Háþróuð akstursaðstoð

Hyundai Smart Sense.

Háþróuðum Hyundai SmartSense-akstursaðstoðarkerfunum fylgir allt það nýjasta í öryggis- og akstursaðstoðarbúnaði sem skilar sér í enn meiri hugarró. Með eftirfarandi hugtakalista geturðu fræðst meira um hina ýmsu eiginleika.

Akstursöryggi.

FCA-árekstraröryggiskerfi.

Njóttu öryggisins sem fylgir sjálfvirkri hemlun sem forðar þér frá árekstrum. FCA-árekstraröryggiskerfið er eldsnöggt að stöðva bílinn, jafnvel þótt þú sért annars hugar. Kerfið skannar veginn með ratsjá og/eða myndavél að framan og lætur þig vita af bílum sem hægja á sér, kyrrstæðum ökutækjum, hjólreiðafólki eða gangandi vegfarendum framundan – og ef þú bregst ekki við í tæka tíð hemlar kerfið af öllu afli.

Meginvirkni.

FCA-árekstraröryggiskerfið lætur þig vita af bílum sem hægja á sér, kyrrstæðum ökutækjum, hjólreiðafólki eða gangandi vegfarendum framundan – og ef þú bregst ekki við í tæka tíð hemlar kerfið af öllu afli.

Vinstribeygjubúnaður .

Til að vernda þig í vinstri beygju á gatnamótum aðstoðar þetta kerfi við neyðarhemlun ef hætta er á árekstri við ökutæki úr gagnstæðri átt.

Gatnamótabúnaður

Skynjar ökutæki sem nálgast frá hlið á gatnamótum og aðstoðar sjálfkrafa við neyðarhemlun ef hætta er á árekstri.

Akreinaskiptabúnaður (hliðar).

Þegar skipt er um akrein aðstoðar FCA-árekstraröryggiskerfið sjálfkrafa við stýringuna ef hætta er á árekstri við næsta bíl á akreininni.

Akreinaskiptabúnaður (framundan) .

Þegar tekið er fram úr á tveggja akreina vegi aðstoðar FCA-árekstraröryggiskerfið við stýringu ef hætta er á árekstri við ökutæki úr gagnstæðri átt.

Akreinastýring.

Akreinastýringin gefur frá sér sjónrænar viðvaranir og hljóðmerki ef þú ferð út af akreininni án þess að gefa stefnuljós og virkjar fínstillta stýrisaðstoð sem færir bílinn aftur á réttan stað.

Akreinaaðstoð.

Þegar kveikt er á henni á þjóðvegum og götum innanbæjar heldur hún bílnum á miðri akreininni á hraða milli 0 og 180 km/klst.

Árekstraröryggiskerfi fyrir blindsvæði.

Kerfið gefur frá sér viðvörun ef ökutæki er á blindsvæðinu. Ef þú byrjar að færast yfir á aðra akrein notar kerfið mismunadrifshemlun til að stýra bílnum aftur í upphaflega stöðu á miðjum veginum.

Ekið úr stæði upp við gangstétt.

Árekstraröryggiskerfið fyrir blindsvæði aðstoðar sjálfkrafa með neyðarhemlun þegar þú ferð úr stæði upp við gangstétt og hætta er á árekstri við ökutækið fyrir aftan.

Blindsvæðisviðvörun.

Gefur frá sér sjónrænar viðvaranir og hljóðmerki þegar ökutæki greinist á blindsvæðinu og þú byrjar að færast yfir á aðra akrein.

Viðvörun útgönguskynjara.

Greinir ökutæki sem nálgast að aftanverðu og gefur frá sér sjónrænar viðvaranir og hljóðmerki til að farþegar geti stigið út úr bílnum þegar það er óhætt.

Aðstoð við örugga útgöngu.

Greinir ökutæki sem nálgast að aftanverðu, gefur frá sér viðvörun og læsir dyrunum í 1. og 2. sætaröð tímabundið til að farþegar geti aðeins stigið út úr bílnum þegar það er óhætt.

Viðvörun um farþega í aftursæti.

Úthljóðsnemar fylgjast með aftursætunum. Þegar ökumaðurinn fer út úr bílnum birtist áminning um að líta á aftursætin í mælaborðinu.

Aftursætisviðvörun.

Bíllinn man hvort afturdyrnar voru opnaðar áður en þú ókst af stað. Þegar komið er á áfangastað birtast skilaboð á mælaborðinu ásamt hljóðmerki til að minna ökumann á að líta á aftursætin.

