Búnaður

Búinn nýjustu tækni og nútímaþægindum.

Nýr Kona er búinn allri þeirri snjalltækni sem þú þarft til að sinna annasömu lífi, allt frá nýjustu tengimöguleikum til fyrsta flokks öryggisbúnaðar, auk sparneytinna aflrása sem hægt er að fá í hybrid-útfærslum.

Öryggi

Nýjasta öryggistækni og hugvitsamleg akstursaðstoðarkerfi.

Við uppfærðum Kona til að tryggja það sem þér er mikilvægast, öryggi ástvina þinna. Háþróuðum Hyundai SmartSense-akstursaðstoðarkerfunum í Kona fylgir það nýjasta í öryggis- og akstursaðstoðarbúnaði sem skilar sér í enn meiri hugarró.

Árekstraröryggiskerfi með umferðarskynjara að aftan.

Þegar bakkað er út úr stæðum þar sem skyggni er lítið varar kerfið ekki aðeins ökumanninn við þegar bílar nálgast frá hlið – heldur virkjar það einnig hemlana sjálfkrafa.

ISL-hraðatakmörkun.

Þetta kerfi greinir skilti með hraðamerkingum og birtir hámarkshraða og bannskilti í rauntíma, bæði á skjá leiðsögukerfisins og mælaborðinu.

Slide
Viðvörun útgönguskynjara.

Þessi sniðugi búnaður getur komið í veg fyrir slys með því að nema ökutæki sem nálgast aftan frá og birta viðvörun á mælaskjánum og hliðarspeglunum, auk þess að gefa frá sér hljóðviðvörun.

Slide2
Aftursætisviðvörun.

Hyundai Kona greinir hvort afturhurðir eru opnaðar áður en ekið er af stað. Þegar komið er á áfangastað birtast skilaboð á mælaborðinu ásamt hljóðmerki til að minna ökumann á að líta í aftursætið.

Slide3
Skynjari fyrir hreyfingu ökutækis á undan.

Þessi hugvitssamlegi eiginleiki fyrir borgarakstur lætur ökumanninn vita þegar bíllinn á undan ekur af stað, t.d. á umferðarljósum eða í umferðarteppu.

previous arrow
next arrow

Tengimöguleikar

Nýjungar í tengimöguleikum og þægindum.

Njóttu fyrsta flokks snjalltækni með tveimur 10,25" samfelldum breiðskjáum sem hægt er að skipta upp. Með Bluelink Connected Car Services frá Hyundai geturðu svo stjórnað bílnum með snjallsímanum – eða raddskipunum. Þessi tækni býður upp á hnökralausa tengingu við nýja BAYON-bílinn þinn með raddstýringu og búnaði sem gerir aksturinn þægilegri og ánægjulegri.

Nýr 10,25" snertiskjár.

Snertiskjárinn er 10,25" og styður Apple CarPlay™ og Android Auto™ þannig að þú getur tengt símann þinn og stjórnað honum á stórum skjánum.

Þráðlaus hleðsla.

Þráðlaus hleðslustöð er á þægilegum stað svo hægt er að hlaða Qi-stöðluð snjalltæki á skjótan og einfaldan hátt.

Sjálfvirkt neyðarsímtal.

Þessi búnaður hringir sjálfkrafa í neyðaraðstoð ef þú lendir í slysi og loftpúðarnir fara í gang. Þú getur líka ýtt á SOS-hnappinn til að óska eftir neyðaraðstoð hvenær sem er, alla daga ársins.

Fyrsta flokks KRELL-hljóðkerfi.

Notaðu nettenginguna innanbæjar eða lokaðu netinu og haltu út úr bænum með tónlistina í botni. Hljóðkerfið er frá KRELL og skilar ótrúlegum hljómgæðum.

Bluelink® Connected Car Services.

BlueLink® Connected Car Services býður upp á hnökralausa tengingu við Kona með raddstýringu og ýmsum búnaði sem gerir aksturinn þægilegri og ánægjulegri. Þá gerir Bluelink-forritið þér kleift að stjórna ótal snjöllum eiginleikum. Leiðsögukerfinu fylgir fimm ára áskrift að Hyundai LIVE Services.

