Hönnun

Vertu öðruvísi.

Nýr og einstakur Kona hefur nú gengið í gegnum umfangsmikla endurhönnun. Hann skartar nú stílhreinni og fágaðri línum sem auka enn á áræðið útlitið og sker sig úr í flokki sambærilegra bíla.

Sagan

Frá fyrstu skissu til fullunninnar vöru.

Fyrsta stig ferlisins snýst um hönnunina. Á þessu stigi felst áskorunin í því að velja leiðandi strauma sem hrífa ekki aðeins í dag heldur um ókomna tíð. Hyundai fylgist vel með tískustraumum og neyslumynstri á hverjum stað víða um heim, í því skyni að skapa frumlegar myndir og hugmyndir.

Play Video

Ytra byrði

Kynntu þér nýtt og kraftmikið útlitið.

Ný og áberandi hönnun á ytra byrði sker sig úr með stílhreinni fágun og einstökum hlífðarklæðningum. Ílöng vélarhlífin nær að skörpum línum grillsins sem er breitt og voldugt og ljær Kona kraftmikið útlit. LED-dagljós vísa veginn fram undan.

Framhlutinn.

Nýr stuðarinn flæðir mjúklega inn í klæðninguna á brettaköntunum og myndar einstakt og umlykjandi styrkt belti undir grillinu.

Hliðin.

Sportlegar útlínurnar eru undirstrikaðar með sjónrænni tengingu á milli afturhlutans og skarps og stílhreins framhluta bílsins.

Afturhlutinn.

Nýi afturstuðarinn fylgir hönnunarhugmyndinni um styrkta vörn sem er áberandi á hliðum og að framan – og er undirstrikuð með nýrri, kraftmikilli og sanseraðri hlíf.

your 360 images
Previous slide
Next slide

Innanrými

Nýjungar í tengimöguleikum og þægindum.

Nýja innanrýmið í Kona er nútímalegra og fágaðra en í forveranum með áherslu á fjölhæfni, þægindi og tengingu við umheiminn. Sterkbyggður en jafnframt fágaður – nýja hönnunin er í stíl við glæsilegt yfirbragðið og hentar athafnasömum fullkomlega. Þegar kemur að snjalltækni geturðu valið úr öllu því nýjasta í tengimöguleikum og þægilegum eiginleikum.

Nýr 10,25" snertiskjár.

Með 10,25" snertiskjánum er auðvelt að nálgast búnað bílsins, upplýsingar, afþreyingu og leiðsögn ásamt eftirlætisforritunum þínum og tónlistinni í gegnum speglun fyrir snjallsíma.

Kynntu þér nýjan KONA nánar.