Hraðatakmörkun.

Kerfið les umferðarmerki með myndavélinni að framan og gefur frá sér viðvörun ef ekið er yfir hámarkshraða. Þegar kveikt er á kerfinu stillir það ökuhraðann í samræmi við hámarkshraða hverju sinni.

Athyglisviðvörun.

Athyglisviðvörun sýnir athyglisstig ökumannsins við akstur. Kerfið gefur frá sér viðvörun þegar það greinir skerta athygli hjá ökumanni og ráðleggur hvíld, ef þörf krefur.

Blindsvæðismynd.

Þegar þú gefur stefnuljós birtist mynd af sömu hlið Hyundai-bílsins á mælaskjánum, sem tryggir þér bestu yfirsýnina og útrýmir öllum blindsvæðum.

Háljósaaðstoð.

Greinir ökutæki og skiptir sjálfkrafa yfir í lágljós. Þegar engin ökutæki greinast lengur er aftur kveikt á háljósunum til að hámarka útsýnið.

Yndisakstur.

Snjallhraðastillir.

Meira öryggi, minni streita. Heldur forstilltri fjarlægð frá næsta ökutæki á undan með því að minnka eða auka hraðann sjálfkrafa að þeim mörkum sem þú hefur valið. Snjallhraðastillirinn skynjar þegar ökutæki á undan þér hafa hægt á sér eða numið staðar og heldur öruggri fjarlægð með því að stilla hraða Hyundai-bílsins. Þegar eiginleikinn „Stop and Go“ er fyrir hendi getur snjallhraðastillirinn þar að auki ekið bílnum aftur af stað eftir að hann stöðvast.

Snjallhraðastillir með tengingu við leiðsögn.

Kerfið notar upplýsingar úr leiðsögukerfinu til að hjálpa þér að aka á öruggum hraða á þjóðvegunum. Þegar snjallhraðastillirinn með tengingu við leiðsögn er virkur mun valinn hraði auk þess breytast sjálfkrafa ef hraðinn er stilltur á núverandi hámarkshraða á þjóðveginum.

Beygjusvið.

Á þjóðvegi þar sem mikið er um beygjur dregur kerfið sjálfkrafa og mátulega úr hraðanum áður en ekið er inn í hverja beygju. Þegar ekið er út úr beygjunni eykst hraðinn aftur í fyrri stillingu.

Akreinaaðstoð.

Heldur þér öruggum á miðjum veginum. Þegar kveikt er á henni heldur hún bílnum á miðri akreininni á þjóðvegum og götum innanbæjar.

Þjóðvegaakstursaðstoð.

Hjálpar þér að halda tiltekinni fjarlægð og hraða frá næsta ökutæki við akstur á þjóðvegum og hjálpar til við að halda bílnum á miðri akrein, einnig í beygjum.

Þjóðvegaakstursaðstoð II.

Sjálfvirkur akstur með nýjustu tækninni. Þjóðvegaakstursaðstoð II með annars stigs sjálfvirkri öryggistækni, sem stjórnar hraða og fjarlægðum og aðstoðar við akreinaskipti.

Skynjari fyrir hreyfingu ökutækis á undan.

Þessi hugvitssamlegi eiginleiki fyrir borgarakstur lætur ökumanninn vita þegar ökutækið á undan ekur af stað, t.d. á umferðarljósum eða í umferðarteppu.

Öryggi á bílastæðum.

Bakkmyndavél.

Til að tryggja meira öryggi þegar lagt er í stæði birtist mynd af aðstæðum aftan við bílinn þegar skipt er í bakkgír eða ýtt á hnappinn „Parking/View“* (bílastæði/yfirsýn).

Umhverfismyndavélakerfi.

Er stæðið þröngt? Ekkert mál. Umhverfismyndavélakerfið færir þér 360 gráðu yfirsýn og auðveldar tilfærslu í þröngum rýmum til muna.

Fjarlægðarviðvörun á bílastæðum.

Aldrei auðveldara að leggja í stæði. Nálægðarskynjarar í fram- og afturstuðurum gefa frá sér viðvörun þegar fjarlægðin er of lítil og þannig geturðu sloppið við rispur og lagt bílnum á öruggan hátt*.

Árekstrarvörn að aftan.

Kerfið skynjar og gefur frá sér viðvörun þegar ökutæki aftan við bílinn aka þvert á þína akstursstefnu þegar þú bakkar út úr hornréttu stæði.

