Hönnun

Bylting frekar en þróun.

Fáguð og framsækin hönnun nýs TUCSON-tengiltvinnbíls er byltingarkennd. Hér ræður nútímaleg fegurð ferðinni með einstökum meitluðum flötum og rennilegum línum.

Hönnun ytra byrðis

Sportleg fágun í fyrirrúmi.

Nýr TUCSON er fyrsti bíll Hyundai sem er þróaður eftir hugmyndafræðinni um sportlega fágun, með stærri og breiðari yfirbyggingu. Kröftug staðan sameinar skörp horn og rennileg hlutföll með áberandi flötum. Niðurstaðan er framsækið útlit sem kemur kraftalegri arfleifð TUCSON fullkomlega til skila.

your 360 images

Fyrstu innfelldu duldu ljós sinnar tegundar.

Dökkkrómað grillið lýsist upp þegar ekið er af stað. Með fyrsta flokks hálfspeglaðri lýsingartækni eru innfelldu duldu ljósin falin þegar slökkt er á þeim en þegar kveikt er á þeim lyftast ytri hlutar grillsins upp eins og vængir og skapa einkennandi lýsingu með hátæknilegu yfirbragði. Þegar bíllinn er stöðvaður eru ljósin aftur dulin innan grillsins.

Slide
LED-afturljósasamstæða.

Breið LED-afturljósin eru með sömu lögun og innfelldu duldu ljósin til að skapa samfellt útlit.

Slide
Z-laga útlínur á hliðum.

Djörf hönnun, á borð við Z-laga útlínur á hliðunum, skapa sportlegt og kraftmikið útlit.

Slide2
Krómaður áherslulisti.

Sportlegt yfirbragð nýs TUCSON er undirstrikað með krómuðum áherslulista með skarpri fleygbogalögun sem nær frá hliðarspeglum aftur að C-stoðinni.

previous arrow
next arrow

Lagaðu nýjan TUCSON að þínum stíl.

Nú eru þrír nýir og glæsilegir litir í boði: Sindrandi silfurlitaður, Amazon-grár og blágrænn sem þýðir að nú er hægt að velja úr níu litum á ytra byrði. Þar að auki er hægt að velja tvítóna þak, annað hvort svart eða dökkgrátt. Þannig geturðu sérsniðið nýjan TUCSON enn frekar að þínum stíl.

Previous slide
Next slide

Álfelgur.

Kraftmiklar 19" álfelgur undirstrika sportlegt útlitið.

Rennilegt glermerki.

Fíngert Hyundai-glermerkið er krúnudjásn nútímalegrar hönnunar sem einkennir afturhluta bílsins. Það virðist þrívítt en raunin er sú að það stendur ekki upp úr yfirborðinu, ólíkt því sem tíðkast á hefðbundum bílamerkjum.

Dulin afturrúðuþurrka.

Nýr TUCSON-Plug-in Hybrid er fyrsti Hyundai-bíllinn sem búinn er duldum afturrúðuþurrkum sem hverfa undir vindkljúfinn þegar þær eru ekki í notkun.

Hönnun innanrýmis

Fegurðin í innra rýminu.

Innanrými nýs TUCSON-tengiltvinnbíls er fágað og rúmgott. Um leið og þú sest inn finnurðu fyrir því hversu opið rýmið er. Hér sameinast rými, tækni og upplýsingar í fullkomnum samhljómi. Ávöl form og mjúk gæðaefni innanrýmisins gefa því einstakt útlit og yfirbragð.

Slide
Stemningslýsing.

Stilltu ljósin eins og þú vilt hafa þau. Stemningslýsingin býður upp á 64 liti og 10 birtustig til að velja úr, allt eftir því hvaða stemningu þú sækist eftir. Ljósin koma undan miðju mælaborðinu, frá þráðlausu hleðslustöðinni og úr hurðavösunum.

Slide
Rafræn gírskipting.

Rafræna gírskiptingin er tengd við haganlega staðsetta armhvíluna þar sem auðvelt er að nota hana, auk þess sem hún kallast á við stílhreint útlit innanrýmisins.

Slide2
Aukið rými.

Nýr TUCSON-Plug-in Hybrid er rýmri en eldri útgáfur og nú njóta ökumaður og farþegar þæginda og pláss sem yfirleitt er aðeins að finna í næsta flokki bíla fyrir ofan. Þessu fylgir aukið fótarými fyrir farþega í aftursæti.

Slide2
Aukið farangursrými.

Búið er að stækka farangursgeymsluna sem nú er allt að 558 lítrar þegar sætin eru uppi og 1737 lítrar þegar sætin liggja niðri með Plug-in Hybrid-aflrásinni.

Slide2
Stýrið.

Ný hönnun stýrisins er ekki bara glæsileg heldur býður hún upp á betra grip og nýja hönnun gírskiptingar sem eykur þægindi.

previous arrow
next arrow

Þakgluggi.

Ylurinn frá sólinni og ferskur vindur leika um þig þegar þú opnar þakglugga TUCSON-tengiltvinnbíls.

Litasamsetningar í innanrými.

Veldu úr þremur innréttingum: einlitum svörtum, tvítóna svörtum og mosagráum eða blágrænum. Tveir silfraðir skrautlistar liggja frá miðju mælaborðinu að afturhurðunum, óháð þeim lit sem er valinn, og tóna fullkomlega við snyrtilega hannaða yfirborðsfletina sem eru í hlutlausum litum.

Sígildur svartur og hægt er að velja á milli sæta með ofnu áklæði og sæta með leðri.

Með mosagráa litnum er einnig hægt að velja á milli sæta með ofnu áklæði og sæta með leðri.

Veldu svört sæti með annað hvort ofnu áklæði eða leðri með blágrænum saumum á sætum, armpúðum og gírstöng. Blágrænar efnisinnfellingar eru einnig á árekstrarpúðanum og hurðarklæðningunni.

Óska eftir símtali frá söludeild Hyundai

Bóka þjónustu

Bóka reynsluakstur

Vinsamlegast athugið:
Hafa skal gilt ökuskírteini meðferðis þegar mætt er í reynsluakstur.