Sérsniðnar notandaupplýsingar.

Vistaðu allt eins og þú vilt hafa það. Nú getur þú vistað kjörstillingar fyrir upplýsinga- og afþreyingarkerfi, t.d. stillingar tungumáls, Bluetooth og leiðsagnar.

Háþróuð raddstýring.

Kveiktu á og stjórnaðu eiginleikum á borð við stillingar miðstöðvar og loftkælingar, upplýsinga- og afþreyingarkerfi, hitun hliðarspegla og hita í stýri með raddskipunum.

Slide2
Bílastæðaleit.

Vertu fljótari að finna bílastæði – og sparaðu þér tíma og vesen. Þessi eiginleiki hjálpar þér að finna og bera saman bílastæðamöguleika í bílastæðahúsum, á bílastæðum og við götu.

Slide3
Veðurspá.

Viltu vita hvernig veðurspáin er áður en lagt er af stað? Með veðurþjónustu í rauntíma geturðu alltaf fylgst með nýjustu veðurupplýsingum um núverandi staðsetningu þína, áfangastað eða uppáhaldsborgir.

Slide5
Umferðarupplýsingar

Vertu fljótari á staðinn. Með umferðarupplýsingum Hyundai í rauntíma færðu bestu leiðirnar miðað við ríkjandi aðstæður – sem og nákvæmustu áætlanirnar um komutíma.

Slide6
Áhugaverðir staðir í rauntíma.

Það hefur aldrei verið auðveldara að leita að heimilisfangi, áhugaverðum stað eða samblandi af hvoru tveggja. Textaleit gerir þér kleift að finna staðinn sem þú leitar að.

previous arrow
next arrow

Bluelink®

Stjórnaðu bílnum þínum beint úr lófanum. Bluelink-forritið tengir þig við bílinn í gegnum snjallsímann svo þú getur gert allt frá því að læsa hurðunum til þess að athuga eldsneytisstöðu og ótal margt fleira. Lestu áfram til að fá frekari upplýsingar.

Leiðsögn síðasta spölinn.

Þú gætir þurft að leggja einhvers staðar áður en þú kemst á endanlegan áfangastað. Ef þú ert innan 200 m til 2 km geturðu flutt leiðsögnina úr bílnum yfir í Bluelink-forritið. Með auknum raunveruleika leiðbeinir síminn þér nákvæmlega þangað sem þú vilt fara.

Þægindi

Njóttu úrvalsþæginda.

Hvað þægindi varðar býr nýr Kona yfir fjöldanum öllum af nýstárlegum fagurfræðilegum og tæknilegum lausnum til að bjóða upp á allt það nýjasta í þægindum og notagildi, líka fyrir farþega í aftursætum. Þar á meðal eru hiti í sætum og USB-tengi í annarri sætaröð.

Hiti og loftræsting í sætum.

Hlýtt á veturna og svalt á sumrin. Hægt er að fá sæti fyrir ökumann og farþega í framsæti með hita og loftræstingu.

Þægindi í aftursætum.

Farþegar í aftursæti munu njóta þess að sitja í upphitaðri annarri sætaröð og hafa USB-tengi innan seilingar til að hlaða snjallsímann.

Stemningslýsing.

Ný stemningslýsing lýsir upp endurhannaðan miðstokk og fótarými og leggur þar með áherslu á fágað yfirbragð innanrýmisins.

Rafræn handbremsa.

Á miðstokknum má einnig finna rafræna handbremsu. Hún er þægileg og einföld í notkun og tekur minna pláss í innanrýminu.

Fáðu betra útsýni við akstur og að leggja í stæði. Með einum hnappi getur skjárinn fyrir bakkmyndavélina sýnt þér nákvæmlega hvað er fyrir aftan þig á miðlæga snertiskjánum, jafnvel þegar þú ert að aka.

Sjónlínuskjárinn veitir betra útsýni og eykur öryggi þitt með því að varpa mikilvægum upplýsingum á borð við hraða, leiðsögn og viðvaranir beint fyrir augun á þér.

