Búnaður

Setur ný viðmið.

Nýr Tucson Hybrid setur ný viðmið í flokki sambærilegra bíla með glæsilegu úrvali af fyrsta flokks snjalltækni. Njóttu nýjustu tengimöguleikanna, besta öryggisbúnaðarins í flokki sambærilegra bíla ásamt framúrskarandi akstursaðstoðarkerfum.

Afköst

Rafmögnuð skilvirkni og akstursánægja.

Tucson Hybrid er knúinn með 1,6 lítra T-GDI SmartStream-bensínvél og 44,2 kW rafmótor, með 1,49 kWh LiPo-rafhlöðu. Kerfið býr yfir aflrás, sem er með öflugustu aflrásunum sem eru í boði, og skilar samtals 230 hö. og 350 Nm togi sem þýðir að þú getur notið skemmtilegs aksturs án þess að hafa áhyggjur af eldsneytisnotkun.

Rafmótor.

Öflugur 44,2 kW rafmótorinn skilar 265 Nm tafarlausu togi sem gerir hröðun og afkastagetu Tucson Hybrid einstaka.

Rafhlaða.

1,49 kWh LiPo-rafhlaðan geymir raforku sem endurheimtarkerfið fyrir hemlaorku myndar. Raforkan er því næst notuð til að knýja rafmótorinn.

Bensínvél.

1,6 lítra T-GDi vélin er búin hinni einstöku CVVD-tækni frá Hyundai (Continuously Variable Valve Duration) sem hámarkar afkastagetu og sparneytni vélarinnar.

Skiptirofar.

Viltu vera við stjórnvölinn? Þú getur skipt um gír með gírskiptirofunum.

Orkuflæði.

Tucson Hybrid skiptir hnökralaust á milli þess að nota bensínvélina og rafmótorinn, allt eftir aðstæðum hverju sinni. Endurheimtarkerfi hemlaorku hleður rafhlöðuna með því að nota rafmótorinn til að hægja á bílnum. Orkan sem er geymd í rafhlöðunni er svo notuð til að knýja rafmótorinn sem hjálpar til við að knýja bílinn við hröðun þegar ekið er upp brekku eða við hægan akstur. Eftirfarandi teiknimyndir sýna þetta flókna orkuflæði.

Slide1
Gangsetning / lítill hraði.

Þegar Tucson Hybrid er gangsettur eða honum er ekið hægt knýr raforkan sem er geymd í rafhlöðunni rafmótorinn og þar með bílinn áfram.

Slide1
Hröðun / ekið upp brekku.

Við mikla inngjöf eða akstur upp brekku vinna rafmótorinn og bensínvélin saman til að hámarka hröðun og lágmarka eldsneytisnotkun.

Slide1
Jafn hraði.

Þegar ekið er á jöfnum hraða kemur aflið ýmist frá bensínvélinni eða rafmótornum, hvort sem er hagkvæmara hverju sinni.

Slide1
Endurheimt hemlaorku.

Þegar dregið er úr hraða (t.d. með hemlun þegar ekið er niður brekku) virkar rafmótorinn eins og rafall sem breytir hreyfiorku í raforku sem er síðan geymd í rafhlöðunni og notuð til að knýja rafmótorinn.

Slide1
Dregið úr hraða / ekið niður brekku

Endurheimtarkerfi hemlaorku hleður rafhlöðuna með því að nota rafmótorinn til að hægja á bílnum. Þegar dregið er úr hraða eða ekið niður brekku er orkan sem verður til geymd í rafhlöðunni.

previous arrow
next arrow

Meiri afköst. Minni útblástur. CVVD-vélartækni.

Hyundai hefur þróað fyrstu CVVD-tæknina (Continuously Variable Valve Duration). Tæknin hámarkar afköst vélarinnar og sparneytni og er einnig vistvæn. Ventlastjórnunartæknin stjórnar tímastillingu opnunar og lokunar eftir akstursskilyrðum.

Play Video
Slide
HTRAC™-aldrifskerfi.

Vont veður? Krappar beygjur? Ekkert mál. HTRAC™-aldrifskerfið býður upp á hámarksstjórn og afköst í beygjum.

Slide
Torfærustilling.

Snjór? Sandur? Aur? Ekkert mál. Torfærustillingin gerir þér kleift að velja á þægilegan hátt á milli akstursstillinga til að fínstilla aksturseiginleika og aldrifsstillingu fyrir mismunandi aðstæður.

