Þegar þú gefur stefnuljós birtist mynd af sömu hlið Hyundai-bílsins á mælaskjánum, sem tryggir þér bestu yfirsýnina og útrýmir öllum blindsvæðum.
Við fjárfestum gríðarlega í rannsóknum og prófunum til að geta gert allar okkar bílgerðir enn öruggari.
Hyundai er leiðandi í öryggismálum með nýstárlegum akstursaðstoðarkerfum sínum og víðtækum öryggisbúnaði í hverjum einasta bíl. Rannsóknarstarfsfólk okkar er sífellt með augun opin fyrir nýjum leiðum til að auka öryggi við akstur. Þetta eru nokkur dæmi um nýjar lausnir frá þeim.
Þegar þú gefur stefnuljós birtist mynd af sömu hlið Hyundai-bílsins á mælaskjánum, sem tryggir þér bestu yfirsýnina og útrýmir öllum blindsvæðum.
Greinir ökutæki sem nálgast að aftanverðu, gefur frá sér viðvörun og læsir dyrunum í 1. og 2. sætaröð tímabundið til að farþegar geti aðeins stigið út úr bílnum þegar það er óhætt.
Kerfið notar úthljóðsnema til að tryggja að enginn verði skilinn eftir: Ef hreyfing greinist í aftursætinu þegar þú ferð út úr bílnum birtast skilaboð í mælaborðinu. Ef kerfið skynjar hreyfingu eftir að ökumaður fer út flautar það, blikkar ljósunum og sendir tilkynningu í snjallsímann þinn.
Þessi nýstárlegi loftpúði var fyrst kynntur til sögunnar í nýja Tucson-bílnum; hann kemur í veg fyrir að farþegar í fyrstu sætaröð skelli saman við árekstur og dregur því verulega úr hættu á meiðslum.
Sjálfvirkur akstur með nýjustu tækninni. Þjóðvegaakstursaðstoð II með annars stigs sjálfvirkri öryggistækni, sem stjórnar hraða og fjarlægðum og aðstoðar við akreinaskipti.1
Skynjar ökutæki sem nálgast frá hlið á gatnamótum og aðstoðar sjálfkrafa við neyðarhemlun ef hætta er á árekstri.
Þegar tekið er fram úr á tveggja akreina vegi aðstoðar FCA-árekstraröryggiskerfið við stýringu ef hætta er á árekstri við ökutæki úr gagnstæðri átt.
Hver einasti Hyundai þarf að standast ítarlegar og staðlaðar árekstrarprófanir til að tryggja að farþegar í öllum bílum séu varðir ef árekstur á sér stað.
Treystu okkur – og fleirum en okkur. Hyundai-bílar gangast reglulega undir yfirferðir og prófanir af hálfu óháðra aðila sem staðfesta öryggisstaðla bílanna.
Nánari upplýsingar um háþróuð og rafknúin öryggiskerfi Hyundai sem afstýra slysum
Nánari upplýsingar um það hvernig bílarnir okkar eru byggðir til að þola högg og vernda farþegana um borð
1
Þegar kveikt er á þjóðvegaakstursaðstoð og snjallhraðastilli með tengingu við leiðsögn og bíllinn ekur á tilgreindum hámarkshraða mun bíllinn sjálfkrafa skipta yfir í AUTO-stillinguna í þjóðvegaakstursaðstoðinni. Þessi eiginleiki stýrir hraða bílsins út frá aðstæðum á veginum og í umferðinni hverju sinni og notar til þess upplýsingar úr leiðsögukerfinu.
2
Heimild: https://www.euroncap.com/en
Höfundarréttur © 2024 Hyundai á Íslandi. Allur réttur áskilinn.