Hönnun

Hönnun sem lætur að sér kveða.

Santa Fe Plug-in Hybrid er ábúðarmikill í útliti þannig að eftir er tekið. Hann er gerður fyrir öruggan og kraftmikinn akstur. Breið staðan og afgerandi hönnunin fer ekki fram hjá neinum.

Santa Fe í 20 ár – þróun goðsagnar.

Árið 2000 kynnti Hyundai til sögunnar Santa Fe og tók sér um leið stöðu sem leiðandi aðili á jeppamarkaðinum. Santa Fe hefur átt miklum vinsældum að fagna og fagnar nú 20 ára afmæli sínu. Kynntu þér hvernig fyrsti jeppinn okkar hefur þróast í gegnum árin.

Fyrsta kynslóðin hafði kraftmikið en fágað útlit og var töluvert lengri og breiðari en margir bílar keppinauta okkar sem undirstrikaði hversu vel hann hentaði fyrir akstur í torfærum.

Önnur kynslóðin einkenndist af meira afli, meira plássi og endurbættu öryggiskerfi, ásamt aukinni stjórn við mismunandi aksturs- og veðurskilyrði.

Þriðja kynslóðin bauð upp á enn meiri þægindi og gæði til viðbótar við nýja hönnunarstefnu þar sem áherslan var á fágaðar línur og afgerandi fleti.

Einstakt yfirbragð fjórðu kynslóðarinnar er undirstrikað með fáguðu útliti, nýjustu tækni, besta öryggisbúnaðinum í flokki sambærilegra bíla og einstaklega miklu rými.

Hönnun á nýja útlitinu – frá skissu yfir í sýningarsalinn.

Í upphafi hönnunarferlisins voru skissurnar yfirleitt ekki meira en gróf drög að hugmynd sem rissuð var á blað með blýanti. Hönnunarteymið einbeitti sér að því að laða fram mjúkar og fágaðar línur. Þær undirstrika breiða stöðu og styrk bílsins og mynda fullkominn samhljóm.

Við nútímavæddum Santa Fe með hágæðabúnaði og aðlaðandi útliti sem við vorum viss um að myndu auka virði hans. Afgerandi og flæðandi línur ljá Santa Fe kraftmikið en jafnframt fágað útlit sem er nákvæmlega það sem bílakaupendur vilja. Auk þess höfum við lagt mikið upp úr því að skapa verulega fjölskylduvænan bíl með fjölmörgum eiginleikum og búnaði sem gera hvern bíltúr ánægjulegan.

Ytra byrði

Kraftmikið en jafnframt fágað útlit.

Nýr Santa Fe Hybrid hefur verið endurhannaður og er nú stærri, djarfari og áhrifaríkari. Samþætting kraftmikils yfirbragðs og rennilegrar fágunar einkennir breytta hönnun að innan sem utan sem á engan sinn líka í flokki sambærilegra bíla.

Sérstaklega geislandi.

Ný LED-aðalljós eru staðalbúnaður og skarta einstökum T-laga LED-dagljósum sem fanga athyglina á augabragði.

Áræðið yfirbragð.

Ný ílöng hönnun afturljósanna er tengd saman með rauðri umgjörð með endurskini til að leggja áherslu á breiða yfirbygginguna.

Slide
Kraftmikil útgeislun.

Breitt grill með eftirtektarverðu þrívíðu mynstri flæðir áreynslulaust inn í aðalljósin til að skapa samfelldara útlit.

Slide
Nýjar 19" álfelgur.

Lifðu stórt. Þú getur útbúið Santa Fe Hybrid með sérstökum 19" álfelgum sem endurspegla öfluga hybrid-aflrásina.

Slide2
Breiðari og voldugri brettakantar.

Breiðar brettakantaklæðningar og nýjar álfelgur undirstrika sterkan karakter nýs Santa Fe Hybrid.

Slide2
Ný og djörf hönnun á framstuðaranum.

Á neðri stuðaranum umvefur sterkbyggð hlífin neðra loftinntakið og undirstrikar þannig byggingarlag grillsins. Sterkleg og straumlínulöguð inntök minnka loftmótstöðu og skerpa á heildarútliti bílsins.

Slide2
Hybrid-merki.

Þrátt fyrir að uppfærslur á ytri hönnun séu þær sömu fyrir allar þrjár gerðir aflrása er Hybrid-bíllinn auðkenndur með sérstöku merki á afturhlutanum sem ber sparneytnum eiginleikum hans vitni.

previous arrow
next arrow
Previous slide
Next slide

Djarfir og afgerandi litir að utan.

Veldu það sem þér finnst best. Með val um 9 fallega liti að utan geturðu hannað nýjan Santa Fe-tengiltvinnbíl eftir þínu höfði. Þrír nýir litir að utan hafa bæst í föngulegan hópinn: Jökulhvítur, grábrúnn og lónblár.

Innanrými

Fyrsta flokks efni. Mikið rými. Nýjasta tækni.

Um leið og þú sest í rúmgott innanrými Santa Fe-tengiltvinnbíls upplifirðu samstundis: Meira rými, aukin þægindi og meira notagildi í samanburði við eldri gerð. Upplifðu áður óþekktan lúxus mjúkra fyrsta flokks áklæða eða leðurs, hvert sem litið er. Og fyrir þá sem vilja ennþá meiri lúxus er Santa Fe Hybrid fyrsti bíllinn frá Hyundai sem hægt er að fá með lúxuspakka.

Aflíðandi miðstokkur

Eitt af því sem einkennir nýtt útlit innanrýmisins er aflíðandi miðstokkurinn sem líður inn í leðurklæddan árekstrarpúðann í mjúkri sveigju. Miðstokkurinn er klæddur mjúku áklæði og búinn fjölbreyttum tæknibúnaði sem kallar fram fallega áferð farþegarýmisins.

Glasahaldarahlíf.

Haganlega hannað rennilok á nýja miðstokknum gerir þér kleift að hylja annan glasahaldarann og USB-tengi svo snyrtimennskan í innanrýminu sé ávallt í fyrirrúmi.

Geymslubakki í miðstokknum.

Bakkinn undir aflíðandi miðstokknum býður auk þess upp á aðgengilega geymslu fyrir persónulega muni.

Previous slide
Next slide

Stafrænn mælaskjár.

Uppfærsla innanrýmisins er fullkomnuð með nýjum 12,3" stafrænum mælaskjá sem hægt er að sérstilla.

Nýr 10,25" snertiskjár.

Allt sem þú þarft á einum stórum skjá. Haganlega staðsettur 10,25" snertiskjárinn býður upp á skýra mynd, einfalda notkun og speglun fyrir snjallsíma.

Rafrænir gírskiptihnappar.

Skiptu á milli framgírs, hlutlauss gírs, bakkgírs og stöðugírs með þægilega staðsettum hnöppum á aflíðandi miðstokknum.

Uppgötvaðu alla kosti þessa sjö sæta jeppa.

Vinsælasti jeppinn okkar í Evrópu, nýr Santa Fe Plug-in Hybrid, er ekki bara stærri heldur líka betri. Upplifðu meira pláss og meiri snjalltækni á borð við fyrsta flokks tengimöguleika og öryggisbúnað. Kynntu þér þetta nánar með því að smella á myndirnar hér fyrir neðan.

Óska eftir símtali frá söludeild Hyundai

Bóka þjónustu

Bóka reynsluakstur

Vinsamlegast athugið:
Hafa skal gilt ökuskírteini meðferðis þegar mætt er í reynsluakstur.