Nýr BAYON er auðþekkjanlegur á afgerandi línum og eftirtektarverðu útliti. Hér fer stílhreinn og rennilegur bíll sem sameinar verðlaunaða arfleifð Hyundai og glæsilega sjónræna útfærslu nýrra Sensuous Sportiness-hönnunarauðkenna okkar.
List víðs vegar að úr Evrópu sem innblásin er af BAYON.
Í tilefni heimsfrumsýningar BAYON buðum við níu mismunandi listamönnum og -konum hvaðanæva að úr Evrópu að skapa listaverk sem innblásin eru af hönnun bílsins. Hugmyndin að herferðinni kviknaði út frá einstöku útliti bílsins; Þetta er fyrsti bíllinn frá Hyundai sem þróaður er sérstaklega fyrir Evrópumarkað og einkennandi hönnun hans, sem byggir á Sensuous Sportiness-hönnunarauðkenni Hyundai, var nýtt sem listrænn innblástur.
Ytra byrði
Kraftmikil fágun Sensuous Sportiness-hönnunar.
Einstök hönnun BAYON einkennist af afgerandi línum og lykilhönnunareinkennum Hyundai. Skarpar línur hennar og örvalöguð ljós eru lifandi túlkun á Sensuous Sportiness-hönnunarauðkenni Hyundai sem einkennist af samhljómi milli hlutfalla, byggingarlags, stíls og tækni.
Framhlutinn.
Örvalaga aðalljósin og breitt grillið renna saman við loftinntökin og mjó LED-dagljósin þar fyrir ofan sem skilar sér í framhluta sem á sér engan líkan.
Hliðin.
Kraftmikið yfirbragð hliðanna kallar fram einkennandi grafísk hönnunareinkenni, sterklega C-stoð og sportlegar útlínur.
Afturhlutinn.
Örvalaga LED-afturljósin eru samtengd með rauðri áherslulínu. Þau eru auk þess staðsett langt út til hliðanna til að undirstrika breiddina.
Tjáðu þig. Þinn bíll. Þínir litir.
Hægt er að velja á milli níu lita á ytra byrðið til að fullkomna BAYON, þar á meðal er að finna nýjan lit: fenjaviðarperlugrænan. Að auki er hægt að velja tveggja tóna þak og samlit, svört speglahús sem gera þér kleift að sérsníða litasamsetningarnar enn frekar og skapa fullkominn bíl fyrir þinn smekk.
Previous slide
Next slide
Innanrými
Einstaklega rúmgóður.
Hönnuðir Hyundai lögðu ríka áherslu á að hámarka þægindi farþega og auka pláss farangursgeymslu við hönnun bjarts og nútímalegs innanrýmis nýs Hyundai BAYON. Hurðirnar ramma mælaborðið glæsilega inn með innblæstri frá formum sem finna má í náttúrunni. Lögun hurðanna passar fullkomlega við mælaborðið og LED-stemningslýsingin gefur látlaust en fágað blátt yfirbragð í ökumannsrýminu.
Frábært útsýni og þægindi.
Þú munt kunna að meta háa stöðu sæta sem einfalt og þægilegt er að setjast í og standa upp úr, og þar sem þægindi fara saman við stíl.
Rennilegt og stílhreint stjórnborð.
Rennileg blöðin gefa mælaborðinu óvenju stílhreint útlit og undirstrika mjúka og breiða hönnun framhlutans.
Sportlegt stýri með fjórum örmum.
Góð tenging og stjórn með sportlegum stjórnhnöppum í stýri.
Tveir stórir skjáir.
10,25" stafrænn mælaskjár og miðlægur snertiskjár falla saman til að skapa hátæknilegt útlit og hámarka notagildi með skiptingu skjás.
Fágað innanrými skapar afslappaða stemningu.
Í innanrými BAYON skapa lágstemmdur litur og klæðning róandi stemningu sem gerir þér kleift að slaka á og einbeita þér að akstrinum. Vandlega valið úrval hlutlausra lita og efna í innanrými bjóða upp á samsvörun við lit á ytra byrði. Svart ofið áklæði er staðalbúnaður í innanrými en þess utan er hægt að velja tvær aðrar litasamsetningar.
Svart.
Tímalaus klassík, látlaus en stílhrein – sniðin að þeim sem kjósa látlaust innanrými.
Dökkgrátt/ljósgrátt.
Dökkgrátt áklæði í innanrými með ljósgráum áherslulit og mynstri með gráum áherslusaumi á sætum.
Svart/fenjaviðargrænt.
Svart áklæði í innanrými með fenjaviðargrænum listum og ljósgráum áherslulit og mynstri með fenjaviðargrænum áherslusaumi á sætum skapar litríkt umhverfi.
LED-stemningslýsing.
Akstur að næturlagi er alltaf sérstök upplifun. Látlaus og fínstillt LED-stemninglýsingin umvefur þig notalegri birtu við aksturinn.
Hönnuð með hægindi í huga.
Sportlegheit og þægindi sameinast í nýjum BAYON. Gæðaáklæði veitir hámarksþægindi í hverri ferð.
Kynntu þér nýjan BAYON nánar.
Með byltingarkenndri hönnun og fyrsta flokks öryggiskerfi. Með háþróuðum tengimöguleikum ertu alltaf í sambandi – líka á ferðinni. Nýjar aflrásir og gírskiptingar ryðja veginn fyrir fágaðri og sjálfbærri akstursupplifun. Nýr BAYON setur ný viðmið í flokki sambærilegra bíla.