Hybrid-aflrásir

Minni útblástur, meiri sveigjanleiki.

Hybrid-aflrásir veita þér ánægju með rafknúinni hröðun, betri eldsneytisnýtingu og öllum þeim sveigjanleika sem einkennir bensínbíl. Rafhlöðurnar í tengiltvinnbílum skila meiri afkastagetu og lengra akstursdrægi með rafmagni eingöngu – án nokkurs útblásturs.

Hver er munurinn?

Venjulegir hybrid-bílar nota fyrst og fremst jarðefnaeldsneyti en geta notað visst magn raforku sem kemur úr endurheimt hemlaorku. Tengiltvinnbílar eru með stærri rafhlöðu sem hægt er að endurhlaða, sem skilar þér meira akstursdrægi á rafmagni eingöngu (allt eftir aðstæðum hverju sinni).

Slide1
Gangsetning / lítill hraði.

Þegar bíllinn er gangsettur eða honum er ekið hægt knýr raforkan sem er geymd í rafhlöðunni rafmótorinn og þar með bílinn áfram.

Slide1
Hyundai-tengiltvinnvélar.

Rafbílar með tengiltvinnvélum nota rafhlöður með meiri afkastagetu. Þá er hægt að hlaða í heimahleðslustöð, rafmagnsinnstungum á heimilinu eða á hleðslustöðvum. Þannig geturðu ekið lengra á rafmagninu einu saman. Tengiltvinnbílar eru hentugir ef þú vilt fullkomið sjálfstæði, ekur reglulega bæði stuttar og langar vegalengdir og ert með aðgang að hleðslulausn eða getur sett upp heimahleðslustöð.

Slide1
48 V samhliða hybrid-kerfi.

48 V hybrid-aflrásin með samhliða kerfi styður við brunahreyfilinn og bætir við raforku á mismunandi stigum akstursins. Rafbílar með samhliða kerfi eru hentugir ef þú vilt afkastagetuna sem brunahreyfill skilar en samt með meiri sparneytni.

previous arrow
next arrow

Hybrid

Hybrid-tækni.

Hybrid-bílar frá Hyundai skipta hnökralaust á milli þess að nota bensínvélina og rafmótorinn, allt eftir aðstæðum hverju sinni. Endurheimtarkerfi hemlaorku hleður rafhlöðuna með því að nota rafmótorinn til að hægja á bílnum. Orkan sem er geymd í rafhlöðunni er svo notuð til að knýja rafmótorinn sem hjálpar til við að knýja bílinn við hröðun, þegar ekið er upp brekku eða við hægan akstur.

Slide1
Gangsetning / lítill hraði.

Þegar bíllinn er gangsettur eða honum er ekið hægt knýr raforkan sem er geymd í rafhlöðunni rafmótorinn og þar með bílinn áfram.

Slide1
Hröðun / ekið upp brekku.

Við mikla inngjöf eða akstur upp brekku vinna rafmótorinn og bensínvélin saman til að hámarka hröðun og lágmarka eldsneytisnotkun.

Slide1
Jafn hraði.

Þegar ekið er á jöfnum hraða kemur aflið ýmist frá bensínvélinni eða rafmótornum, hvort sem er hagkvæmara hverju sinni.

Slide1
Dregið úr hraða / ekið niður brekku.

Endurheimtarkerfi hemlaorku hleður rafhlöðuna með því að nota rafmótorinn til að hægja á bílnum. Þegar dregið er úr hraða eða ekið niður brekku er orkan sem verður til geymd í rafhlöðunni.

previous arrow
next arrow

Hleðsla í akstri: endurheimt hemlaorku.

Allir hybrid-bílar og rafbílar hlaða Li-ion rafhlöðuna með því að nota rafmótorinn sem rafal þegar bíllinn hægir á sér. Stillanleg endurheimt hemlaorku gerir þér kleift að stýra þessu ferli.

Hybrid-mótor og -rafhlöður.

