TUCSON PHEV

Byltingarkennd hönnun sem þú getur stungið í samband.

Byltingin er hafin. Nýr TUCSON PHEV er ekki eingöngu eðlileg framþróun frá eldri gerð heldur hefur hönnun hans verið umbylt. Hann er í fremstu röð hvað varðar framsækna þróun og býður einnig upp á rafmagnsakstur með einum takka – og svo er hægt að stinga honum í samband og hlaða.

Rafknúinn þegar þú vilt það. Bensínknúinn þegar þú þarft það. Ef hleðslan klárast kemur bensínvélin þér á áfangastað og þú getur hlaðið síðar.

Í nýjum TUCSON tengiltvinnbíl er nútímaleg fagurfræði færð á annað stig með einstökum meitluðum flötum og rennilegum línum sem ekki hafa sést áður.

Vertu enn öruggari með hugvitsamlegum eiginleikum og háþróuðum akstursaðstoðarkerfum sem eru best í flokki sambærilegra bíla.

Play Video

Hvað er PHEV?

Nýr TUCSON PHEV er bæði búinn bensínvél og rafmótor, skilar 265 hö. og býður upp á rafmagnsakstur með einum takka. Þegar hleðsla 13,8 kWh rafhlöðunnar klárast skiptir bílinn hnökralaust yfir á bensínvélina til að koma þér á áfangastað þar sem þú getur hlaðið rafhlöðuna.

Rafmagnsdrægni + sveigjanleiki.

PHEV með hleðslumöguleika er fullkomin málamiðlun: nægjanlega rafmagnsdrægni fyrir flestar styttri ferðir og sveigjanleiki bensínvélar á lengri leiðum.

Enginn útblástur í EV-stillingu.

Rafknúinn akstur með einum takka. Þegar rafhleðslan er orðin of lág til að halda áfram í rafknúnum akstri getur bíllinn haldið sjálfkrafa áfram í tvinnstillingu.

Farðu lengra á bensínlítranum.

Í tvinnstillingu vinna rafmótorinn og bensínvélin saman til að skila einstakri sparneytni og minni útblæstri.

Previous slide
Next slide

Sparneytni með rafmagni.

Njóttu rafknúins aksturs og einstakrar sparneytni – þökk sé hugvitsamlegri tengiltvinnaflrás.

Tengimöguleikar.

Njóttu framúrskarandi tengimöguleika hvert sem þú ferð.

Öryggi.

Kynntu þér besta öryggisbúnaðinn í flokki sambærilegra bíla ásamt framúrskarandi akstursaðstoðarkerfum.

Vélartækni framtíðarinnar.

Allar nýskráðar Hyundai Tucson-gerðir með bensínvélar í Evrópu uppfylla Euro 6d-losunarstaðla.

7 ára ábyrgð.

Eins og allir aðrir Hyundai-bílar er nýr TUCSON PHEV smíðaður samkvæmt ströngustu gæðastöðlum. Til viðbótar þessari gæðatryggingu fylgir honum sjö ára ábyrgð til að þú getir notið lífsins, án þess að hafa áhyggjur af bílnum. Auk þess er afkastamikil LiPo-rafhlaðan með átta ára eða 160.000 km ábyrgð, hvort sem kemur fyrr. Aktu um áhyggjulaus með eina bestu ábyrgð sem fyrirfinnst í bílaiðnaðinum – sem staðalbúnað.

Óska eftir símtali frá söludeild Hyundai

Bóka þjónustu

Bóka reynsluakstur

Vinsamlegast athugið:
Hafa skal gilt ökuskírteini meðferðis þegar mætt er í reynsluakstur.