Hönnun

Glæsileiki og fjölhæfni.

Með i30 Wagon hætti stíll að vera til málamynda í hönnun skutbíla. Nú kemur hann með ferskan hönnunarstíl í flokk sambærilegra bíla. Ytra byrðið sameinar stíl og straumlínulögun fullkomlega. Að innanverðu eru notagildi, þægindi og glæsileiki áfram jafn mikilvæg.

Ytra byrði

Eftirtektarverður ævintýrabíll.

Á ytra byrði i30 Wagon kallast á nákvæmlega lagað yfirborð og nýir og sterkir hönnunarþættir í eftirtektarverðum samhljómi. Við höfum einnig bætt við þremur nýjum valkostum á ytra byrðið til að lífga upp á ævintýrin.

Svipsterkur framstuðari og eftirtektarvert grill.

Breið og nútímaleg staða undirstrikar ævintýralegt yfirbragð i30 Wagon. Þrívíddarmynstrið á grillinu endurspeglar fjölhæfni og lipurð.

Glæsileg hönnun aðalljósa.

Ný og kraftmikil ljósahönnunin er fáanleg með sambyggðum V-laga dagljósum og nettari aðalljósum með nýjustu LED-tækninni.

Rennilegar útlínur.

Rennilegir silfurlitaðir þakbogar undirstrika aflíðandi þaklínuna og ljá i30 Wagon sportlegar útlínur.

Álfelgur með demantshönnun.

Veldu endurhönnuðu 16 tommu eða 17 tommu álfelgurnar til að fullkomna hliðarsvip i30 Wagon.

your 360 images

Stór þakgluggi.

Stór og breiður þakgluggi sem hægt er að halla og renna gefur fyrirheit um ævintýrin sem þú átt í vændum.

Straumlínulöguð þakvindskeið.

Samlit þakvindskeið undirstrikar sportlegar útlínurnar og hefur einnig að geyma hástæð hemlaljósin.

LED-afturljósasamstæða.

Afar skilvirk LED-afturljósasamstæðan er í stíl við V-laga aðalljósin og undirstrikar um leið tilfinninguna fyrir styrk og stöðugleika.

Þinn stíll.

Níu mismunandi yfirbyggingarlitir tryggja að þú getir haft i30 Wagon eftir þínu höfði.

Innanrými

Hagnýt þægindi með rúmgóðri fágun.

Hyundai i30 Wagon er hannaður með mikið pláss og sveigjanleika í fyrirrúmi. Það þýðir þó ekki að neitt hafi verið slegið af kröfum um stíl eða glæsileika. Falleg smáatriði og yfirborðsfletir úr hágæðaefnum bíða þín í endurbættu innanrýminu. Nýir litir, valkostir um sætishlífar og nýjasta margmiðlunartæknin gera aksturinn öruggan og þægilegan.

Stærri snertiskjár.

10,25 tommu snertiskjárinn veitir greiðan aðgang að eiginleikum bílsins, upplýsinga- og afþreyingarkerfinu, leiðsögukerfinu og snjallsímaforritum.

Mikið val um sætisáklæði.

Veldu um þrjá nýja liti í innanrými: pjáturgráan, tinnusvarbrúnan og mosagráan. Tauáklæði, leður eða blanda beggja eru í boði á sætin.

Kynntu þér nýja Hyundai i30 Wagon-bílinn nánar.

Óska eftir símtali frá söludeild Hyundai

Bóka þjónustu

Bóka reynsluakstur

Vinsamlegast athugið:
Hafa skal gilt ökuskírteini meðferðis þegar mætt er í reynsluakstur.