Slide2
Rafræn ESC-stöðugleikastýring.

Njóttu aukinnar stjórnar. Rafræn ESC-stöðugleikastýring eykur þægindi og stjórn með því að draga úr veltu, halla og lóðréttri hreyfingu með stillingu fjöðrunar á hverju hjóli fyrir sig.

previous arrow
next arrow

Tengimöguleikar

Háþróaðir tengimöguleikar.

Að sjálfsögðu er Tucson Hybrid búinn nýjasta tengibúnaðinum á borð við Bluelink® Connected Car Services sem gerir þér kleift að stjórna bílnum með snjallsímanum – eða raddskipunum. Ókeypis fimm ára áskrift að Hyundai LIVE Services fylgir með leiðsögukerfi fyrir stóran 10,25" skjá.

10,25" snertiskjár og snertistjórnun.

Nýr 10,25" snertiskjárinn fellur fullkomlega að snertistjórnborðinu. Öllu er stjórnað með snertingu, hvort sem er leiðsögn, upplýsinga- og afþreyingarkerfi eða loftkælingu.

10,25" stafrænn mælaskjár.

Stafræni mælaskjárinn gefur ökumannsrýminu hátæknilegt yfirbragð. Búið er að fjarlægja umgjörð mælaskjásins til að undirstrika opið yfirbragð innanrýmisins.

Háþróuð raddstýring.

Kveiktu á og stjórnaðu eiginleikum á borð við hitastillingar, upplýsinga- og afþreyingarkerfi, opnun afturhlera og hita í stýri með raddskipunum.

Bluelink® Connected Car Services.

BlueLink® Connected Car Services býður upp á hnökralausa tengingu við Tucson Hybrid-bílinn með raddstýringu og ýmsum búnaði sem gerir aksturinn þægilegri og ánægjulegri. Þá gerir Bluelink-forritið þér kleift að stjórna ótal snjöllum eiginleikum. Leiðsögukerfinu fylgir fimm ára áskrift að Huyndai LIVE Services.

Slide
Fjarstýrðar hurðalæsingar.

Gleymdirðu að læsa bílnum? Ekki hafa áhyggjur, þessi bíll mun láta þig vita með því að senda tilkynningu í símann þinn. Þú getur síðan notað PIN-númerið þitt til að læsa eða opna bílinn með einum hnappi.

Slide2
Áfangastaður sendur í bíl.

Ef þinn i10 er búinn leiðsagnarkerfi geturðu notað Bluelink-forritið til að leita að áfangastöðum þegar þú ert ekki í bílnum. Bluelink samstillir síðan leiðina við leiðsögukerfið þitt. Þú sest bara inn og ýtir á hnapp.

Slide3
Finna bílinn minn.

Gleymdirðu hvar þú lagðir bílnum? Þú opnar bara Bluelink-forritið til að sjá hvar bíllinn þinn er – hvar sem er í heiminum.

Slide4
Þjófavarnartilkynning.

Bluelink fylgist alltaf með bílnum þínum. Ef einhver reynir að brjótast inn í i10-bílinn þinn – átt er við hurðalæsinguna og dyrnar opnaðar – sendir Bluelink-forritið tilkynningu í snjallsímann þinn.

Slide5
Upplýsingar um ástand bílsins í símann.

Þú getur framkvæmt fjartengda bilanagreiningu með Bluelink-forritinu. Skýrslan um bílinn sýnir upplýsingar um þrýsting í hjólbörðum, viðvörunarljós vegna bilana, loftpúða, hemlakerfi og margt fleira.

Slide6
Staða bíls.

Þarftu bensín? Athugaðu forritið. Notaðu fjartengdan aðgang að upplýsingum um ástand bílsins þegar þér hentar, svo sem vegalengd að næstu áfyllingu eldsneytis, hvort dyrnar eru opnar/lokaðar eða læstar/ólæstar og hvort farangursgeymsla er opin/lokuð.

previous arrow
next arrow
Slide
Hröð þráðlaus hleðsla.

Nýttu þér þráðlausa hraðhleðslu fyrir snjallsímann. Afl hleðslubúnaðarins hefur verið aukið úr 5 W í 15 W til að skila hraðhleðslu. Auk þess er einingin búin innbyggðum kælibúnaði til að koma í veg fyrir að snjalltækið ofhitni.

Slide
USB-tengi við fram- og aftursæti.

