Búnaður

Aukin þægindi. Meira öryggi. Fágaðri tækni.

Santa Fe Plug-in Hybrid skarar fram úr í sínum flokki, enda er sérstök áhersla lögð á þægindi og notagildi. Hann fæst nú með auknu úrvali af framúrskarandi snjalltækni eins og nýju tengiltvinnaflrásinni, fyrsta flokks öryggisbúnaði og framúrskarandi tengimöguleikum.

Afköst

Ný hybrid-aflrás býður upp á aukna sparneytni og aukið afl.

Framsækið, fullkomlega samhliða hybrid-kerfið skilar 265 hö. úr nýrri 180 ha. 1,6 lítra T-GDi vélinni og 66,9 kW rafmótornum. Öflug 13,8 kWh rafhlaðan býður einnig upp á hreina rafstillingu með því að ýta á hnapp. Þegar hleðslan á rafmótornum er búin skiptir bíllinn hnökralaust yfir á bensínvélina til að koma þér á áfangastað – og þú getur hlaðið síðar.

Ný sex þrepa sjálfskipting.

Ný sex þrepa sjálfskiptingin skilar betri gírskiptingum og meiri sparneytni en eldri gerðin.

Nýtt byggingarlag sem sparar pláss.

Vegna nýja byggingarlagsins er hægt að koma rafhlöðunni fyrir undir framsætinu farþegamegin – sem skilar aukinni sparneytni án þess að hafa áhrif á farþega- eða farangursrými.

LiPo-rafhlaða.

Aflmikil 13,8 kWh rafhlaðan býr yfir mjög góðum eiginleikum til hleðslu/afhleðslu, sem hámarka bæði rafakstur og orkugeymslu.

Öflugur rafmótor.

Njóttu rafknúinnar hröðunar. 66,9 kW rafmótorinn skilar miklu togi og mikilli sparneytni. Hann býður einnig upp á sérlega mikla hröðun þegar tekið er af stað.

Orkuflæði.

Nýr Santa Fe Plug-in Hybrid skiptir hnökralaust á milli þess að nota bensínvélina og rafmótorinn, allt eftir aðstæðum hverju sinni. Endurheimtarkerfi hemlaorku hleður rafhlöðuna með því að nota rafmótorinn til að hægja á bílnum. Orkan sem er geymd í rafhlöðunni er svo notuð til að knýja rafmótorinn sem hjálpar til við að knýja bílinn við hröðun, þegar ekið er upp brekku eða við hægan akstur. Hér er þetta flókna orkuflæði sýnt.

Slide1
Gangsetning/lítill hraði.

Þegar Santa Fe Hybrid er gangsettur eða honum er ekið hægt knýr raforkan sem er geymd í rafhlöðunni rafmótorinn og þar með bílinn áfram.

Slide1
Inngjöf/ekið upp brekku.

Við mikla inngjöf eða akstur upp brekku vinna rafmótorinn og bensínvélin saman til að hámarka hröðun og lágmarka eldsneytisnotkun.

Slide1
Jafn hraði.

Þegar ekið er á jöfnum hraða kemur aflið ýmist frá bensínvélinni eða rafmótornum, hvort sem er hagkvæmara hverju sinni.

Slide1
Endurheimt hemlaorku.

Þegar dregið er úr hraða (t.d. með hemlun þegar ekið er niður brekku) virkar rafmótorinn eins og rafall sem breytir hreyfiorku í raforku sem er síðan geymd í rafhlöðunni.

Slide1
Dregið úr hraða / ekið niður brekku.

Endurheimtarkerfi hemlaorku hleður rafhlöðuna með því að nota rafmótorinn til að hægja á bílnum. Þegar dregið er úr hraða eða ekið niður brekku er orkan sem verður til geymd í rafhlöðunni.

previous arrow
next arrow

Aksturs- og torfærustilling.

Snjór eða sandur? Sportakstur eða sparneytni? Þitt er valið. Veldu þá akstursstillingu sem hentar aðstæðum hverju sinni eða stemningunni á einfaldan máta! Veldu sportstillingu til að auka afköstin með breyttu viðbragði við inngjöf, gírskiptingum og stýrisátaki. Eco-stilling skilar hámarkssparneytni með breyttri hröðun, gírskiptingum og orkuþörf loftræstingar. Veldu Comfort-stillingu fyrir venjuleg afköst með góðri sparneytni.

