Alhliða öryggis- og tengimöguleikapakki nýs i10 gefur hugtakinu lítill borgarbíll nýja merkingu.
Stjórnaðu i10 með snjallsímanum – eða með röddinni. Bluelink Connected Car Services býður upp á hnökralausa tengingu með nettengdri raddstýringu og búnaði sem gerir aksturinn þægilegri og ánægjulegri. Ókeypis fimm ára áskrift að Hyundai LIVE Services fylgir með leiðsögukerfi á 8" skjá. Þar er boðið upp á upplýsingar um umferð í rauntíma, veður og áhugaverða staði, sem og viðvaranir um hraðamyndavélar þar sem slíkt er leyft í lögum.
Þú getur valið á milli tveggja bensínvéla: 67 ha. 1,0 lítra, þriggja strokka vél og 84 ha. 1,2 lítra, fjögurra strokka vél. Báðar vélarnar eru í boði með vali á milli tveggja gírskiptinga. ECO-pakki er einnig í boði, með sérstilltu gírhlutfalli, fjórum sætum og 14 tommu felgum til að tryggja hámarkssparneytni.
Fimm gíra hálfsjálfvirk beinskiptingin skiptir sjálfvirkt á milli gíra eins og hefðbundin sjálfskipting en býður á upp meiri sparneytni. Þetta næst með minni þyngd hennar og minni núningi samanborið við hefðbundnar sjálfskiptingar.
Njóttu minni eldsneytisnotkunar með hárnákvæmum rafrænum skiptingum og mikilli vélrænni skilvirkni. Ekkert afl glatast vegna óskilvirkra skiptinga.
Mikil mýkt. Gírskiptingin er alsjálfvirk. Stöðug notkun kúplingsfótstigsins og gírstangarinnar í mikilli umferð er úr sögunni.
Vilt þú sjá um gírskiptinguna? Ekkert mál. Handvirk skipting gerir þér kleift að velja þitt eigið aksturslag, án þess að þurfa að vera á kúplingunni.
Mjúkur fimm gíra gírkassinn er hannaður fyrir snögga og nákvæma gírskiptingu.
Þessi rúmgóði og fjölhæfi borgarbíll gerir þér kleift að sinna öllum verkefnum í annríki hversdagsins. Þannig hefurðu nægt farangursrými og sveigjanleika til að lifa lífinu, hvort sem þú þarft að koma stórinnkaupunum fyrir eða farangrinum fyrir sumarbústaðarferðina. Þá kemur þú einnig til með að njóta góðs af fjölbreyttum og hagnýtum búnaði og sveigjanlegri farangursgeymslu, sem er með þeim stærri í flokki sambærilegra bíla.
Farangursgeymslan er 252 lítrar og ein sú stærsta í flokki sambærilegra bíla, auk þess að vera mjög sveigjanleg. Þegar aftursætin eru lögð niður er hún orðin 1050 lítrar.
Á miðstokknum er haganlega staðsettur þráðlaus hleðslubakki þar sem þú getur hlaðið Qi-samhæfa snjallsíma þráðlaust.
Með Hyundai SmartSense, hugvitsamlega akstursaðstoðarkerfinu okkar, býður nýr i10 upp á einn af bestu akstursöryggistæknipökkunum í sínum flokki – sem er hannaður til að tryggja þér aukið öryggi og hugarró. Ný fjölnota myndavél býður upp á fimm mismunandi aðgerðir: FCA-árekstraröryggiskerfi, háljósaaðstoð, akreinastýringarkerfi, athyglisviðvörun og hraðatakmörkun.
Akreinastýringin notar myndavélina framan á bílnum til að greina vegamerkingar. Ef farið er óvart yfir línu varar hún ökumanninn við og beitir stýrisátaki til að beina bílnum aftur inn á akreinina.
FCA-árekstraröryggiskerfið er háþróaður akstursöryggisbúnaður sem varar ökumenn við í neyðartilvikum og hemlar sjálfkrafa ef þess gerist þörf. Kerfið er virkt á hraða frá 8 km/klst. og greinir önnur ökutæki og gangandi vegfarendur.
Fjölnota myndavélin greinir fjarlægðina í ökutæki fyrir framan. Hún virkjar sjónrænar viðvaranir og hljóðmerki ef hætta á árekstri greinist.
Þegar kerfið greinir þreytu eða einbeitingarleysi varar það þig við með hljóðmerki og viðvörunarskilaboðum þar sem mælt er með því að þú takir þér hlé frá akstrinum.
Greinir ökutæki úr gagnstæðri átt og ökutæki fram undan og skiptir sjálfkrafa á lágu ljósin. Þegar engin ökutæki greinast lengur er aftur kveikt á háljósunum til að hámarka útsýnið.
Þessi hugvitsamlegi eiginleiki fyrir borgarakstur lætur ökumanninn vita þegar bíllinn á undan ekur af stað, t.d. á umferðarljósum eða í umferðarteppu.
Höfundarréttur © 2024 Hyundai á Íslandi. Allur réttur áskilinn.