Hleðslan er alltaf til staðar. Tucson er í boði með USB-tengjum við fram- og aftursæti til að tryggja að allir í bílnum geti hlaðið tækin sín.

Slide2
Fyrsta flokks KRELL-hljóðkerfi.

KRELL-hljóðkerfið skilar ótrúlegum hljómgæðum með átta kraftmiklum hátölurum og bassahátalara.

previous arrow
next arrow

Þægindi

Þægindi og hægðarauki.

Fyrir utan það að vera fjölhæfur og vel tengdur býður Tucson upp á mikil þægindi og hægðarauka. Hugvitsamlegur búnaður á borð við fjarstýrð fellisæti auðveldar þér að pakka í farangursrýmið fljótt og vel. Hugvitsamlegur inngöngubúnaður býður upp á einfalda stjórnun farþegaframsætisins. Upphituð fram- og aftursæti og fjölvirk loft- og hitastýring með frávísandi loftunaropum bjóða upp á þægilegra andrúmsloft í innanrýminu.

Rafknúinn afturhleri með bendistjórnun.

Nú er auðvelt að pakka í bílinn. Afturhlerinn opnast sjálfkrafa þegar snjalllykillinn greinist nærri í þrjár sekúndur. Þetta er sérlega hentugt þegar þú ert með báðar hendur fullar eftir verslunarferðir. Þú getur meira að segja stillt hversu hátt hlerinn lyftist.

Rafhlöðuhönnun sem sparar pláss.

Farþegarýmið í annarri sætaröð Tucson er með því stærsta í flokki sambærilegra bíla. Rafhlaða Hybrid-bílsins er undir annarri sætaröðinni sem er með sama frábæra fótarýmið og útfærsla með hefðbundinni aflrás.

Inngöngubúnaður.

Þessi sniðugi búnaður gerir ökumanni kleift að renna og halla farþegaframsætinu með hnappi á sætinu til að auðvelda aðgengi og auka þægindin.

Sveigjanleg niðurfelling aftursæta.

Aukin þægindi og sveigjanleiki bjóðast með 40:20:40 skiptingu aftursætanna. Enn fremur er boðið upp á fjarstýrða niðurfellingu sæta með handföngum á hliðum farangursgeymslunnar.

Upplifðu enn betri hita- og loftstýringu.

Það er staðreynd. Við höfum ólíkar þarfir. Sumir vilja meiri hita, aðrir minni. Þess vegna er nýr TUCSON búinn fjölvirkri loft- og hitastýringu. Hún dreifir loftinu með að- og frávísandi loftunaropum svo blásturinn verður mildari en heildarrúmtak loftsins helst það sama. Þriggja svæða hita- og loftstýring gerir þér svo kleift að skipta bílnum upp í ólík hitasvæði fyrir ökumann og farþega í framsæti og aftursætum.

Slide
Fjölvirk loft- og hitastýring.

Hámarkaðu þægindi allra. Nýr Tucson er búinn innfelldri fjölvirkri loft- og hitastýringu, þeirri fyrstu sinnar tegundar í bíl frá Hyundai, sem samanstendur af að- og frávísandi loftunaropum fyrir loftkælingu og miðstöð fyrir betra andrúmsloft í innanrými með hægara loftflæði.

Slide
Hiti og loftræsting í sætum.

Svalt yfir sumartímann. Hlýtt um vetur. Ökumaður og farþegi í framsæti geta valið hita og loftræstingu í sætum. Hiti í aftursætum er einnig í boði sem aukabúnaður fyrir farþega í aftursætum.

Slide2
Þriggja svæða hita- og loftstýring.

Allir ánægðir. Þriggja svæða hita- og loftstýring nær einnig til farþega í aftursætum.

previous arrow
next arrow

Öryggi

Besti öryggis- og akstursaðstoðarpakki í flokki sambærilegra bíla.

Vertu enn öruggari í Tucson Hybrid með háþróuðum akstursaðstoðarkerfum og akstursöryggispakka með hugvitsamlegum eiginleikum sem eru þeir bestu sinnar tegundar í flokki sambærilegra bíla. Bíllinn er búinn háþróuðu sjö loftpúða kerfi með hliðarloftpúða á milli framsæta sem er einstakt í flokki sambærilegra bíla. Það kemur í veg fyrir að farþegar í framsætum rekist saman og lágmarkar hættuna á alvarlegum meiðslum.

Slide1
FCA-árekstraröryggiskerfi með gatnamótabúnaði.