Fínstillir stýringu með því að lágmarka spólun í hálku og snjó með því að stilla vélarafl, gírskiptimynstur, spólvörn og tog í aldrifi.

Stillir bílinn til að taka mjúklega af stað og auka afkastagetu við akstur á mjúkum og torfærum vegum með því að stilla vélarafl, gírskiptimynstur, spólvörn og tog í aldrifi.

Stillir bílinn til að auka viðeigandi afkastagetu við akstur á hálum og torfærum vegum með því að stilla vélarafl, gírskiptimynstur, spólvörn og tog í aldrifi.

HTRAC™-aldrifskerfi.

Vont veður? Krappar beygjur? Ekkert mál. Santa Fe fæst með hinu snjalla HTRAC™-aldrifskerfi sem býður upp á frábæra aksturseiginleika og afköst í beygjum – sem gerir akstur á hálum götum í borginni og torfærum sveitavegum öruggari og miklu afslappaðri.

Slide
Comfort-stilling.

Comfort-stilling veitir aukinn stöðugleika. Við hálar aðstæður dreifir kerfið afli sjálfkrafa til allra fjögurra hjólanna.

Slide
Eco-stilling.

ECO-stilling skilar meiri sparneytni með því að senda eingöngu afl til framhjólanna. Við hálar aðstæður dreifist afl sjálfkrafa á hvert hjól fyrir sig.

Slide2
Sportstilling.

Sportstilling skilar aukinni hröðun með allt að 50% meira togi til afturhjólanna. Við hálar aðstæður skiptist afl sjálfkrafa á milli allra hjólanna.

Slide2
Snjallstilling.

Snjallstilling lagar sig að aksturslagi þínu og akstursaðstæðum í rauntíma og skiptir sjálfkrafa á milli Eco-, sport- og Comfort-stillinga til að skila hámarksafköstum.

previous arrow
next arrow

Kraftmikil fjöðrun.

MacPherson-fjaðrabúnaður skilar auknum stöðugleika og bættum aksturseiginleikum. Fjölliða afturfjöðrun gerir aksturinn þægilegri og tekur minna pláss.

Hleðsla

Margar hentugar hleðsluleiðir.

Nýstárleg aflrásartækni Santa Fe-tengiltvinnbílsins tryggir að hægt er að hlaða hann á fljótlegan og þægilegan hátt. Veldu á milli uppsetningarvalkosta á heimili og sífellt fleiri hleðslustöðva sem í boði eru þegar þú ert á ferðinni. Þegar þú stingur í samband heima geturðu tímasett hleðslu með snjallsímanum og í Bluelink®-forritinu utan álagstíma til að tryggja lægra verð.

Þú hefur ýmsa möguleika til að hlaða bílinn, allt eftir því hvernig rafveita er heima hjá þér eða hvernig hleðslustöð þú hefur aðgang að. Dæmi um hleðslumöguleika eru heimahleðslustöð eða hleðslustöð með riðstraumi.

Einnig er hægt að tengja hann við venjulega heimilisinnstungu með því að nota ICCB-snúruna (með innbyggðu stjórnboxi). Santa Fe Plug-in Hybrid er búinn hleðslutæki sem ræður við 7,2 kW og umbreytir riðstraumi úr vegginnstungunni í jafnstraum sem hleður rafhlöðu bílsins.

Hleðslusnúra tengir Santa Fe-tengiltvinnbílinn við hleðslustöðvar með riðstraumi. Einnig má nota snúruna til að tengja við heimahleðslustöð.

Slide1
Hleðslutímastýring.

Háþróað rafhlöðustjórnkerfi í Santa Fe-tengiltvinnbílnum veitir þér fullkomna stjórn á því hvenær og hvernig þú hleður bílinn. Veldu tíma sem hentar þínum tíma og fjárhag best og fáðu nákvæmar upplýsingar um hleðslutíma.

Slide1
Hleðslutími tekinn frá.

Aðeins örfáar snertingar og þú sparar pening. Notaðu tímastillta hleðslu til að stilla upphaf og lok hleðslutíma þannig að þú getir nýtt þér lægra raforkugjald utan álagstíma og stigið inn í bíl með fullhlaðinni rafhlöðu þegar þú vaknar.