Árekstraröryggiskerfi með umferðarskynjara að aftan.

Kerfið varar þig við ökutækjum sem nálgast frá hlið eða að aftanverðu þegar þú bakkar bílnum og aðstoðar auk þess með neyðarhemlun.

Árekstraröryggiskerfi að aftan fyrir bílastæði.

Ef gangandi vegfarendur eða hlutir eru aftan við bílinn þegar þú bakkar lætur kerfið þig vita af mögulegum árekstri.

Ekkert mál að leggja í stæði.

Fjarstýrð snjallbílastæðaaðstoð.

Með einum hnappi á snjalllyklinum geturðu núna látið bílinn bakka sjálfan í og úr stæðinu – og stjórnað öllu fyrir utan bílinn.

Yfirlit yfir gerð.

Hvaða gerð er með háþróaða akstursaðstoðareiginleika?

Til að tryggja öryggi ökumanna, farþega og gangandi vegfarenda er grundvallarstefnan okkar sú að margir öryggiseiginleikar séu staðalbúnaður í öllum gerðum sambærilegra bíla. Við erum að bæta við fjölda gerða í þeim tilgangi að fleiri viðskiptavinir njóti öryggis á sanngjörnu verði. FCA-árekstraröryggiskerfið, sem eitt sinn var aukabúnaður í úrvalsflokki, hefur t.d. verið notað í minni smábílana okkar frá 2017. Frá 2020 hafa akreinastýring og árekstraröryggiskerfi fyrir blindsvæði verið grunneiginleikar í minni smábílum.

Háþróaður akstursaðstoðareiginleikii10 i20  i20 N BAYON i30    i30 N KONA KONA Hybrid KONA-rafbíll KONA N TUCSON TUCSON Hybrid TUCSON Plug-in Hybrid SANTA FE SANTA FE Hybrid SANTA FE Plug-in Hybrid IONIQ Hybrid IONIQ     Plug-in Hybrid IONIQ-rafbíll NEXO IONIQ 5 STARIA sendibíll STARIA Wagon/Luxury
Akreinastýring























Akreinaaðstoð 






















Háljósaaðstoð























Hraðatakmörkun























Handvirk hraðatakmörkun























Hraðatakmörkun  



      



       



Athyglisviðvörun























FCA-árekstraröryggiskerfi, bíll
















    



FCA-árekstraröryggiskerfi, gangandi vegfarandi
















    



FCA-árekstraröryggiskerfi, gangandi vegfarandi og hjólreiðamaður  




 

















FCA-árekstraröryggiskerfi, vinstribeygjubúnaður  

 

      






    



FCA-árekstraröryggiskerfi, gatnamótabúnaður                     

  
FCA-árekstraröryggiskerfi, akreinaskiptabúnaður (framundan)                     

  
FCA-árekstraröryggiskerfi, akreinaskiptabúnaður (hliðar)                     

  
Skynjari fyrir hreyfingu ökutækis á undan























Þjóðvegaakstursaðstoð 1  

 

  



 






    



Þjóðvegaakstursaðstoð 2                     

  
Bílastæðaaðstoð  

 

         



    

  
Fjarstýrð snjallbílastæðaaðstoð (grunngerð)            





   


  
Fjarstýrð snjallbílastæðaaðstoð (Remote/Smart)                     

  
Útgönguskynjari     












    



Aðstoð við örugga útgöngu              



    

  
Fjarlægðarviðvörun á bílastæðum

(Að aftan)

























Bakkmyndavél























Umhverfismyndavélakerfi           






   




Árekstraröryggiskerfi að aftan fyrir bílastæði  

 

        




    

  
Árekstrarvörn að aftan  








 









 



Árekstraröryggiskerfi með umferðarskynjara að aftan  

 













   




Snjallhraðastillir  

 


 

















Snjallhraðastillir með tengingu við leiðsögn  

 

      






    



Blindsvæðisviðvörun  






















Árekstraröryggiskerfi með blindsvæðisviðvörun, að aftanverðu/til hliðar  

 













   




Blindsvæðismynd           






   




Aftursætisviðvörun  



  




   



    

  
Viðvörun um farþega í aftursæti           






    



Stöðugleikastuðningur fyrir eftirvagn           






       
Hemlun í fjöldaárekstri  



      



       

  

Taflan sýnir almennt framboð fyrir hverja gerð og aukabúnaður kemur einnig fram. