Búnaður

Öryggi, tenging og afköst.

Alhliða öryggis- og tengimöguleikapakki i10 gefur hugtakinu lítill borgarbíll nýja merkingu.

Tengimöguleikar

Bluelink®-tenging.

Stjórnaðu i10 með snjallsímanum – eða með röddinni. Bluelink Connected Car Services býður upp á hnökralausa tengingu með nettengdri raddstýringu og búnaði sem gerir aksturinn þægilegri og ánægjulegri. Ókeypis þriggja ára áskrift að Hyundai LIVE Services fylgir með leiðsögukerfi á 8" skjá, þar á meðal tvær ókeypis þráðlausar hugbúnaðaruppfærslur á kortum og upplýsinga- og afþreyingarkerfi á hverju ári. Þar er boðið upp á upplýsingar um umferð í rauntíma, veður og áhugaverða staði, sem og viðvaranir um hraðamyndavélar þar sem slíkt er leyft í lögum.

Bluelink® Connected Car Services.

Bluelink® býður upp á hnökralausa tengimöguleika og snjalleiginleika sem auðvelda þér aksturinn.

Afköst

Sparneytnar aflrásir fyrir innan- sem utanbæjaraksturinn.

Þú getur valið á milli tveggja bensínvéla: 67 ha. 1,0 lítra, þriggja strokka vél og 84 ha. 1,2 lítra, fjögurra strokka vél. Báðar vélarnar eru í boði með vali á milli tveggja gírskiptinga. ECO-pakki er einnig í boði, með sérstilltu gírhlutfalli, fjórum sætum og 14 tommu felgum til að tryggja hámarkssparneytni.

Hálfsjálfvirk beinskipting.

Fimm gíra hálfsjálfvirk beinskiptingin skiptir sjálfvirkt á milli gíra eins og hefðbundin sjálfskipting en býður upp á meiri sparneytni. Þetta næst með minni þyngd hennar og minni núningi samanborið við hefðbundnar sjálfskiptingar.

Njóttu minni eldsneytisnotkunar með hárnákvæmum rafrænum skiptingum og mikilli vélrænni skilvirkni. Ekkert afl glatast vegna óskilvirkra skiptinga.

Mikil mýkt. Gírskiptingin er alsjálfvirk. Stöðug notkun kúplingsfótstigsins og gírstangarinnar í mikilli umferð er úr sögunni.

Vilt þú sjá um gírskiptinguna? Ekkert mál. Handvirk skipting gerir þér kleift að velja þitt eigið aksturslag, án þess að þurfa að vera á kúplingunni.

Fimm gíra beinskipting.

Mjúkur fimm gíra gírkassinn er hannaður fyrir snögga og nákvæma gírskiptingu.

Meiri orka skilar aukinni sparneytni með ERS-endurnýjunarkerfi orku.

ERS-endurnýjunarkerfi orku í i10 fangar hreyfiorku sem myndast við akstur áfram og notar hana til að knýja bílinn. Þegar þú tekur fótinn af inngjöfinni og lætur bílinn renna í gír breytir kerfið hreyfiorkunni í rafmagn og leiðir það í rafgeyminn. Þegar þú eykur hraðann notar ERS-endurnýjunarkerfið þetta rafmagn til að knýja rafkerfi bílsins og dregur þannig úr álagi á vélina og eykur sparneytnina.

Þægindi

Nýttu sveigjanleikann til að njóta lífsins.

Þessi rúmgóði og fjölhæfi borgarbíll gerir þér kleift að sinna því sem annríki hversdagsins leggur fyrir þig. Þannig hefurðu nægt farangursrými og sveigjanleika til að lifa lífinu, hvort sem þú þarft að koma stórinnkaupunum fyrir eða farangrinum fyrir sumarbústaðarferðina. Þá kemur þú einnig til með að njóta góðs af fjölbreyttum og hagnýtum búnaði og sveigjanlegri farangursgeymslu, sem er með þeim stærri í flokki sambærilegra bíla.

Sveigjanleg og rúmgóð farangursgeymsla.

Farangursgeymslan er 252 lítrar og ein sú stærsta í flokki sambærilegra bíla, auk þess að vera mjög sveigjanleg. Þegar aftursætin eru lögð niður er hún orðin 1050 lítrar.

Þráðlaus hleðsla.

Á miðstokknum er haganlega staðsettur þráðlaus hleðslubakki þar sem þú getur hlaðið Qi-samhæfa snjallsíma þráðlaust.

USB-C-tengi við fram- og aftursæti.

Nýttu þér ofurhraða hleðslu og almennt samhæfi USB-C-tengis fremst og aftast í i10. Að framan er einnig USB-A-tengi fyrir gagnaflutning.

Öryggi

Hyundai Smart Sense

Með Hyundai Smart Sense, hugvitssamlega akstursaðstoðarkerfinu okkar, býður i10 upp á einn af bestu akstursöryggispökkunum í sínum flokki – sem staðalbúnað – sem er sérhannaður til að tryggja þér aukið öryggi og hugarró. Fjölnota myndavél er með sex mismunandi eiginleika: FCA-árekstraröryggiskerfi, háljósaaðstoð, akreinastýringarkerfi, athyglisviðvörun og hraðatakmörkun. Nú fylgir akreinaaðstoð einnig með.

Háljósaaðstoð.

Greinir ökutæki úr gagnstæðri átt og ökutæki fram undan og skiptir sjálfkrafa á lágu ljósin. Þegar engin ökutæki greinast lengur er aftur kveikt á háljósunum til að hámarka útsýnið.

Viðvörun um farþega í aftursæti.

Greinir ef afturdyr voru opnaðar eða þeim lokað áður en bíllinn var settur í gang og minnir ökumann á að athuga aftursætin áður en hann fer úr bílnum.

Kynntu þér Hyundai i10 betur.

Óska eftir símtali frá söludeild Hyundai

Bóka þjónustu

Bóka reynsluakstur

Vinsamlegast athugið:
Hafa skal gilt ökuskírteini meðferðis þegar mætt er í reynsluakstur.