Búnaður

Framúrskarandi rafknúin afköst.

Nýr KONA rafbíll skilar einstökum afköstum og ríflegri drægni upp á 484 km. Þegar þú loks þarft að stinga í samband skilar hraðhleðsla rafhlöðu úr 10% hleðslu í 80% hleðslu á aðeins 47 mínútum.*

Afköst

Mikið afl. Frábær drægni. Hrífandi inngjöf.

Enginn sagði að rafknúnar samgöngur þyrftu að vera leiðinlegar. Komdu þér leiftursnöggt af stað með 395 Nm togi sem eingöngu er knúið með rafmagnsaflrás. Þessi sportlegi bíll er hrikalega skemmtilegur í akstri – fer úr kyrrstöðu í 100 km/klst. á aðeins 7,9 sekúndum. Tvær mismunandi aflrásir eru boði þannig að þú getur valið um mismunandi afl og æskilega drægni: 39,2 kWh rafhlaða með allt að 305 km akstursdrægni. Eða 64 kWh útfærsla sem skilar allt að 484 km drægni á einni hleðslu.1

Rafaksturstækni.

Sérvaldir íhlutir rafmagnsaflrásarinnar voru hannaðir til að gefa frábæra aksturseiginleika og drægni sem henta fyrir daglega notkun. Sérhannað byggingarlagið býður upp á innfellingu rafhlöðupakka þannig að þeir gangi ekki á rými.

LiPo-rafhlaða.

LiPo-rafhlaða KONA rafbílsins er síður viðkvæm fyrir áhrifum hleðsluminnis og skilar framúrskarandi hleðslugetu samanborið við hefðbundnar rafhlöður.

Rafmótor.

64 kWh rafhlaðan vinnur með rafmótor sem skilar 204 ha. (150 kW) afköstum. 39,2 kWh rafhlaðan vinnur með rafmótor sem skilar 136 hö. (100 kW).

Snjöll tækni fyrir einstaka aksturseiginleika.

Hámarkaðu akstursdrægni í akstri KONA rafbíls með endurheimt hemlaorku sem hleður rafhlöðuna með því að nota rafmótorinn til að hægja á bílnum.

Hleðsla

Full hleðsla yfir nótt eða fyllt á á ferðinni.

KONA rafbíll býður upp á ýmsa möguleika og hleðsluklær fyrir hleðslu, allt eftir því hvernig rafveita er heima hjá þér og hvernig hraðhleðslustöðvum þú hefur aðgang að.

Þægindi

Hagnýtur og fjölhæfur.

Nýi KONA rafbíllinn er hannaður fyrir hámarksnotagildi og framúrskarandi þægindi: Leggðu í langferð og nýttu þér rúmgóða 332 lítra farangursgeymsluna. Eða kveiktu á hita og loftræstingu í sætum (aukabúnaður) til að auka þægindi við aksturinn. Auk þessa gerir hugvitsamlegur búnaður á borð við bakkmyndavél og sjónlínuskjá þér kleift að komast á leiðarenda á öruggari og afslappaðri máta.

Rafræn gírskipting.

Mikil mýkt. Skiptu á milli framgírs, hlutlauss gírs, bakkgírs og stöðugírs með þægilega staðsettum hnöppum á miðstokknum.

Sjálfvirk hita- og loftstýring.

Stilltu hitastig sérstaklega fyrir ökumann og farþega í framsæti – eða gerðu svæðið fyrir farþega í framsæti óvirkt til að spara rafhlöðuorku þegar þú ert ein(n) á ferð.

Rafræn handbremsa.

Á miðstokknum má einnig finna rafræna handbremsu. Hún er þægileg og einföld í notkun og tekur minna pláss í innanrýminu.

Þægindi í aftursætum.

Farþegar í aftursæti munu njóta þess að sitja í upphitaðri annarri sætaröð og hafa þægilegt USB-tengi innan seilingar til að hlaða snjallsímann.

Fáðu betra útsýni við akstur og að leggja í stæði. Með einum hnappi getur skjár fyrir bakkmyndavél sýnt þér nákvæmlega hvað er fyrir aftan þig á miðlæga snertiskjánum, jafnvel þegar þú ert að aka.

Sjónlínuskjárinn veitir betra útsýni og eykur öryggi þitt með því að varpa mikilvægum upplýsingum á borð við hraða, leiðsögn og viðvaranir beint fyrir framan augun á þér.

Einfalt er að stilla hversu mikið hemlaafl er endurheimt með skiptirofunum. Einnig er hægt að toga í vinstri gírskiptirofann til að hemla.

Tengimöguleikar

Nýjungar í tengimöguleikum og þægindum.

