N Line

N Line – sportlegt yfirbragð.

Eftirtektarverðir hönnunarþættir N-línunnar endurspegla kraftmikla aksturseiginleika bílsins. Auk úrvals sérsniðinna hönnunaratriða býður i10 N Line einnig upp á sportlegri akstursupplifun með öflugri 100 hestafla vél.

Ytra byrði

Kraftmikill og afgerandi. Frá öllum hliðum.

Það dylst engum að i10 N Line sækir innblástur í akstursíþróttir. Uppfærð hönnunaratriði á ytra byrði fela í sér sérstakt N-grill og -stuðara með kraftmiklu útliti í ætt við hinn byltingarkennda i30 N. Skásett LED-dagljós og sérhannaðar 16 tommu álfelgur undirstrika sérkenni hönnunarinnar og sportlegt yfirbragðið.

your 360 images

N Line-stuðari og -grill.

Uppfærð hönnun framendans skartar sportlegum stuðara og hlífðarplötu og sérhannað N Line-grillið með rauðum áhersluatriðum setur svo punktinn yfir i-ið.

Einstök LED-dagljós.

Skásett LED-dagljósin og endurhönnuð margspegla LED-aðalljósin hafa sterka sportlega skírskotun og ljóma dag og nótt.

Áræðin ný ljósahönnun.

Uppfærða afturljósasamstæðan er með endurhönnuð, einkennandi LED-ljós sem gerir útlitið einstaklega kraftmikið auk þess að bæta útsýnið.

Hannaðu þína útgáfu.

Þú hefur val um sex liti á ytra byrði og tvílitt þak sem fæst í svörtu til að hanna þinn eigin bíl.

Innanrými

Sportleiki í hæstu hæðum.

Sestu niður í uppfært ökumannsrými i10 N Line og þú finnur tafarlaust fyrir tengingunni við akstursíþróttir. Sérhannað N Line-stýrið og gírskiptingin eru skreytt með rauðum loftopahringjum í mælaborðinu sem er með svartri áferð. Sportleg sætin veita betri stuðning fyrir kraftmikinn akstur. Nýja útlitið er með skemmtilegu mynstri með rauðum röndum og rauðum áherslusaumi.

Leðurklætt N Line-stýri.

N Line-stýrið er klætt götuðu leðri með rauðum áherslusaum og sportlegum málmörmum.

Kraftmikil áhersluatriði í rauðu.

Innanrýmið er einnig skreytt rauðum loftopshringjum, skemmtilegu mynstri með rauðum röndum og rauðum áherslusaumi á sportsætunum.

Sportleg málmfótstig.

Sportleg málmfótstig auka á kraftmikla akstursupplifunina. Þau eru með burstaðri málmáferð með stömu gúmmíi til að ná betri stjórn.

Sportleg N Line-gírskipting.

N Line-gírskiptingin er með sportlegum málmskreytingum, rauðri línu og leðurinnfellingum sem gefa betra grip og akstursíþróttaupplifun.

Afköst

Hleyptu lífi í aksturinn með aksturseiginleikum N Line.

i10 N Line er í boði með einstakri þriggja strokka, 100 ha., 1,0 lítra T-GDi-vél og 172 Nm af togi eða 1,2 lítra fjögurra strokka MPi-vél með 84 hö. og 118 Nm af togi. Báðar útfærslur eru í boði með fimm gíra beinskiptingu. Að auki er sportlega 1,0 lítra T-GDi-vélin með sérstillta fjöðrun og stýrisíhluti sem gera bílinn enn liprari og viðbragðsfljótari.

1,0 lítra T-GDi bensínvél.

Þriggja strokka, 1,0 lítra T-GDi bensínvélin í i10 N Line skilar 74 kW (100 ha.) hámarksafli við 4500 sn./mín.

Eldsneytisnotkun (prófun í blönduðum akstri) fyrir Hyundai i10 N Line með 1,0 lítra T-GDi vél í l/100 km: 5,4. Losun koltvísýrings (prófun í blönduðum akstri) í g/km: 123 (WLTP-prófun).
Öll WLTP-gildi eru hér.

Kynntu þér Hyundai N Line.

Þessi útlitsútfærsla er fyrir sportlegu hliðina á þér sem kann að meta kraftmikinn stíl og akstursíþróttir.

i20 N Line.

Hönnun i20 N Line einkennist af kraftmiklu innanrými og ytra byrði sem grípur augað. Hann hefur yfirbragð kraftmikils sportbíls án þess að það hafi áhrif á öryggi og sparneytni.

i30 N Line.

Aðdáendur kraftmikils N Line-útlits eru spenntir fyrir hönnunaruppfærslum á nýjum i30 Hatchback N Line.

KONA N Line.

KONA N Line er með einkennandi vélarhlíf og framstuðara sem grípa augað og vekja athygli á fallegu flæði yfir í samlita klæðninguna á brettaköntum.

TUCSON N Line.

Hinn áberandi Hyundai TUCSON í kraftmikilli N Line-útlitsútfærslu sem sækir innblástur í akstursíþróttir.

Kynntu þér Hyundai i10 betur.

Óska eftir símtali frá söludeild Hyundai

Bóka þjónustu

Bóka reynsluakstur

Vinsamlegast athugið:
Hafa skal gilt ökuskírteini meðferðis þegar mætt er í reynsluakstur.