Fyrirbyggjandi öryggi

Við hugum að þínu öryggi.

Í hverjum einasta Hyundai eru kerfi sem afstýra slysum: Smart Sense fylgist með öðrum ökutækjum og kemur í veg fyrir árekstra. Þægindabúnaður auðveldar þér að halda fullri athygli. Og þar sem börn hegða sér á annan hátt en fullorðnir höfum við hannað eiginleika sérstaklega fyrir þau.

Grípur inn í þegar hætta er á árekstri.

Háþróaða akstursaðstoðin í hverjum einasta Hyundai er hönnuð til að greina það sem þú greinir ekki – og hjálpa þér að gera ekki mistök sem gætu leitt til árekstrar. Kerfið notar skynjara, myndavélar og ratsjárkerfi til að fylgjast með svæðinu í kringum bílinn og það grípur sjálfkrafa inn í ef þörf krefur.

Þægindabúnaðurinn aðstoðar þig.

Öll þessi kerfi eru hönnuð til að auka þægindin við aksturinn og halda athygli þinni á veginum.

Slide1
Hraðatakmörkun.

Kerfið les umferðarmerki með myndavélinni að framan og gefur frá sér viðvörun ef ekið er yfir hámarkshraða. Þegar kveikt er á kerfinu stillir það ökuhraðann í samræmi við hámarkshraða hverju sinni.

Slide1
Blindsvæðismynd.

Greinir ökutæki og skiptir sjálfkrafa yfir í lágljós. Þegar engin ökutæki greinast lengur er aftur kveikt á háljósunum til að hámarka útsýnið.

Slide1
Háljósaaðstoð.

Greinir ökutæki úr gagnstæðri átt og ökutæki framundan og skiptir sjálfkrafa á lágu ljósin. Þegar engin ökutæki greinast lengur er aftur kveikt á háljósunum til að hámarka útsýnið.

Slide1
Upplestur SMS-skilaboða.

Þegar þér berast textaskilaboð getur Hyundai-bíllinn lesið þau sjálfkrafa upp fyrir þig – þannig heldurðu áfram athygli á veginum.

Slide1
Vegaaðstoð.

Öllum Hyundai-bílum fylgir fimm ára gjaldfrjáls vegaaðstoð, sem felur í sér aðstoð allan sólarhringinn ef draga þarf bílinn þinn eða ef þú hefur einfaldlega læst lyklana inni í bílnum.

previous arrow
next arrow

Öryggi barna.

Vertu viss um öryggi allra farþega.

Hyundai leggur sérstaka áherslu á öryggi minnstu farþeganna og býður upp á sérstakan búnað sem ætlað er að vernda börnin.

Aðstoð við örugga útgöngu.

Greinir ökutæki sem nálgast að aftanverðu, gefur frá sér viðvörun og læsir dyrunum í 1. og 2. sætaröð tímabundið til að farþegar geti aðeins stigið út úr bílnum þegar það er óhætt.

Viðvörun um farþega í aftursæti.

Úthljóðsnemar fylgjast með aftursætunum. Þegar ökumaðurinn fer út úr bílnum birtist áminning um að líta á aftursætin í mælaborðinu.

Kynntu þér öryggisbúnaðinn.

  1. Þegar kveikt er á þjóðvegaakstursaðstoð og snjallhraðastilli með tengingu við leiðsögn og bíllinn ekur á tilgreindum hámarkshraða mun bíllinn sjálfkrafa skipta yfir í AUTO-stillinguna í þjóðvegaakstursaðstoðinni. Þessi eiginleiki stýrir hraða bílsins út frá aðstæðum á veginum og í umferðinni hverju sinni og notar til þess upplýsingar úr leiðsögukerfinu.
  2. Þessi eiginleiki er byggður á tiltækum gögnum úr leiðsögukerfinu, ef gögn vantar eða þau eru röng er mögulegt að þetta endurspegli ekki núverandi aðstæður. Gættu þess að fylgjast með akstursskilyrðum og hraðatakmörkunum á hverjum stað fyrir sig, jafnvel þegar kveikt er á kerfinu.

Óska eftir símtali frá söludeild Hyundai

Bóka þjónustu

Bóka reynsluakstur

Vinsamlegast athugið:
Hafa skal gilt ökuskírteini meðferðis þegar mætt er í reynsluakstur.