Hönnun

Hönnun hugmyndabíls fyrir fjöldann.

IONIQ 5 endurspeglar tæra og nýstárlega nálgun við hönnun rafbíla þar sem rómað útlit 45 hugmyndabílsins er útfært fyrir evrópskar götur. Velkomin í hönnun hugmyndabíls fyrir fjöldann. Njótið.

Play Video

Ný samgönguupplifun fyrir nýjar kynslóðir – það var markmiðið frá upphafi þessa verkefnis.

Ytra byrði

Afgerandi. Einstakt. Tært.

Tær hönnun IONIQ 5 ber með sér ferska sýn á rafbíla þar sem einfaldleikinn ræður ríkjum með stílhreinum línum og fyrirferðarlitlum búnaði. Einstök skellaga vélarhlífin nær yfir alla breidd bílsins til að fela bil á milli þilja og skapa tært, hátæknilegt útlit. LED-ljósin eru með einkennandi margskiptum ljósum og einstakri hönnun sem kemur til með að prýða allar gerðir IONIQ í framtíðinni.

your 360 images

V-laga form afmarka framstuðarann og geyma falin ljós sem skila einkennandi lýsingu.

Fallegt mynstur á hliðum er undirstrikað með sjálfvirkum innfelldum hurðarhúnum sem einnig falla að snyrtilegu útlitinu og straumlínulögun.

Hrífandi hönnun afturstuðara og afturhlera kallast á við einkennandi ferhyrnda lögun margskiptra afturljósanna.

Slide
Sjálfvirk loftinntök.

Sjálfvirkt loftspjald sem innfellt er í framstuðara skapar hátæknilegt yfirbragð að framan um leið og það skilar betri orkunýtingu þegar það er í lokaðri stöðu og kælir íhluti bílsins þegar það er í opinni stöðu.

Slide
Framstuðari.

Framstuðarinn afmarkast af einkennandi V-laga formum og skásettar innfellingarnar, sem eiga uppruna sinn að rekja til Sensuous Sportiness-hönnunarauðkenna, undirstrika hámarksorku og gefa tilfinningu fyrir stærð.

Slide
Skellaga vélarhlíf.

Slétt og samfelld hönnun þar sem áhersla er lögð á látleysi. Skellaga vélarhlífin, sú fyrsta frá Hyundai, nær yfir alla breidd bílsins til að fela bil á milli þilja og skapa tært, hátæknilegt útlit.

Slide2
Einkennandi Z-laga mynstur.

Nákvæmlega unnir yfirborðsfletir og lögun IONIQ 5 gefa honum skarpt útlit með rúmfræðilegri dýpt. Mynstur að framan og aftan sameinast á hurðamótum og mynda afgerandi Z-laga mynstur.

Slide2
Innfelldir hurðarhúnar.

Innfelldir hurðarhúnarnir eru rennilegir og straumlínulagaðir og undirstrika hátæknilegt útlit IONIQ 5. Snertiskynjarar ýta hurðarhúnunum sjálfkrafa út þegar á þarf að halda.

Slide2
Kröftugt yfirbragð.

Sportlegar útlínur, með stuttri vélarhlíf og aflíðandi þaklínu, falla saman við hallandi C-stoð og veita tilfinningu fyrir hraða sem undirstrikuð er með sterkbyggðri umgjörð um rúður.

Slide3
Sérhannaðar álfelgur.

Straumlínulöguð hönnun 19" og 20" felganna kallast á við sparneytna hönnunina með rafmögnuðu yfirbragði sem fellur fullkomlega að rennilegum útlínunum.

Slide3
Endurskin að aftan.

Endurskinið að aftan er innblásið af klassískum rafeindabúnaði og gefur afturhluta IONIQ 5 einkennandi yfirbragð.

Slide3
Straumlínulöguð vindskeið.

Vindskeið að aftan er enn ein útfærsla Sensuous Sportiness-hönnunarstefnu Hyundai og straumlínulögun hennar skilar sportlegri tilfinningu í akstri.

previous arrow
next arrow

Lýstu upp myrkrið með 256 ljósdeplum.

Sýndu þig og sjáðu aðra. Punkturinn yfir i-ið á fallegum framhlutanum eru einkennandi LED-aðalljós með 256 ljósdeplum.

Bjartur yfirlitum að aftan.

LED-ljósahönnunina er einnig að finna á afturhlutanum þar sem margskipt ljós eru felld inn í rétthyrnd afturljósin.

Litir.

Hægt er að velja á milli níu lita á ytra byrði, þar á meðal fimm lita sem innblásnir eru af litbrigðum náttúrunnar og eru sérhannaðir fyrir IONIQ 5. Tvo af litunum er hægt að fá með mattri áferð.

Litavalkostir.

Innanrými

Lífið, aksturinn, vinnan, afslöppunin.

Í innanrými IONIQ 5 verða mörkin á milli híbýla og ferðarýmis óljós. Rafbílshönnunin gerði okkur kleift að endurskapa innanrýmið á glænýjan máta. Stórt, flatt gólf, einstaklega stillanlegt framsæti, sem hægt er að halla alveg aftur, og miðstokkur sem hægt er færa um farþegarýmið bjóða upp á einstaka upplifun.

Rennilegt mælaborðið er búið tveimur samþættum skjáum: 12,25" snertiskjár fyrir upplýsinga- og afþreyingarkerfið og 12,25" stafrænn mælaskjár sem fullkomnar hátæknilegt yfirbragðið.