Slide1
Hleðsluhámark.

Stilltu hleðsluhámark – til dæmis 50% – til að nýta þér hraðhleðslustöð í borginni fyrir aksturinn heim. Svo geturðu fullhlaðið rafhlöðuna heima á meðan þú sefur til að nýta þér lægra raforkugjald að nóttu til.

previous arrow
next arrow

Finndu hleðslustöð og bílastæði!

Santa Fe Plug-in Hybrid býður upp á allt sem þú þarft til að njóta rafknúinna samgangna eins og þær gerast bestar. Ókeypis LIVE Services-áskriftin veitir þér aðgang að rauntímaupplýsingum um hleðslustöðvar, bílastæði og Hyundai-umboð. Auk þess færðu rauntímaupplýsingar um umferð, viðvaranir um hraðamyndavélar*, netleit fyrir áhugaverða staði og veðurskilyrði.

Slide
Leit að hleðslustöð.

Þú þarf aldrei að hafa áhyggjur af því að verða rafmagnslaus: Fáðu rauntímaupplýsingar um hleðslustöðvar, t.d. um staðsetningar, tegundir tenginga og tiltækileika.

Slide
Bílastæðaleit.

Bílastæðaleitin hjálpar þér að finna og bera saman bílastæðamöguleika í bílastæðahúsum, á bílastæðum og við götuna.

Slide2
Hyundai-umboð.

Fáðu rauntímaupplýsingar um nálæg Hyundai-umboð. Þetta getur verið gagnlegt ef þú þarft að láta þjónusta bílinn þegar þú ert fjarri heimaslóðum.

Slide2
Hraðamynda-vélaviðvörun

Njóttu afslappaðri aksturs með hraðamyndavélaviðvörunum. Þessi alhliða þjónusta birtir viðvaranir fyrir bæði fastar og hreyfanlegar hraðamyndavélar* svo þú getir einbeitt þér að akstrinum áhyggjulaus.

Slide2
Umferðar-upplýsingar.

Með umferðarupplýsingum í rauntíma færðu upplýsingar um bestu leiðirnar miðað við aðstæður hverju sinni. Þannig kemstu hraðar á milli staða og losnar við umferðarteppur.

Slide2
Veður.

Það er alltaf gott að skoða veðurspána áður en lagt er upp í bílferð. Veðurþjónustan birtir veðurupplýsingar í rauntíma á korti fyrir allar helstu borgir Evrópu.

Slide2
Rauntíma-upplýsingar um áhugaverða staði.

Ertu að leita að einhverju sérstöku? Finndu nálæga staði og láttu forritið vísa þér beint þangað. Með ókeypis textaleit geturðu fundið staðinn sem þú leitar að á einfaldan hátt.

previous arrow
next arrow

Tengimöguleikar

Háþróaðir tengimöguleikar.

Að sjálfsögðu hefur allur stafrænn tæknibúnaður Santa Fe-tengiltvinnbílsins verið uppfærður í nýjustu snjalltækni. Þráðlaus speglun snjallsíma og nýjasti tengibúnaður á borð við Bluelink® Connected Car Services gerir þér kleift að stjórna bílnum með snjallsímanum – eða röddinni. Ókeypis fimm ára áskrift að Hyundai LIVE Services fylgir með leiðsögukerfi fyrir stóran 10,25" skjá.

Þráðlaus hleðsla.

Uppfærð þráðlaus hleðslustöð er nú enn öflugri og skilvirkari til að hægt sé að hlaða snjallsíma hratt án snúruflækju.

Apple Car Play og Android Auto.

Með þráðlausu Apple CarPlay™ og Android Auto™ er hægt að spegla snjallsímann á 8" snertiskjánum án þess að þurfa að stinga honum í samband.

Bluelink® Connected Car Services.

Stjórnaðu bílnum með snjallsímanum – eða með röddinni. Bluelink® býður upp á hnökralausa tengimöguleika og snjalleiginleika sem auðvelda þér aksturinn.

Slide
Fjarstýrðar hurðalæsingar.

Gleymdirðu að læsa bílnum? Ekki hafa áhyggjur, þessi bíll mun láta þig vita með því að senda tilkynningu í símann þinn. Þú getur síðan notað PIN-númerið þitt til að læsa eða opna bílinn með einum hnappi.

