Hönnun

Kraftmikill og stílhreinn.

Með kraftmikilli uppfærslu á þessum djarfa borgarbíl sannast hið fornkveðna að margur er knár þótt hann sé smár.

Ytra byrði

Endurhannaður til að láta að sér kveða.

Nýr i10 lætur að sér kveða með sportlegu útliti, lágu þaki og löngu hjólhafi. Stílhrein og kraftmikil hönnunin skapar andstæður á milli mjúks yfirborðsins og skarpra lína. Vöðvar mannslíkamans undir sportlegum fatnaði urðu að innblæstri fyrir hönnunina og stílhrein, mjúk en kröftug yfirbyggingin er mótuð til að tryggja ríflegt innanrými.

Áberandi mynstur á grilli.

Breitt, stallað grillið er með nýju sexstrendu mynstri sem leggur áherslu á sportlegt útlit nýs i10.

16" álfelgur.

Bættu í sportlegt yfirbragðið með 15" eða 16" álfelgum með nýrri og nettari hönnun.

Hannaðu þína útgáfu.

Þú hefur val um sjö liti á ytra byrði og tvílitt þak sem fæst í svörtu til að hanna þinn eigin bíl. Á meðal tveggja nýrra lita eru sumargrár og skýjablár.

HME_AC3_ICE_EViz_EXT_PM2_MetaBluePearl_52910K7500_SHOT1
previous arrow
next arrow
Slide
LED dagljós

LED-dagljósin hafa nú verið innbyggð í sportlegt breitt framgrill með nýrri sexhyrndri hönnun.

previous arrow
next arrow

Innanrými

Hárnákvæmt rými.

Innanrýmið með hárfínum mynstrum og ferskri áferð tekur á móti þér með stílhreinum og nútímalegum faðmi. Þrívítt og glæsilegt sexstrent mynstur ljáir klæðningunni á mælaborðinu og hurðunum sportlegt yfirbragð. Hringlaga loftunaropin teygja sig frá mælaborðinu og yfir hurðarklæðninguna, sem eykur á rýmistilfinninguna. Veldu á milli fjögurra ólíkra litasamsetninga til að hanna innanrýmið eftir þínum smekk.

Hiti í stýri.

Hlýjar hendur þegar kalt er í veðri. Stýrið er með hitaeiginleika og allar stýringar eru haganlega staðsettar til að tryggja að þú hafir tengimöguleikana ávallt við höndina.

Hiti í framsætum.

Hlýtt og notalegt á veturna. Njóttu þægindanna sem upphituð sæti veita á köldum dögum. Sætin hitna með hraði.

8" skjá- og hljóðkerfi.

Njóttu þægindanna sem fylgja þráðlausri snjallsímaspeglun á 8” snertiskjá með Apple CarPlay™ og Android Auto™.

Slide
Stafrænt LCD mælaborð

Stílhreina og framúrstefnulega stafræna 4,2" LCD mælaborðið veitir þér auðveldan aðgang að fjölbreyttu úrvali bílastillinga og ökumannsupplýsinga.

previous arrow
next arrow

Meiri stíll með fjólubláa pakkanum.

Fjólubláa pakkanum fylgir köflótt efni á sæti með lóðréttum fjólubláum línum og saumi, auk þess sem það er ljósfjólublár saumur á stýrinu.

Lífgaðu upp á bílinn með fjólubláum blæ.

Fjólublái pakkinn lífgar upp á bílinn með ljósfjólubláum lit á loftopum og fjólubláum blæ á mælaborði og neðri hluta miðstokks.

Kynntu þér Hyundai i10 betur.