Allt sem þú þarft í seilingarfjarlægð. Falleg skiptistöng situr á stýrissúlunni. Hraðvirk, einföld og nákvæm í notkun.

Stjórnað með fingurgóminum. Þú getur á auðveldan máta stillt hversu mikið hemlaafl er endurheimt með skiptirofunum á stýrinu.

Fullkominn fyrir orkublundinn.

Njóttu einstakra þæginda í framsætum sem hægt er að halla alveg aftur. Með einum hnappi geturðu hallað þér aftur og hlaðið batteríin meðan á hleðslu stendur.

Rafdrifin aftursæti.

Farþegar í aftursætunum fara ekki varhluta af þægindunum. Hægt er að halla aftursætunum handvirkt og renna þeim fram og aftur um allt að 135 mm með rafdrifnum búnaði.

Hreyfanlegur miðstokkur.

Lagaðu innanrýmið að þínum þörfum. Þú getur rennt miðstokknum aftur að aftursætunum til að börnin geti notað hann sem nestisborð eða skrifborð.

Þægindi í aftursætum.

Farþegar í annarri sætaröð geta einnig notað búnað miðstokksins, a borð við glasahaldara, 15 vatta þráðlausa hleðslu fyrir síma og USB-tengi.

Vistvænt innanrými og litir sem innblásnir eru af náttúrunni.

Sjálfbærni er grunnurinn að sýninni á bak við IONIQ-vörumerkið, eins og sjá má í notkun vistvænna efna í innanrými og lita sem innblásnir eru af náttúrulegum litbrigðum. Sæti, loftklæðning, hurðarklæðning, gólf og armhvílur eru úr efnum sem framleidd eru á sjálfbæran máta, svo sem: endurunnum plastflöskum, plastgarni sem unnið er úr plöntum og náttúrlegri ull, leðri sem unnið er vistvænt með plöntuþykkni og lífrænni málningu með plöntuþykkni.

Slide
Dökkgrænt/
dúfnagrátt innanrými.

Hægt er að velja á milli þriggja litaþema í innanrými. Staðalútfærslan er Obsidian-svört eða steinvölugrá/dúfnagrá en auk þess er hægt að velja dökkgrænan/dúfnagráan pakka.

Slide2
Obsidian-svart innanrými.

Hægt er að velja á milli þriggja litaþema í innanrými. Staðalútfærslan er Obsidian-svört eða steinvölugrá/dúfnagrá en auk þess er hægt að velja dökkgrænan/dúfnagráan pakka.

Slide3
Steinvölugrátt/
dúfnagrátt

Hægt er að velja á milli þriggja litaþema í innanrými. Staðalútfærslan er Obsidian-svört eða steinvölugrá/dúfnagrá en auk þess er hægt að velja dökkgrænan/dúfnagráan pakka.

previous arrow
next arrow

Sjálfbærni

Nýstárleg notkun umhverfisvænna efna.

Umhverfisvæn efni eru mikið notuð í IONIQ 5, t.d. vistvænt unnið leður og endurunnið garn. Ennfremur eru hráefni, sem unnin eru úr sykurreyr, notuð í loftklæðninguna, teppið og sætishlífarnar. Endurvinnanleg lausn sem er falleg á að líta. Hugvitsamleg notkun náttúrulegra efna er dæmi um sjálfbæra nálgun í framleiðsluferlum okkar sem leiðir til þess að framleiðsla IONIQ 5 notast enn minna við vörur sem framleiddar eru úr olíu.

Allt að 32 plastflöskur eru tættar niður og notaðar fyrir hvern IONIQ 5. Tætt plastið er brætt og spunnið í þráð sem skilar sér í fallegu ofnu áklæði.

Sæti, þakklæðning og teppi innihalda lífræn efni sem fengin eru úr sykurreyr og maís auk þess sem leður, sem notað er í innanrými IONIQ 5, er litað með olíu úr hörfræjum.

Hurðarklæðningar og árekstrarpúðar IONIQ 5 eru máluð með lífrænni málningu sem inniheldur olíur úr plöntum á borð við repjublóm og maís.

Notkun endurunninna plastflaskna getur hvatt fólk til að leiða hugann að þeim vörum sem alla jafna er fleygt en væri hægt að nýta til að búa til eitthvað nýtt. Best væri þó að plastflöskurnar væru einfaldlega ekki framleiddar.

Hver einasti IONIQ 5 inniheldur:

af sykurreyr og mismunandi gerðum maís.

af ull.

af hörfræolíu.

endurunnar plastflöskur.

af endurvinnanlegum pappír.

Ákall til þín um að taka þátt í að skapa sjálfbærari heim.

Verkfræðingar og hönnuðir sem komu að þróun IONIQ 5 fannst þeir skyldugir til að gera allt sem í þeirra valdi stóð til að vera drifkraftur breytinga í heiminum. Með því að nota umhverfisvæn og náttúruleg efni þurfti t.d. að nota minna af efnum sem unnin eru úr olíu í IONIQ 5. Nú átt þú leik.

Play Video

Kynntu þér IONIQ 5 nánar.

Óska eftir símtali frá söludeild Hyundai

Bóka þjónustu

Bóka reynsluakstur

Vinsamlegast athugið:
Hafa skal gilt ökuskírteini meðferðis þegar mætt er í reynsluakstur.