir upp. Þú getur líka ýtt á SOS-hnappinn til að óska eftir neyðaraðstoð hvenær sem er, alla daga ársins.

Mörg Bluteooth-tengi.

Tengdu allt að tvö Bluetooth-tæki samtímis til að allir fái eitthvað við sitt hæfi.

Allt það nýjasta með þráðlausum hugbúnaðaruppfærslum.

Til viðbótar við þráðlausar uppfærslur á kortum og upplýsinga- og afþreyingarkerfi er IONIQ 6 fyrsti bíllinn frá Hyundai sem býður upp á þráðlausar uppfærslur á bílahugbúnaði. Nú má sækja nýjustu endurbætur með einum hnappi og ekki þarf lengur að gera sér ferð í umboðið. Kosturinn er sá að IONIQ 6 er alltaf uppfærður, eins og nýr bíll með öflugum viðbótum, auknum gæðum og nýjum eiginleikum. Þetta kemur sér líka vel við endursölu.

Bluelink® Connected Car Services.

Bluelink® býður upp á hnökralausa tengimöguleika og snjalleiginleika sem auðvelda þér aksturinn.

Öryggi

Nýjustu öryggis- og akstursaðstoðarkerfi.

Njóttu hámarksöryggis og þæginda með fyrsta flokks öryggis- og akstursaðstoðarbúnaði Hyundai-línunnar. Með háþróuðum Hyundai Smart Sense-akstursaðstoðarkerfum er IONIQ 6 búinn nýjasta öryggis- og akstursaðstoðarbúnaðinum til að tryggja enn meiri hugarró.

Bluelink® Connected Car Services.

Bluelink® býður upp á hnökralausa tengimöguleika og snjalleiginleika sem auðvelda þér aksturinn.

Annars stigs sjálfvirkur akstur.

Þjóðvegaakstursaðstoð 2 er með annars stigs sjálfvirkum akstri sem stjórnar hraða og fjarlægð og aðstoðar við að skipta um akrein.

Þessi hagnýti eiginleiki kemur í veg fyrir slys með því að greina ökutæki sem nálgast aftan frá og læsa afturhurðunum tímabundið með barnalæsingu þannig að farþegar komist einungis út úr bílnum þegar það er óhætt.

Aukin hugarró fæst með sjö loftpúðum, þar á meðal hliðarpúða í miðstokki til að draga úr hættu á meiðslum við það að höfuð farþega skelli saman.

Nú sérðu hvað er að gerast til vinstri og hægri fyrir aftan bílinn á skjá á stafræna mælaborðinu. Myndavélarnar verða virkar þegar stefnuljósin eru sett á við akreinaskipti.

Kynntu þér IONIQ 6 nánar.

Upplýsingar um hjólbarða.

Finndu upplýsingar um hjólbarðana sem gætu fylgt IONIQ 6 hér að neðan.

Óska eftir símtali frá söludeild Hyundai

Bóka þjónustu

Bóka reynsluakstur

Vinsamlegast athugið:
Hafa skal gilt ökuskírteini meðferðis þegar mætt er í reynsluakstur.