STARIA.

Hannaður fyrir bæði fjölskyldur og fyrirtæki.

STARIA býður upp á nýjustu tækni í samgöngulausnum sem gera ferðatímann þægilegri, afkastameiri og þess virði.

Þessi gerð er hugsanlega ekki enn komin í sölu í þínu landi. Ekki er enn búið að ákvarða eldsneytisnotkun og koltvísýringsgildi fyrir þessa gerð.   Frekari upplýsingar um opinbera tölfræði fyrir eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings í nýjum fólksbílum er að finna í „Viðmiðanir um eldsneytisnotkun, losun koltvísýrings og rafmagnsnotkun í nýjum fólksbílum“ (hægt að nálgast á öllum sölustöðum) frá DAT (Deutsche Automobil Treuhand).  

Endurskilgreind fjölhæfni.

STARIA er hannaður með rúmgott innanrými og þægilega og sveigjanlega farangurshleðslu og getur uppfyllt þarfir þínar. Mikill farangur? Eða margir farþegar? Eða hvort tveggja? Þitt er valið. STARIA er í boði sem sendiferðabíll, skutbíll eða í Premium-útfærslu sem er smekkfull af dýrindis hönnun og einstökum þægindum. STARIA er hannaður til að koma til móts við þarfir allra.

STARIA Premium

Áður óþekkt þægindi.

Ytra byrðið er nýstárlegt með straumlínulöguðum útlínum sem eru brotnar upp með flæðandi sveigju sem liggur frá afturhluta og yfir allan bílinn. Innblástur hönnunarinnar er sóttur í rosabauginn sem lýsir upp sjóndeildarhring jarðar við sólarupprás.

LED-aðalljós.

Teningslaga LED-aðalljósin eru hönnuð undir formerkjum fegurðar og sýnileika við allar aðstæður.

Grillið.

Stórt og breitt grillið státar af einstöku mynstri sem skapar eftirminnilegt útlit. Aðalljósin sitja neðarlega sitt hvoru megin við grillið og undirstrika fágað yfirbragð hans.

18" felgur.

18 tommu felgur með úrvali mynstra undirstrika glæsileika Premium-útfærslunnar.

Afturljósasamstæða.

Afturljósin eru með einstakri myndeindahönnun Hyundai og skrautlistum ofan sem skapa samfellu.

Hönnun innanrýmis.

Innanrými STARIA er sótt í smiðju hönnunar á setustofum skemmtiferðaskipa og býður upp á dýrindis þægindi og afslappað andrúmsloft. Nýstárleg hönnun endurspeglast í lágum listum á hliðum ásamt víðum og umlykjandi gluggum og skapar rúmgott og örvandi umhverfi fyrir farþega.

Slökunarsæti.

Best útbúna gerð STARIA með sjö sætum er með snertislökunarstillingu í sætum í annarri sætaröð. Sætið lagast sjálfkrafa að líkamsstöðu farþega, dreifir þyngdinni jafnt og kemur jafnvægi á líkamann.

Tæknilegt útlit.

Ökumannsrýmið er hannað með þarfir ökumannsins í fyrirrúmi með 10,25 tommu skjá, snertistjórnun á miðstokki og gírskiptihnappi. Stafræna mælaborðið er efst á stjórnborðinu og veitir ökumanninum óhindrað útsýni.

Previous slide
Next slide

STARIA

Fjölnota bíll.

STARIA er fáanlegur í mörgum útfærslum og með ýmsum sætasamsetningum. Fyrir þá sem þurfa nóg pláss er STARIA fáanlegur sem sendiferðabíll, annað hvort með 3 eða 6 sætum. Samsetning STARIA Wagon er hönnuð með hliðsjón af farþegaflutningum og státar af 9 sætum og er því bæði hentugur sem vinnutæki og til einkanota. Og þó svo að öll sætin níu séu í notkun tekur farangursrýmið samt 831 lítra.

Ábyrgð

7 ára ábyrgð.

Eins og allir bílar frá Hyundai er STARIA smíðaður samkvæmt ströngustu gæðastöðlum. Til viðbótar þessari gæðatryggingu fylgir honum sjö ára ábyrgð til að þú getir notið lífsins, án þess að hafa áhyggjur af bílnum. Aktu um áhyggjulaus með eina bestu ábyrgð sem fyrirfinnst í bílaiðnaðinum – sem staðalbúnað.

Óska eftir símtali frá söludeild Hyundai

Bóka þjónustu

Bóka reynsluakstur

Vinsamlegast athugið:
Hafa skal gilt ökuskírteini meðferðis þegar mætt er í reynsluakstur.