Eftirtektarverðir hönnunarþættir N-línunnar endurspegla kraftmikla aksturseiginleika bílsins. Auk úrvals sérsniðinna hönnunaratriða býður nýr i10 N Line einnig upp á sportlegri akstursupplifun með öflugri 100 hestafla vél.
Það dylst engum að nýr i10 N Line sækir innblástur í akstursíþróttir. Uppfærð hönnunaratriði á ytra byrði fela meðal annars í sér nýtt grill og stuðara með kraftmiklu útliti í ætt við hinn byltingarkennda i30 N. Sérhannaðar 16 tommu álfelgur og LED-dagljós undirstrika sérkenni hönnunarinnar og sportlegt yfirbragðið.
Sérhannaðar 16" álfelgur.
16" álfelgurnar með rauðum áhersluhring eru sérsniðnar fyrir nýjan i10 N Line og vekja hvarvetna athygli.
N Line stuðari og grill.
Uppfærð hönnun framendans skartar sportlegum stuðara og hlífðarplötu og sérhannað N Line grillið með rauðum áhersluatriðum setur svo punktinn yfir i-ið.
Einstök LED-dagljós.
Skásett LED-dagljósin hafa sterka sportlega skírskotun og ljóma dag og nótt.
N Line C-stoð.
Einstök, X-laga C-stoð með i10-lógói í rauðum lit með sportlegu yfirbragði.
Innanrými
Sportleiki í hæstu hæðum.
Sestu niður í uppfært ökumannsrými i10 N Line og þú finnur tafarlaust fyrir tengingunni við akstursíþróttir. Sérhannað N Line stýrið og gírskiptingin eru skreytt með rauðum loftopahringjum í mælaborðinu sem er með svartri áferð. Sportleg sætin veita góðan stuðning sem hentar kraftmiklum akstrinum.
Leðurklætt N Line stýri.
N Line stýrið er klætt götuðu leðri með rauðum áherslusaumi og sportlegum málmörmum.
Sportleg N Line gírskipting.
N Line gírskiptingin er með sportlegum málmskreytingum, rauðri línu og leðurinnfellingum sem gefa betra grip og akstursíþróttaupplifun.
Kraftmikil áhersluatriði í rauðu.
Innanrýmið er einnig skreytt rauðum loftopshringum og sportsætin skarta rauðum áherslusaumi.
Sportleg málmfótstig.
Sportleg málmfótstig auka á kraftmikla akstursupplifunina. Þeir eru með burstaðri málmáferð með stömu gúmmíi til að ná betri stjórn.
Previous slide
Next slide
Afköst
Hleyptu lífi í aksturinn með aksturseiginleikum N Line.
i10 N Line er í boði með þriggja strokka, 100 ha., 1,0 lítra T-GDI bensínvél með 172 togi (Nm). Til viðbótar við 1,2 lítra, fjögurra strokka MPI-bensínvélina með 84 hö. og 118 togi (Nm). Báðar vélarnar er í boði með fimm gíra beinskiptingu.
1,0 lítra T-GDI bensínvél.
Þriggja strokka, 1,0 lítra T-GDI bensínvélin í i10 N Line skilar 73,6 kW (100 hö.) hámarksafli við 4500 sn./mín.