Viltu vera við stjórnvölinn? Gírskiptirofarnir einfalda gírskiptingar til muna þegar Kona er búinn sjö þrepa DCT-sjálfskiptingu.

Afköst

Afköst ofar öllu

Kona nær nýjum hæðum hvað varðar afköst og sjálfbærni. Nýjar 48 volta samhliða hybrid-aflrásir draga úr losun koltvísýrings og brenna minna eldsneyti. Margs konar endurbætur á fjöðrun og aksturseiginleikum skila liprari akstri og aukinni stjórn. Stýrið hefur einnig verið fínstillt í samræmi við eiginleika nýju fjöðrunarinnar og nýir hjólbarðar skila meiri sparneytni og minni losun.

Enn betri aksturseiginleikar.

Stilling nýs Kona hefur verið endurhugsuð til að skila mýkri akstri. Breytingar hafa verið gerðar á gormum, dempurum og jafnvægisstöngum til að auka þægindi í akstri og skila betri hljóðeinangrun.

48 V samhliða hybrid-kerfi.

Sparaðu eldsneyti og dragðu úr losun með 48 V samhliða hybrid-kerfi (aukabúnaður). Kerfið vinnur með eldsneytisvélinni til að skila auknu togi við inngjöf, allt eftir hleðslustöðu rafhlöðunnar og hversu mikið er gefið inn. Niðurstaðan er aflrás sem skilar enn meiri sparneytni og minni losun koltvísýrings. Hér að neðan má sjá upplýsingar um hvernig kerfið virkar við mismunandi akstursaðstæður.

Slide
Þægileg gangsetning.

Hybrid-aflrásin með samhliða kerfi er sérstaklega gagnleg í borgarumferð þar sem Mild Hybrid-startarinn/rafallinn styður við brunahreyfilinn þegar bíllinn er gangsettur aftur eftir stöðvun í umferð. Hann stuðlar að hraðari og mýkri gangsetningu vélarinnar með viðbótartogi með því að sækja afl til 48 V rafhlöðunnar.

Slide2
Hröðun.

Við inngjöf styður startarinn/rafallinn við vélina með viðbótarafli, allt eftir hleðslu rafhlöðukerfisins og hvernig ökumaðurinn stígur á eldsneytisgjöfina. Þegar æskilegum hraða hefur verið náð fer kerfið í hlutlausa stillingu og skilar engu afli. Með því má draga úr losun koltvísýrings og eldsneytisnotkun.

Slide3
Stöðugur akstur.

Á stöðugum hraða er startari/rafall samhliða hybrid-kerfisins annaðhvort í lausagangi eða virkar eins og rafall sem hleður 48 V rafhlöðuna, allt eftir hleðslustöðu rafhlöðunnar.

Slide4
Endurheimt.

Við sjálfvirka hemlun eða yfirkeyrslu knýr snúningssveifarásinn startarann/rafalinn, sem endurheimtir að hámarki 10 til 12 kW. Rafallinn breytir hreyfiorku við hemlun í rafmagn og leiðir það aftur inn í 48 V rafhlöðuna.

Slide5
Aukinn Start/Stop-eiginleiki.

Við rennsli á litlum hraða verður Start/Stop-eiginleikinn virkur við 30 km/klst. Við hraðaminnkun á milli 30 og 0 km/klst., og kúplað frá, er alveg drepið á vélinni.

previous arrow
next arrow

Nýjar gírskiptingar sem henta þínu aksturslagi.

Nýr Kona er fáanlegur með sex gíra beinskiptingu, sjö þrepa DCT-sjálfskiptingu (7DCT) eða nýrri sex gíra iMT-beinskiptingu. iMT styður við minni eldsneytisnotkun 48 V samhliða hybrid-kerfis.

iMT-beinskipting.

Til að auka sparneytni samhliða hybrid-kerfinu aftengir iMT-beinskiptingin vélina frá gírkassanum þegar eldsneytisgjöfinni er sleppt. Bíllinn byrjar að renna.

Sex gíra beinskipting.

Mjúk sex gíra beinskiptingin er hönnuð fyrir snöggar og nákvæmar gírskiptingar.

Kynntu þér nýjan KONA nánar.