Búnaður

Tækni sem breytir öllu.

Í þessum rafbíl koma saman frábær afköst, fjölbreytt úrval hugvitsamlegrar tækni og allt að 481 km akstursdrægni. Þetta er bíll sem kemur þér lengra með hraðari hleðslu og rennilegum stíl.

Afköst

Framtíð rafknúinna samgangna er runnin upp.

Hér fer ný gerð bíls sem býður upp á frábær afköst, hrífandi hönnun og einstaka aksturseiginleika ásamt 800 V rafhlöðukerfi sem skilar ofurhraðri hleðslu, allt byggt á glænýju byggingarlagi sem markar þáttaskil í orkuskiptunum.

IONIQ 5 skilar sportlegri hröðun: fer úr 0 í 100 km/klst. á aðeins 5,2 sekúndum í aldrifsútfærslunni sem búin er langdrægri rafhlöðu.

""

Glæný tækni Hyundai skilar IONIQ 5 allt að 507 kílómetra drægi þegar hann er búinn afturhjóladrifi og langdrægri rafhlöðu.

IONIQ 5 býður upp á frábæra aksturseiginleika og sportleg afköst með 185 km/klst. hámarkshraða.

Afkastamikil 800 volta tækni.

IONIQ 5 er einn af fyrstu bílunum sem framleiddir eru með 800 V rafhlöðukerfi. Hleðslan tekur mjög stuttan tíma, afköstin eru mikil og hnökralaus og fullkomið jafnvægi er á milli þyngdar og rýmis.

Einn rafmótor og tveir rafmótorar.

Í boði með aldrifi með tveimur rafmótorum eða tvíhjóladrifi með einum rafmótor.

Rafknúið aldrif (HTRAC).

HTRAC-aldrif Hyundai skilar IONIQ 5 góðri akstursgetu í torfærum og tryggir að þú kemst leiðar þinnar óháð aðstæðum.

Stillanleg endurheimt hemlaorku.

Hámarksdrægni í akstri. Skiptirofar gera þér kleift að stilla endurheimt hemlaorku til að nota rafmótorinn til að hægja á bílnum og hlaða rafhlöðuna.

Rafbílabyggingarlag

E-GMP vísar leiðina inn í öld rafbílanna.

IONIQ 5 er fyrsti bíllinn sem byggður er með E-GMP (Electric-Global Modular) undirvagni Hyundai. Þetta sérstaka rafbílabyggingarlag býður upp á hraðari hleðslu, aukna akstursdrægni, rúmbetra innanrými og betri stjórn. Staðsetning rafhlöðupakkans innan hjólhafsins tryggir bestu mögulegu þyngdardreifingu á milli framhluta og afturhluta og lága þyngdarmiðju sem skilar sér í betri stjórn.

Play Video

Hleðsla

Framúrskarandi hleðsluafköst.

Hægt er að hlaða heima við yfir nótt eða bæta á hleðsluna á næstu hraðhleðslustöð á örfáum mínútum. IONIQ 5 býður upp á fjölbreytta hleðslumöguleika, allt eftir því hvernig rafmagn er á heimilinu eða hvernig hraðhleðslustöðvum þú hefur aðgang að. Bíllinn er búinn nýju 800 V rafhlöðukerfi sem býður upp einn hraðasta hleðslutímann í dag og er auk þess samhæft 400 V hleðslu og hleðslu með riðstraumi.

Fjölhleðslukerfi.

Fyrsta einkaleyfisvarða tækni Hyundai styður bæði 400 V og 800 V hleðslustöðvar án sérstakra viðbótaríhluta eða millistykkja.

800 V rafhlöðukerfi IONIQ 5 býður upp á hleðslu fyrir 100 km akstur á fimm mínútum! Kerfið styður hleðslu upp í allt að 220 kW með jafnstraumi á leifturhleðslustöð sem skilar hleðslu úr 10% í 80% á 18 mínútum.

Hleðsla heima við yfir nótt eða áfylling á bílastæði matvörubúðarinnar. Öflugur innbyggður 11 kW hleðslubúnaður býður upp á sveigjanleika við riðstraumshleðslu.

Stoppaðu stutt við á hraðhleðslustöðvum. 400 V og 800 V tækni býður upp á sveigjanleika með notkun mismunandi hleðslubúnaðar.

Rafknúinn hversdagsakstur.

Kynntu þér frekari upplýsingar um hleðslutíma, uppsetningu heimahleðslustöðva, snúrur og klær og hvað það kostar að eiga og reka rafbíl.

Þægindi

Kraftmikill en þægilegur akstur.

IONIQ 5 endurskilgreinir aksturinn með fjölbreyttu úrvali hagnýts búnaðar sem er jafnt einstakur sem hugvitsamlegur og ánægjulegur í notkun. IONIQ 5 styður einnig við sjálfbæran lífsstíl með V2L-búnaðinum. Hann gerir þér kleift að nota eða hlaða raftæki og rafknúin farartæki, s.s. rafmagnshjól, -hlaupahjól og útilegubúnað, bæði á ferð og í kyrrstöðu.

Hlaðið í bílnum.

V2L-hleðslubúnaður IONIQ 5 hefur innbyggða 230 V kló. Þú getur notað hann til knýja eða hlaða hvaða rafbúnað sem er sem hefur allt að 3,6 kW rafhlöðu.

Hlaðið annars staðar.

Með straumbreyti sem tengdur er við hleðslutengið að utan er hægt að hlaða búnað með að allt að 3,6 kW rafhlöðu þótt búið sé að drepa á bílnum.

Slide
Sjálfvirk tveggja svæða loftkæling.

Eftir þínum þörfum. Bæði ökumaður og farþegi í framsæti geta stillt hitastig fyrir sig. Þú velur hitastigið og kerfið sér um allt hitt.

Slide
Mikið stillanleg rafdrifin sæti.

Láttu fara vel um þig. Framsætin eru með átta stefnustillingum og er hægt að leggja alveg aftur með einum smelli, fullkomið fyrir orkublundinn. Stuðningur við kálfa lyftist upp þegar sætisbakið er í neðstu stöðu. Aftursætin eru einnig rafdrifin.

Slide2
Farangursrými að framan og aftan.

Við nýttum plássið sem bensínvélin skildi eftir sem viðbótargeymslu fyrir farangur. Önnur farangursgeymsla að framan býður upp á 57 lítra aukafarangursrými.

Slide2
Rúmgott farangursrými.

Farangursgeymsla IONIQ 5 er 527 lítrar og hægt er að stækka hana í 1600 lítra þegar búið er að leggja aðra sætaröðina niður. Einnig er hægt að renna annarri sætaröðinni fram um 135 mm og leggja sætin niður með 6:4 skiptingu þegar þörf er á auknum sveigjanleika.

Slide3
Rafknúinn afturhleri – algerlega handfrjáls.

Rafknúinn afturhlerinn opnast sjálfkrafa þegar snjalllykillinn greinist nærri í þrjár sekúndur. Þetta er sérlega hentugt þegar þú ert með báðar hendur fullar eftir verslunarferðir.

Slide3
Loftunarop fyrir aftursæti.

Sérstök loftunarop fyrir farþega í aftursæti auka þægindi í lengri ferðum.

previous arrow
next arrow

Tengimöguleikar

Tenging eftir þínum þörfum.

IONIQ 5 er búinn stórkostlegu úrvali snjalltækni sem býður upp á endalausa tengimöguleika. Nýjasta tengitækni á borð Bluelink Connected Car Services gerir þér kleift að stjórna bílnum með snjallsímanum – eða raddskipunum. Ókeypis þriggja ára áskrift að Hyundai LIVE Services fylgir einnig með leiðsögukerfinu.

Stafrænn 12,25" mælaskjár.

