Hönnun

Nýtt útlit á vinsæla rafbílnum.

Nýr og einstakur KONA rafbíll hefur gengið í gegnum umfangsmikla endurhönnun. Hann skartar nú stílhreinni og fágaðri línum sem auka enn á áræðið útlitið – og sker sig úr í flokki sambærilegra bíla.

Play Video

Ytra byrði

Stílhreinn og fagurlega mótaður.

Stílhreinn og fágaður KONA rafbíll er orðinn enn straumlínulagaðri og sportlegri – án þess að glata rúmgóðu og ævintýralegu yfirbragðinu. Endurhönnunin einkennist af sléttum, straumlínulöguðum formum og mótuðum línum sem flæða á samræmdan hátt inn í samlita áferð klæðningarinnar á brettaköntunum og sérhannaðar 17" felgurnar.

Flæðandi og straumlínulöguð hönnun.

Flæðandi framhlutinn er ólíkur öllum öðrum á veginum. Einkennandi, lokað grillið gefur tóninn fyrir stílhreinar línur sem draga úr loftmótstöðu.

Framhlutinn.

Áberandi, lokað grillið flæðir inn í nýju einkennandi LED-aðalljósin og skörpu dagljósin teygja sig glæsilega inn á hliðina.

Hliðin.

Sportlegar útlínurnar eru undirstrikaðar með sjónrænni tengingu á milli afturhlutans og skarps og stílhreins framhluta bílsins.

Afturhlutinn.

Straumlínulagað hönnunarþemað er einnig greinilegt á afturstuðaranum og nettum LED-afturljósunum.

Slide
Samlit klæðning.

Eitt af glæsilegri einkennum endurhönnunar Kona-rafbílsins eru lakkaðar brettakantaklæðningarnar sem ljá honum fágað og afgerandi yfirbragð.

Slide2
Rennileg ný LED-aðalljós.

Ný LED-aðalljós og nettari dagljós undirstrika auðþekkjanlegt útlit Kona-rafbíls með glæsilegri ljósahönnun.

Slide3
Nýjar 17" álfelgur.

Sérhannaðar 17" álfelgurnar eru áræðnar og einstakar með hárfína straumlínulögun sem sameinar skilvirkni og stíl.

Slide4
Afturstuðari og hlíf.

Glæsilegur afturstuðarinn flæðir mjúklega inn í klæðninguna á brettaköntunum. Áherslulistinn dregur svo athyglina að endurhannaðri hlífinni.

Slide5
Stílhrein, ný afturljós.

Rennilegu nýju afturljósin skarta nú ílangri hönnun sem kallast á við einstaka ljósahönnunina að framan.

previous arrow
next arrow

Þinn bíll. Þínir litir.

Í nýjum KONA rafbíl færðu að blanda saman hönnun sem hentar þínum persónulega stíl. Þú geturð valið úr sex litum til að fullkomna útlit bílsins. Að auki eru sumir yfirbyggingarlitir í boði með áherslulit á þaki og samlitum hliðarspeglahúsum í svörtu eða krítarhvítu. Það gerir þér kleift að sérsníða útlitið enn frekar og skapa fullkominn bíl fyrir þinn smekk.

Innanrými

Rúmgóður, tengdur og fjölhæfur.

Nýi KONA rafbíllinn er bæði rúmgóður og fjölhæfur og gerir engar málamiðlanir þegar kemur að plássi í innanrýminu. En það er líka áhersla á smáatriðin sem gerir hann svona sérstakan. Saman fara ótrúleg þægindi og gæðaefni alls staðar sem veita þér tilfinningu fyrir fágun.

Slide1
Bjartur 10,25" stafrænn mælaskjár.

Nýi 10,25" stafræni mælaskjárinn í ökumannsrýminu undirstrikar hátæknilegt innanrýmið og birtir mikilvægar akstursupplýsingar sem ökumaður á auðvelt með að sjá. Skífan hægra megin birtir upplýsingar um rafmagnsaflrásina á borð við stöðu hleðslunnar og orkunotkun.

Slide2
Breyttu stillingunni eftir þínu höfði.

Veldu þá akstursstillingu sem hentar aðstæðum hverju sinni eða stemningunni! Með einni snertingu geturðu sniðið aksturseiginleika Kona-rafbíls að þínum þörfum. Litaþema 10,25" stafræna mælaskjásins breytist eftir því hvaða akstursstilling er valin. Veldu á milli Comfort-, Eco- eða Sport-stillingar. Einnig er hægt að velja notendaviðmót með Cube-hönnun sem er valbúnaður.

previous arrow
next arrow

10,25" snertiskjár.

Með 10,25" snertiskjánum er auðvelt að nálgast búnað bílsins, upplýsingar, afþreyingu og leiðsögn ásamt eftirlætisforritunum þínum og -tónlistinni í gegnum speglun fyrir snjallsíma.

Flunkunýir og ferskir litir í innanrýmið.

Í KONA rafbílnum má velja á milli smekklegra lita og efna. Annars vegar er í boði svart innanrými með tauáklæði, leðuráklæði eða blöndu beggja og hins vegar grátt innanrými í tveimur tónum með leðuráklæði eða blöndu taus og leðurs á sætum.

Svartur.

Fínlegt og rákótt mynstur prýðir svarta sætisáklæðið. Sætisáklæðið úr tau- og leðurblöndu er með eftirtektarverðu geómetrísku mynstri. Einnig er hægt að velja sætisáklæði úr götuðu leðri.

Grár tveggja tóna litur.

KONA rafbíllinn er einnig í boði með gráu tveggja tóna innanrými með leðuráklæði eða blöndu taus og leðurs á sætum.

Kynntu þér nýjan KONA rafbíl nánar.

Óska eftir símtali frá söludeild Hyundai

Bóka þjónustu

Bóka reynsluakstur

Vinsamlegast athugið:
Hafa skal gilt ökuskírteini meðferðis þegar mætt er í reynsluakstur.