FCA-árekstraröryggiskerfið hemlar sjálfkrafa þegar það greinir skyndilega hemlun hjá bílnum fyrir framan eða gangandi vegfarendur og hjólreiðafólk. Nú er búið að bæta við kerfið gatnamótabeygjubúnaði sem er sérstaklega hannaður til að koma í veg fyrir framanákeyrslu þegar beygt er til vinstri á gatnamótum (í löndum þar sem vinstri umferð er).

Slide1
Akreinaaðstoð.

Tucson Hybrid er búinn akreinaaðstoð. Þegar kveikt er á henni heldur hún bílnum á miðri akreininni á hraða milli 0 og 180 km/klst. á þjóðvegum og á götum innanbæjar.

Slide1
Háljósaaðstoð.

Greinir ökutæki úr gagnstæðri átt og ökutæki fram undan og skiptir sjálfkrafa á lágu ljósin. Þegar engin ökutæki greinast lengur er aftur kveikt á háljósunum til að hámarka útsýnið.

previous arrow
next arrow

Þjóðvegaakstursaðstoð.

Tucson Hybrid er nú í fyrsta sinn búinn þjóðvegaakstursaðstoð. Þessi búnaður er samsettur úr akreinaaðstoð og snjallhraðastilli sem er tengdur við leiðsögn. Búnaðurinn notar skynjara og kortagögn til að tryggja öruggan akstur og sjálfvirka stillingu hraða í samræmi við beygjur á leiðinni eða þar sem hraðatakmarkanir gilda. Sérstakur hnappur á stýri gerir ökumanni kleift að kveikja á þjóðvegaakstursaðstoðinni.

Meiri afköst. Minni útblástur. CVVD-vélartækni.

Hyundai hefur þróað fyrstu CVVD-tæknina (Continuously Variable Valve Duration). Tæknin hámarkar afköst vélarinnar og sparneytni og er einnig vistvæn. Ventlastjórnunartæknin stjórnar tímastillingu opnunar og lokunar eftir akstursskilyrðum.

Slide
Snjallhraðastillir með tengingu við leiðsögn.

Meira öryggi, minna stress. Búnaðurinn er hluti af þjóðvegaakstursaðstoðinni og heldur tiltekinni fjarlægð frá ökutækinu fyrir framan, auk þess að stjórna hraðanum þegar beygt er.

Slide
Blindsvæðismynd.

Nú sérðu hvað er að gerast til vinstri og hægri fyrir aftan bílinn á skjá í stafræna mælaborðinu í Tucson. Myndavélarnar verða virkar þegar stefnuljósin eru sett á við akreinaskipti.

Slide2
Sjálfvirkt neyðarsímtalskerfi.

Þessi búnaður hringir sjálfkrafa í neyðaraðstoð ef þú lendir í slysi og loftpúðarnir fara í gang. Þú getur líka ýtt á SOS-hnappinn til að óska eftir neyðaraðstoð hvenær sem er, alla daga ársins.

previous arrow
next arrow

Fjarstýrð snjallbílastæðaaðstoð.

Með einum takka er hægt að láta Tucson Hybrid bakka sjálfan inn í og keyra út úr bílastæði.

Aukið öryggi með sjö loftpúðum.

Bíllinn er búinn háþróuðu sjö loftpúða kerfi með hliðarloftpúða á milli framsæta sem er einstakt í flokki sambærilegra bíla.

Sérstök áhersla á öryggi barna.

Nýr Tucson er búinn hágæða snjalltækni til að tryggja að þú og fjölskylda þín séuð örugg og getið notið hverrar bílferðar til fulls. Við höfum bætt við nokkrum eiginleikum sem leggja sérstaka áherslu á öryggi barnanna.

Öryggisviðvörun við útgöngu.

Þessi sniðugi búnaður getur komið í veg fyrir slys með því að nema ökutæki sem nálgast aftan frá og birta viðvörun á mælaskjánum og hliðarspeglunum auk þess að gefa frá sér hljóðviðvörun.

Viðvörun um farþega í aftursæti.

Úthljóðsnemar greina hreyfingar farþega og geta sent ökumanninum tilkynningu ef börn eða gæludýr gleymast óvart í bílnum.

Óska eftir símtali frá söludeild Hyundai

Bóka þjónustu

Bóka reynsluakstur

Vinsamlegast athugið:
Hafa skal gilt ökuskírteini meðferðis þegar mætt er í reynsluakstur.