Stafrænn 12,25" mælaskjár birtir nauðsynlegar upplýsingar á borð við hraða og hleðslustöðu rafhlöðunnar þar sem þú sérð þær best: að framan og fyrir miðju.

12,25" snertiskjár.

12,25" skjár veitir einfaldan aðgang að öllum tengimöguleikum fyrir hita- og loftstýringu. Öll stjórntæki er snertistýrð til að skapa snyrtilegt og nútímalegt útlit.

Vandað BOSE-hljóðkerfi.

Vandað BOSE-hljóðkerfi skilar kristaltæru hljóði í gegnum átta sérstillta, kraftmikla hátalara.

Hraðhleðslutengið í miðstokknum býður upp á aukið öryggi með kælibúnaði sem kemur í veg fyrir að snjallsímar ofhitni.

Þessi búnaður hringir sjálfkrafa í neyðaraðstoð ef þú lendir í slysi og loftpúðarnir fara í gang. Þú getur líka ýtt á SOS-hnappinn til að óska eftir neyðaraðstoð hvenær sem er, alla daga ársins.

Bíllinn er með 12 V rafmagnsinnstungu og tvö USB-hleðslutengi að framan, þar af eitt sem styður gagnaflutning. Við aftursætin eru tvö USB-hleðslutengi.

Bluelink® Connected Car Services.

Stjórnaðu bílnum með snjallsímanum – eða með röddinni. Nýjasta Bluelink-uppfærslan gerir þér kleift að fullnýta kosti Connected Car Services. Þá gerir Bluelink-forritið þér kleift að stjórna ótal snjöllum eiginleikum. Leiðsögukerfinu fylgir einnig þriggja ára áskrift að Huyndai LIVE Services með upplýsingum um umferð, bílastæði og hleðslustöðvar í rauntíma.

Slide
Tengt leiðaval.

Akstursleiðir eru reiknaðar út á öflugum netþjóni í Bluelink®-skýinu. Þetta tryggir að hægt að spá með meiri nákvæmni fyrir um umferð, fá nákvæmari komutíma og gera áreiðanlegri endurútreikninga á leiðum.

Slide
Leit að hleðslustöð.

Gagnagrunnur leiðsögukerfis okkar hefur verið stækkaður þannig að nú sýnir hann fleiri hleðslustöðvar á kortinu, sýna hverjar eru lausar og hvað hleðsla á hverri stöð mun nokkurn veginn taka. Þú smellir einfaldlega á stöðvartáknið til að sjá hvernig hleðsla er í boði.

Slide2
Upplýsingar um bílastæði í rauntíma.

Vertu fljótari að finna bílastæði – og sparaðu þér tíma og vesen. Þessi eiginleiki hjálpar þér að finna og bera saman bílastæðamöguleika í bílastæðahúsum, á bílastæðum og við götuna.

Slide2
Notendaprófílar.

Vistaðu allt eins og þú vilt hafa það. Nú getur þú vistað kjörstillingar fyrir upplýsinga- og afþreyingarkerfi, t.d. stillingar tungumáls, Bluetooth og leiðsagnar.

Slide3
Raddstýring.

Kveiktu á og stjórnaðu eiginleikum á borð við stillingar miðstöðvar og loftkælingar, upplýsinga- og afþreyingarkerfi, hitun hliðarspegla og hita í stýri með raddskipunum.

previous arrow
next arrow

Bluelink®-snjallsímaforritið.

Stjórnaðu bílnum þínum beint úr lófanum. Bluelink-forritið tengir þig við bílinn í gegnum snjallsímann til að gera þér kleift að læsa hurðunum, athuga hleðslustöðu rafhlöðunnar, forhita bílinn á köldum dögum og ótalmargt fleira. Lestu áfram til að fá frekari upplýsingar.

Öryggi

Nýjustu öryggis- og akstursaðstoðarkerfi.