Slide2
Áfangastaður sendur í bíl.

Ef þinn i10 er búinn leiðsagnarkerfi geturðu notað Bluelink-forritið til að leita að áfangastöðum þegar þú ert ekki í bílnum. Bluelink samstillir síðan leiðina við leiðsögukerfið þitt. Þú sest bara inn og ýtir á hnapp.

Slide3
Finna bílinn minn.

Gleymdirðu hvar þú lagðir bílnum? Þú opnar bara Bluelink-forritið til að sjá hvar bíllinn þinn er – hvar sem er í heiminum.

Slide4
Þjófavarnartilkynning.

Bluelink fylgist alltaf með bílnum þínum. Ef einhver reynir að brjótast inn í i10-bílinn þinn – átt er við hurðalæsinguna og dyrnar opnaðar – sendir Bluelink-forritið tilkynningu í snjallsímann þinn.

Slide5
Upplýsingar um ástand bílsins í símann.

Þú getur framkvæmt fjartengda bilanagreiningu með Bluelink-forritinu. Skýrslan um bílinn sýnir upplýsingar um þrýsting í hjólbörðum, viðvörunarljós vegna bilana, loftpúða, hemlakerfi og margt fleira.

Slide6
Staða bíls.

Þarftu bensín? Athugaðu forritið. Notaðu fjartengdan aðgang að upplýsingum um ástand bílsins þegar þér hentar, svo sem vegalengd að næstu áfyllingu eldsneytis, hvort dyrnar eru opnar/lokaðar eða læstar/ólæstar og hvort farangursgeymsla er opin/lokuð.

previous arrow
next arrow

Þægindi

Hugvitsamleg þægindi og hægðarauki.

Njóttu þess besta í þægindum og hægðarauka með einstaklega sveigjanlegri sætaskipan og snjöllum lausnum fyrir hversdagsamstrið á borð við rafknúinn afturhlera með bendistjórnun og leiðsögn fyrir opnun afturhlera. Fótarýmið er mikið við aðra og þriðju sætaröð, farangursgeymslan er stærri og fjöldi geymsluhólfa er vítt og breitt um innanrýmið.

Sveigjanleg sætaskipan.

Ertu að leggja upp í langferð með mikinn farangur? Þá geturðu rennt fram annarri sætaröð, með 40/20/40 skiptingu, til að koma bæði farþegum og farangri fyrir án vandkvæða. Aðeins þarf að ýta á einn hnapp til að renna annarri sætaröð fram og frá til að skapa greiða leið í þriðju sætaröðina. Njóttu fyrsta flokks þæginda fyrir allt að sjö farþega með nægu farangursrými.

Sjónlínuskjár.

Sjónlínuskjárinn eykur öryggi þitt með því að varpa mikilvægum upplýsingum á borð við hraða, leiðsögn og viðvaranir beint á framrúðuna.

Fyrsta flokks KRELL-hljóðkerfi.

Einstök hljómtæki frá KRELL skila kristaltærum hljóðheimi. Tíu gæðahátalarar skila frábærum surround-hljómi um allan bílinn með fyrsta flokks 12 rása magnara með 589 vatta orku samtals. KRELL Automotive eru framúrskarandi hljómtæki fyrir bíla þróuð af KRELL, framleiðanda hágæðahljómtækja með höfuðstöðvar í Bandaríkjunum.

Slide
Rafknúinn afturhleri með bendistjórnun.

Nú er auðvelt að pakka í bílinn. Rafknúni afturhlerinn með bendistjórnun opnast sjálfkrafa þegar ökumaðurinn nálgast bílinn og snjalllykillinn greinist.

Slide
Leiðsögn fyrir opnun afturhlera.

Þessi hugvitssamlegi eiginleiki tryggir að þú hafir alltaf nóg pláss til að opna afturhlerann á öruggan hátt – eins og til dæmis þegar bílnum er lagt með afturhlerann upp að vegg.

Slide2
Umhverfismyndavélakerfi.

Er stæðið þröngt? Er bílaþvottastöðin lítil? Ekkert mál. Umhverfismyndavélakerfið í Santa Fe auðveldar örugga stýringu á þröngum svæðum.

Slide2
Rafdrifin sæti með 8 stefnustillingum.

