Þriggja strokka, 998 cc GDI-vél með forþjöppu er hönnuð til að skila sportlegum einkennum i20 út í aksturinn. Allt að 120 hö. og 48 V samhliða hybrid-kerfi gera þennan látlausa vinnuþjark jafn skemmtilegan í akstri og útlitið segir til um.
Nýjum i20 fylgir framúrskarandi búnaður í öllum mikilvægustu flokkunum: Fyrsta flokks sparneytni, afköst og mikil þægindi gera það að verkum að bíllinn sker sig úr flokki sambærilegra bíla.
Veldu um fjórar einstakar vélarútfærslur: Efst í línunni er 100 eða 120 ha., 1,0 T-GDi bensínvél. Hana má fá með 48 volta samhliða hybrid-kerfi, annaðhvort sem aukabúnað með 100 hö. eða staðalbúnað með 120 hö. Hybrid-bíll með samhliða kerfi skilar 3–4% minni eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings. Einnig er í boði 84 ha., 1,2 lítra MPi-bensínvél.
i20 er hægt að fá afhentan með fjórum mismunandi vélarútfærslum, sem bjóða upp á minnstu losun koltvísýrings í flokki sambærilegra bíla, því okkur er jafn annt um umhverfið og þér.
Nýr i20 skilar afköstum sem kallast á við sportlega hönnunina með vali um eina MPi-vél og þrjár vélar með forþjöppu.
Mismunandi gírkassar eru í boði, allt eftir því hvaða vél þú velur í i20-bílinn þinn: 6 gíra iMT-beinskipting eða 7 gíra DCT-sjálfskipting (1,0 t 48 V), 6 gíra beinskipting eða 7DCT (1,0 t) eða 5 gíra beinskipting (1,2 MPi).
Þriggja strokka, 998 cc GDI-vél með forþjöppu er hönnuð til að skila sportlegum einkennum i20 út í aksturinn. Allt að 120 hö. og 48 V samhliða hybrid-kerfi gera þennan látlausa vinnuþjark jafn skemmtilegan í akstri og útlitið segir til um.
84 ha. grunnútfærsla vélarinnar okkar með 1197 cc slagrými og fjórum strokkum leynir á sér. Með fimm gíra beinskiptingu veitir þessi afleining bæði öfluga stjórn og gott tog.
Sparaðu eldsneyti og dragðu úr losun með 48 V samhliða hybrid-kerfi i20. Kerfið vinnur með eldsneytisvélinni til að skila auknu togi við inngjöf.
Samhliða hybrid-kerfið er sérstaklega gagnlegt í borgarumferð þar sem startari/rafall samhliða hybrid-kerfisins styður við vélina þegar bíllinn er gangsettur aftur eftir stöðvun í umferð. Þetta stuðlar að hraðari og mýkri gangsetningu vélarinnar með viðbótartogi með því að sækja afl til 48 V rafhlöðunnar. Startari/rafall samhliða hybrid-kerfisins styður við vélina þegar tekið er af stað með því að bæta við togi og afli.
Við hröðun styður startari/rafall samhliða hybrid-kerfisins við vélina með 4 til 10 kW afli, allt eftir hleðslustöðu rafhlöðukerfisins og hversu mikið ökumaðurinn stígur á eldsneytisgjöfina. Þegar æskilegum hraða hefur verið náð fer startari/rafall samhliða hybrid-kerfisins í hlutlausa stillingu og skilar engu afli. Þannig má draga úr losun koltvísýrings og eldsneytisnotkun um allt að 11 prósent.* (*2.0 NEDC-prófun)
Á stöðugum hraða er startari/rafall samhliða hybrid-kerfisins annaðhvort í lausagangi eða virkar eins og rafall sem hleður 48 V rafhlöðuna, allt eftir hleðslustöðu rafhlöðunnar.