Njóttu hámarksöryggis og þæginda með fyrsta flokks öryggis- og akstursaðstoðarbúnaði Hyundai-línunnar. Með háþróuðum Hyundai SmartSense-akstursaðstoðarkerfum er IONIQ 5 búinn nýjasta öryggis- og akstursaðstoðarbúnaðinum til að tryggja enn meiri hugarró. IONIQ 5 er einnig fyrsti bíllinn frá Hyundai sem er búinn annars stigs sjálfvirkri öryggistækni.

Háþróaður sjónlínuskjár.

Háþróaður sjónlínuskjárinn vísar þér veginn á öruggan máta með upplýsingum á borð við leiðsögn og viðvaranir í beinni sjónlínu á veginn.

Annars stigs sjálfvirkur akstur.

IONIQ 5 er búinn þjóðvegaakstursaðstoð II og er þar með fyrsti bíllinn frá Hyundai með annars stigs sjálfvirkri öryggistækni, sem stjórnar hraða og fjarlægðum og aðstoðar við akreinaskipti.

Umhverfismyndavélakerfi.

Er stæðið þröngt? Er lítið pláss á bílaþvottastöðinni? Ekkert mál. Umhverfismyndavélakerfið býður upp á 360 gráðu yfirsýn og auðveldar tilfærslu í þröngum rýmum til muna.

Aukið öryggi með sjö loftpúðum.

IONIQ 5 er búinn sjö loftpúðum, þar á meðal hliðarpúða í miðstokki til að draga úr hættu á meiðslum við það að höfuð farþega skelli saman.

Nú sérðu hvað er að gerast til vinstri og hægri fyrir aftan bílinn á skjá á stafræna mælaborðinu. Myndavélarnar verða virkar þegar stefnuljósin eru sett á við akreinaskipti.

Aðstoð við örugga útgöngu.

Þessi hugvitssamlegi eiginleiki kemur í veg fyrir slys með því að greina ökutæki sem nálgast aftan frá og læsa afturhurðunum tímabundið með barnalæsingu þannig að farþegar komist einungis út úr bílnum þegar það er óhætt.

Háljósaaðstoð (HBA).

Greinir ökutæki úr gagnstæðri átt og ökutæki fram undan og skiptir sjálfkrafa á lágu ljósin. Þegar engin ökutæki greinast lengur er aftur kveikt á háljósunum til að hámarka útsýnið.

Kynntu þér nýjan IONIQ 5 nánar.

1 Raforkunotkun fyrir IONIQ 5 58 kWh (tvíhjóladrif): Blandaður akstur 16,7 kWh/100 km; akstursdrægni á rafmagni: 384 km; losun koltvísýrings í blönduðum akstri: 0 g/km; koltvísýringsflokkur: A+ (WLTP-prófun).
2 Raforkunotkun fyrir IONIQ 5 77,4 kWh (aldrif): Blandaður akstur 17,7 kWh/100 km; akstursdrægni á rafmagni: 481 km; losun koltvísýrings í blönduðum akstri: 0 g/km; koltvísýringsflokkur: A+ (WLTP-prófun).
3 Raforkunotkun fyrir IONIQ 5 77,4 kWh (tvíhjóladrif): Blandaður akstur 16,8 kWh/100 km; akstursdrægni á rafmagni: 507 km; losun koltvísýrings í blönduðum akstri: 0 g/km; koltvísýringsflokkur: A+ (WLTP-prófun).
4 Raforkunotkun fyrir IONIQ 5 58 kWh (aldrif): Blandaður akstur 18,1 kWh/100 km; akstursdrægni á rafmagni: 360 km; losun koltvísýrings í blönduðum akstri: 0 g/km; koltvísýringsflokkur: A+ (WLTP-prófun).
5 Hleðslutími ræðst af hleðsluskilyrðum, þar á meðal gerð og ástandi hleðslutækis, hitastigi rafhlöðu og umhverfishitastigi.

Óska eftir símtali frá söludeild Hyundai

Bóka þjónustu

Bóka reynsluakstur

Vinsamlegast athugið:
Hafa skal gilt ökuskírteini meðferðis þegar mætt er í reynsluakstur.