Enn meiri þægindi. Framsæti Santa Fe eru með átta rafdrifnum stefnustillingum sem gera þér kleift að stilla þau nákvæmlega eftir þínum þörfum.

Slide2
IMS-minniskerfi.

Njóttu hámarksþæginda með einum hnappi. IMS-minniskerfið stjórnar stöðu sætisbaksins, lengd sætis og lengd sessu og stillir sætið á vistaðar stillingar fyrir tvo ökumenn.

previous arrow
next arrow

Öryggi

Aukið öryggi fyrir þig og þína.

Fyrsta flokks Hyundai SmartSense-öryggisbúnaður og háþróuð akstursaðstoðarkerfi á borð við þjóðvegaakstursaðstoð og árekstraröryggiskerfi að aftan fyrir bílastæði gera Santa Fe-tengiltvinnbílinn samkeppnishæfan við lúxusútfærslur bíla keppinautanna. Bíllinn er meira að segja búinn fjarstýrðu SPAS-bílastæðakerfi sem leggur bílnum fyrir þig.

Fjarstýrð snjallbílastæðaaðstoð.

Nýr Santa Fe Hybrid getur nú sjálfkrafa lagt í og ekið úr bílastæði. Kerfið getur meira að segja bakkað bílnum í stæði eftir að ýtt er á einn hnapp.

Árekstraröryggiskerfi að aftan fyrir bílastæði.

Þessi búnaður notar ratsjár að aftan og á hliðum til að greina hindranir þegar bakkað er og varar ökumann við og beitir hemlum til að koma í veg fyrir árekstur.

Þjóðvegaakstursaðstoð

Santa Fe Plug-in Hybrid er nú í fyrsta sinn búinn þjóðvegaakstursaðstoð. Þessi búnaður er samsettur úr akreinaaðstoð og snjallhraðastilli. Búnaðurinn notar skynjara og kortagögn til að tryggja öruggan akstur og sjálfvirka stillingu hraða þar sem hraðatakmarkanir gilda. Sérstakur hnappur á stýri gerir ökumanni kleift að kveikja á þjóðvegaakstursaðstoðinni.

Slide
Blindsvæðismynd

Nú sérðu hvað er að gerast til vinstri og hægri fyrir aftan bílinn á skjá á stafræna mælaborðinu í Santa Fe Hybrid. Myndavélarnar verða virkar þegar stefnuljósin eru sett á við akreinaskipti.

Slide
Aðstoð við örugga útgöngu.

Þessi hugvitssamlegi eiginleiki kemur í veg fyrir slys með því að greina ökutæki sem nálgast aftan frá og læsa afturhurðunum tímabundið með barnalæsingu þannig að farþegar komist einungis út úr bílnum þegar það er óhætt.

Slide2
Viðvörun um farþega í aftursæti.

Úthljóðsnemar fylgjast með aftursætunum: Þegar ökumaðurinn fer út úr bílnum birtast skilaboð á mælaborðinu. Ef kerfið skynjar hreyfingu eftir að ökumaður fer út flautar það og blikkar ljósunum.

previous arrow
next arrow

Vörn fyrir þig og þína nánustu.

Santa Fe Plug-in Hybrid er hannaður til að vernda þig og farþega þína. Til viðbótar við sex loftpúða: tvo að framan, tvo hliðarpúða og tvö loftpúðatjöld – hefur verulegum endurbótum í árekstraröryggi verið náð, þökk sé nýja Hyundai-undirvagninum. Hann gerir bílnum kleift að draga betur úr höggi við árekstur um leið og aflögun farþegarýmisins er lágmörkuð.

Uppgötvaðu alla kosti þessa sjö sæta jeppa.

Vinsælasti jeppinn okkar í Evrópu, nýr Santa Fe Plug-in Hybrid, er ekki aðeins stærri heldur líka betri. Upplifðu meira pláss og meiri snjalltækni á borð við fyrsta flokks tengimöguleika og einstaklega sparneytnar, nýjar aflrásir. Kynntu þér þetta nánar með því að smella á myndirnar hér fyrir neðan.

Óska eftir símtali frá söludeild Hyundai

Bóka þjónustu

Bóka reynsluakstur

Vinsamlegast athugið:
Hafa skal gilt ökuskírteini meðferðis þegar mætt er í reynsluakstur.