Við sjálfvirka hemlun eða yfirkeyrslu knýr snúningssveifarásinn startara/rafal samhliða hybrid-kerfisins, sem virkar þá eins og rafall og endurheimtir að hámarki 10 til 12 kW. Rafallinn breytir hreyfiorku við hemlun í rafmagn og leiðir það aftur inn í 48 V rafhlöðuna. Í þessu ferli er vélin ræst og kúplingin er uppi svo hægt sé að flytja afl frá hjólbörðunum um gírkassann og vélina í startara/rafal samhliða hybrid-kerfisins.
Við rennsli á litlum hraða verður Start/Stop-eiginleikinn virkur við 30 km/klst. Við hraðaminnkun á milli 30 og 0 km/klst., og kúplað frá, er alveg drepið á vélinni.
Sex gíra iMT-beinskipting er hönnuð til að draga úr útblæstri og auka sparneytni með því að virkja rennslisstillingu sjálfkrafa þegar stigið er af eldsneytisgjöfinni.
Viltu sjá um kúplingu og gírskiptingu upp á eigin spýtur? Veldu vélarútfærslu með beinskiptingu til að skipta um gír með nákvæmum og þægilegum hætti.
Þú færð framúrskarandi afköst og góða stjórnun með 7 gíra DCT-sjálfskiptingu sem er í boði í i20 með 1,0 lítra vél með forþjöppu. Þannig færðu í senn öfluga akstursupplifun og mikla sparneytni. Með DCT-kerfinu má skipta mjög snöggt um gír, hvort sem þú kýst þægilegu sjálfskiptinguna eða að skipta handvirkt um gíra.
i20 fer sjálfkrafa í rennslisstillingu þegar stigið er af eldsneytisgjöfinni og sparar þannig eldsneyti. Stillingin er í boði í vélarútfærslum með iMT-beinskiptingu og startara/rafal samhliða hybrid-kerfis.
ISG-kerfi (Idle Stop & Go), AMS-stjórnunarkerfi fyrir riðstraumsrafal og hjólbarðar með litlu veltiviðnámi vinna með endurheimtarkerfi orku: þegar bíllinn er í gír og á ferð án inngjafar er hreyfiorku, sem myndast við hemlun vélarinnar, umbreytt í rafmagn sem veitt er í rafhlöðuna. Þetta dregur bæði úr eldsneytisnotkun og útblæstri.
Stærri og betri – í nýjum i20 er meira af öllu: Þráðlaus speglun símaskjás á 8" snertiskjánum og þráðlaus snjallsímahleðsla fyrir allar útfærslur af snertiskjá skila auknum þægindum. Meira rými í skottinu þýðir að þú getur tekið meira af öllu sem þú vilt með þér. Átta hátalara Bose-hljóðkerfið tryggir enn skemmtilegri ökuferðir þegar þig langar bara að hækka í botn og syngja með.
351 lítra geymslurými, 25 lítrum meira en í forveranum, þýðir að nýr i20 býður upp á meira pláss fyrir ævintýri þín og fjölskyldunnar.
Vantar þig pláss fyrir mikinn farangur? Geyma má farangurshlífina aftan við aftursætin til að nýta farangursrými i20 til fulls.
Njóttu frábærra hljómgæða með fyrsta flokks Bose®-hljóðkerfi í i20. Kerfið er með átta hátölurum og bassahátalara og fer vel með sportlegum stíl bílsins. Það skilar hljómupplifun sem er jafn kraftmikil og akstursupplifunin í i20.
Njóttu þráðlausra tengimöguleika fyrir farsímann, þar á meðal þráðlausrar hleðslu fyrir alla snertiskjái og þráðlausrar speglunar fyrir 8" snertiskjá.
Það hefur aldrei verið auðveldara að tengja og hlaða USB-tæki í i20. Það eru tengi bæði frammi í og aftur í , það eina sem þarf að gera er að stinga í samband.
Njóttu fyrsta flokks snjalltækni með tveimur 10,25" samfelldum breiðskjáum sem hægt er að skipta upp. Með Bluelink Connected Car Services geturðu svo stjórnað bílnum með snjallsímanum – eða raddskipunum. Þessi tækni býður upp á hnökralausa tengingu við nýja i20-bílinn þinn með raddstýringu og búnaði sem gerir aksturinn þægilegri og ánægjulegri.
Nýr i20 býður upp á nýstárlega tækni til að auðvelda þér lífið. 10,25" tommu snertiskjár með þrívíddarvirkni og mörgum spilunar- og tengimöguleikum er í boði sem aukabúnaður.
8" snertiskjárinn býður einnig upp á þráðlausa snjallsímaspeglun sem gerir þér kleift að tengja og spegla snjallsímann þinn með auðveldum hætti í gegnum Apple CarPlay™ og Android Auto™.
Bluelink, Connected Car-kerfið frá Hyundai, notar innbyggða fjarvirkni til að bjóða upp á fyrsta flokks þjónustu Hyundai Live Services, svo sem upplýsingar um umferð í rauntíma eða bílastæði við götur eða annars staðar. Með Bluelink-forritinu geturðu læst og opnað nýja i20-bílinn þinn með fjarstýringu, eða fundið hann þegar þú manst ekki alveg hvar þú lagðir honum. Forritið sendir einnig viðvörun ef einhver reynir að brjótast inn. Og ef þú vilt vita hvort þrýstingur í hjólbörðum er í lagi getur það líka sagt þér það.
Gleymdirðu að læsa bílnum? Ekki hafa áhyggjur, þessi bíll mun láta þig vita með því að senda tilkynningu í símann þinn. Þú getur síðan notað PIN-númerið þitt til að læsa eða opna bílinn með einum hnappi.
Ef þinn i10 er búinn leiðsagnarkerfi geturðu notað Bluelink-forritið til að leita að áfangastöðum þegar þú ert ekki í bílnum. Bluelink samstillir síðan leiðina við leiðsögukerfið þitt. Þú sest bara inn og ýtir á hnapp.
Gleymdirðu hvar þú lagðir bílnum? Þú opnar bara Bluelink-forritið til að sjá hvar bíllinn þinn er – hvar sem er í heiminum.
Bluelink fylgist alltaf með bílnum þínum. Ef einhver reynir að brjótast inn í i10-bílinn þinn – átt er við hurðalæsinguna og dyrnar opnaðar – sendir Bluelink-forritið tilkynningu í snjallsímann þinn.
Þú getur framkvæmt fjartengda bilanagreiningu með Bluelink-forritinu. Skýrslan um bílinn sýnir upplýsingar um þrýsting í hjólbörðum, viðvörunarljós vegna bilana, loftpúða, hemlakerfi og margt fleira.
Þarftu bensín? Athugaðu forritið. Notaðu fjartengdan aðgang að upplýsingum um ástand bílsins þegar þér hentar, svo sem vegalengd að næstu áfyllingu eldsneytis, hvort dyrnar eru opnar/lokaðar eða læstar/ólæstar og hvort farangursgeymsla er opin/lokuð.
Tengt leiðaval þýðir að leiðin er ekki lengur reiknuð út af örgjörvanum í leiðsögutækinu heldur öflugum þjóni í Hyundai-skýinu. Af hverju er það betra? Af því að nú er hægt að spá með meiri nákvæmni fyrir um umferð, fá nákvæmari komutíma og gera áreiðanlegri endurútreikninga á leiðum.
Þú gætir þurft að leggja i20 einhvers staðar áður en þú kemst á endanlegan áfangastað. Ef þú ert innan 200 m til 2 km geturðu flutt leiðsögnina úr bílnum yfir í Bluelink-forritið. Með gagnauknum veruleika leiðbeinir síminn þér nákvæmlega þangað sem þú vilt fara.
Vertu fljótari að finna bílastæði – og sparaðu þér tíma og vesen. Þessi eiginleiki hjálpar þér að finna og bera saman bílastæðamöguleika í bílastæðahúsum, á bílastæðum og við götu.
Viltu vita hvernig veðurspáin er áður en lagt er af stað? Með veðurþjónustu í rauntíma geturðu alltaf fylgst með nýjustu veðurupplýsingum um núverandi staðsetningu þína, áfangastað eða uppáhaldsborgir.
Vertu fljótari á staðinn. Með umferðarupplýsingum Hyundai í rauntíma færðu bestu leiðirnar miðað við ríkjandi aðstæður – sem og nákvæmustu áætlanirnar um komutíma.
Það hefur aldrei verið auðveldara að leita að heimilisfangi, áhugaverðum stað eða samblandi af hvoru tveggja. Textaleit gerir þér kleift að finna staðinn sem þú leitar að.
Auðvelt er að leggja í þröng bílastæði með bílastæðakerfinu: Bíllinn leggur nánast sjálfur í stæðið með aðstoð ýmissa skynjara og hugbúnaðar.
Með stemningsstillingum getur þú notið þægilegra umhverfishljóða á löngum akstri eða í umferðinni á háannatíma. Þú getur valið um sex mismunandi hljóðheima til að hlusta á meðan þú slappar af.
Ertu að leita að frábærum veitingastað eftir langan akstur? LA LISTE er nú í boði fyrir i20, þar sem finna má meðmæli með bestu veitingastöðunum á þínu svæði.
Virkjaðu raddstýringu til að stjórna i20 með hnappi sem gerir þér kleift að stjórna loftkælingu, hitastigi, sætishitun og fleiri eiginleikum bílsins með röddinni.
Við setjum öryggi þitt í forgang. Ef þú lendir í alvarlegu slysi í i20 er sjálfkrafa hringt í viðbragðsaðila og þeim send staðsetning bílsins.
Með Hyundai SmartSense, hugvitsamlega akstursaðstoðarkerfinu okkar, býður nýr i20 upp á bestu akstursöryggistæknina í sínum flokki – sem er hönnuð til að tryggja þér aukið öryggi og hugarró. Mikið af þessum búnaði finnst vanalega ekki í flokki sambærilegra bíla.
Í fyrsta sinn er nýr þennan bíl búinn akreinaaðstoð. Þegar kveikt er á henni heldur hún bílnum á miðri akreininni á hraða milli 0 og 180 km/klst. á þjóðvegum og á götum innanbæjar.
Kerfið notar ratsjárskynjara á neðanverðum afturstuðaranum og myndavél að framan til að vara við umferð á blindsvæðunum. Ef stefnuljós er gefið við slíkar aðstæður virkjar kerfið hljóðviðvörun og hemlar til að koma í veg fyrir árekstur.
Þegar bakkað er út úr stæðum þar sem skyggni er lítið varar kerfið ekki aðeins ökumanninn við þegar bílar nálgast frá hlið – heldur beitir það einnig hemlunum sjálfkrafa.
FCA-árekstraröryggiskerfið greinir veginn fram undan með ratsjá og myndavél og hemlar sjálfkrafa þegar það greinir óvænta hemlun hjá bílnum fyrir framan eða gangandi vegfarendur og hjólreiðafólk á veginum.
Notar fyrsta flokks leiðsögukerfi til að sjá fyrir beygjur eða beina kafla fram undan á þjóðvegum og stillir hraðann til að tryggja öruggari akstur.
Árekstraröryggiskerfi að aftan fyrir bílastæði veitir þér aukið öryggi þegar þú bakkar i20 í þröng stæði. Kerfið hemlar sjálfkrafa þegar það greinir hættu á árekstri.
Þessi hugvitssamlegi eiginleiki fyrir borgarakstur lætur ökumanninn vita þegar bíllinn á undan ekur af stað, t.d. á umferðarljósum eða í umferðarteppu.
Hljóðrænar og myndrænar ábendingar birtast þegar farið er yfir hámarkshraða. Með handvirkri hraðatakmörkun er hraði bílsins stilltur sjálfkrafa.
Með byltingarkenndri hönnun og fyrsta flokks öryggiskerfi vísar i20 veginn í flokki sambærilegra bíla með framúrskarandi snjalltækni og nýjum, sportlegum hönnunareinkennum. Með háþróuðum tengimöguleikum ertu alltaf í sambandi – líka á ferðinni. Nýjar aflrásir og gírskiptingar ryðja veginn fyrir fágaðri og sjálfbærri akstursupplifun.
Höfundarréttur © 2024 Hyundai á Íslandi. Allur réttur áskilinn.