KONA EV

Framtíð sem ekki þarf að bíða eftir.

Framtíðin er komin. Núna. Rennilegri og fágaðri KONA rafbíll státar af endurbættri hönnun, nýjustu snjalltækni og allt að 484 km1 drægni á einni hleðslu.

Kynntu þér nýjan KONA-rafbíl.

Löngunin til að knýja á um framfarir fyrir mannkynið drífur okkur hjá Hyundai áfram. Þess vegna smíðum við ökutæki sem líta betur út og ná lengra. KONA rafbíllinn er dæmi um slíkt ökutæki en hann býr bæði yfir hrífandi hönnun og fjölhæfni. Kynntu þér þennan einstaka rafbíl betur.

Enginn sagði að rafknúnar samgöngur þyrftu að vera leiðinlegar: Njóttu sportlegrar hröðunar með allt að 484 km drægni á einni hleðslu.

Rennilegri og fágaðri hönnun ytra byrðis fangar athyglina með flæðandi línum, afgerandi LED-ljósum og sportlegum hönnunaratriðum sem draga saman einkennandi þætti í smájeppunum frá Hyundai.

10,25" stafrænn mælaskjár og 10,25" snertiskjár fyrir miðju ljá ökumannsrýminu hátæknilegt yfirbragð og tryggja hámarksyfirsýn og -stjórn.

Hvað er rafbíll?

Rafbíll á borð við KONA rafbílinn notar ekki brennanlegt eldsneyti og er útblásturslaus. Þar sem rafbílar eru hvorki með kúplingu né gíra minnkar viðhaldskostnaður og þökk sé 395 Nm togi taka þeir leiftursnöggt af stað. Þýð og skjót hröðun er ávísun á öflugan og spennandi akstur.

Fyrsta flokks stafrænt ökumannsrými.

Meðal helstu atriða í þessu framúrskarandi stafræna ökumannsrými má nefna 10,25" mælaskjá og 10,25" miðlægan snertiskjá með eiginleika til að skipta skjánum.

Fyrsta flokks öryggisbúnaður.

Nýr KONA skarar fram úr í sínum flokki með fjölbreyttu úrvali Hyundai SmartSense-öryggiskerfa sem mörg hver eru hluti af staðalbúnaði bílsins.

KONA og KONA Hybrid.

Hvað hentar þér? Nýr Hyundai KONA er fáanlegur sem rafbíll en einnig með öðrum rafknúnum aflrásum, m.a. með 48 volta samhliða hybrid-útfærslu. Kona státar af verðlaunahönnun en ef þú ert að leita að enn sportlegra og kraftmeira útliti er N Line hönnunin, sem er í anda kappakstursbíla, loksins í boði fyrir KONA.

Nýr KONA.

Nýr KONA með djarfri og framsækinni hönnun, háþróuðum tengimöguleikum og nýjasta öryggisbúnaði.

KONA Hybrid.

KONA Hybrid sameinar fallegt útlit og stórkostlega sparneytni.

Rafvæðing Hyundai.

Ertu ekki viss um að rafbíll sé rétti kosturinn fyrir þig? Nánari upplýsingar.

7 ára ábyrgð.

Eins og allir Hyundai-bílar eru KONA rafbílarnir smíðaðir samkvæmt ströngustu gæðastöðlum. Til viðbótar þessari gæðatryggingu fylgir honum sjö ára ábyrgð til að þú getir notið lífsins, án þess að hafa áhyggjur af bílnum. Auk þess er afkastamikil LiPo-rafhlaðan með átta ára eða 160.000 km ábyrgð, hvort sem kemur fyrr. Aktu um áhyggjulaus með eina bestu ábyrgð sem fyrirfinnst í bílaiðnaðinum – sem staðalbúnað.

Vélartækni framtíðarinnar.

Allar nýskráðar bensínvélar í Hyundai KONA í Evrópu uppfylla Euro 6d-losunarstaðlana.

Kynntu þér nýjan KONA rafbíl nánar.

Óska eftir símtali frá söludeild Hyundai

Bóka þjónustu

Bóka reynsluakstur

Vinsamlegast athugið:
Hafa skal gilt ökuskírteini meðferðis þegar mætt er í reynsluakstur.