Bensínvélin í hybrid-bílum og tengiltvinnbílum er sú sama og í hefðbundnum bílum og bæði vélin og gírkassinn státa af nútímalegri tækni. Rafmótor og Li-ion rafhlöður fullkomna hybrid-aflrásina.

Slide1
Rafmótorar.

Rafmótorinn skilar öflugu togi og mikilli sparneytni. Þegar ekið er af stað skilar hann einnig mjög sannfærandi og rafknúinni hröðun. Við hemlun tekur rafmótorinn að sér hlutverk rafals sem hleður rafhlöðuna.

Slide1
LiPo-rafhlaða.

Hybrid-bílar og tengiltvinnbílar frá Hyundai hámarka rafknúna aksturinn og orkugeymsluna með háspennurafhlöðum sem státa af framúrskarandi eiginleikum í hleðslu/afhleðslu. Afkastagetan í rafhlöðum tengiltvinnbíla er allt að 10 sinnum meiri en í rafhlöðum hybrid-bíla.

previous arrow
next arrow

Tengiltvinnbíll

Rafbílar með tengiltvinnvélum.

Tengiltvinnbílar eru með stærri rafhlöðu um borð (þó ekki eins stóra og rafbílar) og henni er hægt að stinga í samband til endurhleðslu. Þegar hleðslan á rafmótornum er á þrotum geturðu svo stungið bílnum í samband á næstu hleðslustöð – eða einfaldlega haldið áfram á bensínvélinni. Tengiltvinnbíllinn heldur því áfram eins og ekkert hafi í skorist með hybrid-kerfinu. Í samanburði við hefðbundinn hybrid-bíl skila tengiltvinnbílar lengra drægi á rafmagni eingöngu, sem þýðir að á styttri ferðum þarftu jafnvel ekki að nota neitt eldsneyti!

Hleðslumöguleikar.

Heima við geturðu bæði hlaðið tengiltvinnbílinn með heimahleðslustöð og með hefðbundinni riðstraumshleðslu.

Þú hefur ýmsa möguleika til að hlaða bílinn, allt eftir því hvernig rafveita er heima hjá þér eða hvernig hleðslustöð þú hefur aðgang að. Dæmi um hleðslumöguleika eru heimahleðslustöð eða hleðslustöð með riðstraumi.

Einnig er hægt að tengja hann við venjulega heimilisinnstungu með ICCB-snúrunni (með innbyggðu stjórnboxi). Hyundai-tengiltvinnbílarnir eru búnir hleðslutæki sem ræður við 3,3 kW og umbreytir riðstraumi úr vegginnstungunni í jafnstraum sem hleður rafhlöðu bílsins.

Með hleðslusnúru geturðu tengt Hyundai-tengiltvinnbílinn þinn við riðstraumshleðslustöðvar fyrir almenning. Einnig má nota snúruna til að tengja við heimahleðslustöð.

Hybrid-vélarnar okkar.

Hybrid-vélSamsetningarAflTogSameinað aflGerðir
1,6 GDiBensínbíll105 hö.148 Nm

141 hö.


265 Nm


IONIQ Plug-in Hybrid / Hybrid, KONA Hybrid
 100% rafbíll32 kW | 43,5 hö.169 Nm
1,6 T-GDi SmartstreamBensínbíll180 hö.265 Nm

230 hö.


350 Nm


TUCSON Hybrid, SANTA FE Hybrid
 100% rafbíll44,2 kW | 60 hö.265 Nm
1,6 T-GDi SmartstreamBensínbíll230 hö.265 Nm

265 hö.


350 Nm


TUCSON Plug-in Hybrid, SANTA FE Plug-in Hybrid
 100% rafbíll66,9 kW | 91 hö.304 Nm

Kynntu þér fleiri aflrásir frá Hyundai.

Óska eftir símtali frá söludeild Hyundai

Bóka þjónustu

Bóka reynsluakstur

Vinsamlegast athugið:
Hafa skal gilt ökuskírteini meðferðis þegar mætt er í reynsluakstur.