KONA rafbíllinn er einnig búinn allri nýjustu snjalltækninni og öllum nýjasta tengibúnaðinum á borð við Bluelink® Connected Car Services sem gera þér kleift að stjórna bílnum með snjallsímanum – eða röddinni. Ókeypis fimm ára áskrift að Hyundai LIVE Services fylgir með leiðsögukerfi fyrir stóran 10,25" skjá.

Slide
Nýr 10,25" snertiskjár.

Snertiskjárinn er 10,25" og styður Apple CarPlay™ og Android Auto™ þannig að þú getur tengt símann þinn og stjórnað honum á stórum skjánum.

Slide2
Fyrsta flokks KRELL-hljóðkerfi.

Notaðu nettenginguna innanbæjar eða lokaðu netinu og haltu út úr bænum með tónlistina í botni. Hljóðkerfið er frá KRELL og skilar ótrúlegum hljómgæðum.

Slide3
Sjálfvirkt neyðarsímtal.

Þessi búnaður hringir sjálfkrafa í neyðaraðstoð ef þú lendir í slysi og loftpúðarnir fara í gang. Þú getur líka ýtt á SOS-hnappinn til að óska eftir neyðaraðstoð hvenær sem er, alla daga ársins.

Slide4
Þráðlaus hleðsla.

Þráðlaus hleðslustöð er á þægilegum stað svo hægt er að hlaða Qi-stöðluð snjalltæki á skjótan og einfaldan hátt.

previous arrow
next arrow

Bluelink® Connected Car Services.

BlueLink® Connected Car Services býður upp á hnökralausa tengingu við KONA rafbílinn með raddstýringu og ýmsum búnaði sem gerir aksturinn þægilegri og ánægjulegri. Þá gerir Bluelink-forritið þér kleift að stjórna ótal snjöllum eiginleikum. Leiðsögukerfinu fylgir fimm ára áskrift að Huyndai LIVE Services.

Sérsniðnar notandaupplýsingar.

Vistaðu allt eins og þú vilt hafa það. Nú getur þú vistað kjörstillingar fyrir upplýsinga- og afþreyingarkerfi, t.d. stillingar tungumáls, Bluetooth og leiðsagnar.

Háþróuð raddstýring.

Kveiktu á og stjórnaðu eiginleikum á borð við stillingar miðstöðvar og loftkælingar, upplýsinga- og afþreyingarkerfi, hitun hliðarspegla og hita í stýri með raddskipunum.

Bluelink®-snjallsímaforritið.

Stjórnaðu bílnum þínum beint úr lófanum. Bluelink-forritið tengir þig við bílinn í gegnum snjallsímann til að gera þér kleift að læsa hurðunum, athuga hleðslustöðu rafhlöðunnar, forhita bílinn á köldum dögum og ótal margt fleira. Lestu áfram til að fá frekari upplýsingar.

Öryggi

Nýjasta öryggistækni og hugvitsamleg akstursaðstoðarkerfi.

Við uppfærðum KONA rafbílinn til að tryggja það sem þér er mikilvægast, öryggi ástvina þinna. Háþróuðum Hyundai SmartSense-akstursaðstoðarkerfunum í KONA fylgir það nýjasta í öryggis- og akstursaðstoðarbúnaði sem skilar sér í enn meiri hugarró.

Slide
Hraðatakmörkun

Þetta kerfi greinir skilti með hraðamerkingum og birtir hámarkshraða og bannskilti rauntíma, bæði á skjá leiðsögukerfisins og mælaborðinu.

Slide2
Viðvörun útgönguskynjara.

Þessi sniðugi búnaður getur komið í veg fyrir slys með því að nema ökutæki sem nálgast aftan frá og birta viðvörun á mælaskjánum og hliðarspeglunum, auk þess að gefa frá sér hljóðviðvörun.

Slide3
Aftursætisviðvörun.

Hyundai Kona-rafbíllinn man hvort afturdyrnar voru opnaðar áður en ekið er af stað. Þegar komið er á áfangastað birtast skilaboð á mælaborðinu ásamt hljóðmerki til að minna ökumann á að líta í aftursætið.

Slide4
Skynjari fyrir hreyfingu ökutækis á undan.

Þessi hugvitssamlegi eiginleiki fyrir borgarakstur lætur ökumanninn vita þegar bíllinn á undan ekur af stað, t.d. á umferðarljósum eða í umferðarteppu.

previous arrow
next arrow

Kynntu þér nýjan KONA rafbíl nánar.

Óska eftir símtali frá söludeild Hyundai

Bóka þjónustu

Bóka reynsluakstur

Vinsamlegast athugið:
Hafa skal gilt ökuskírteini meðferðis þegar mætt er í reynsluakstur.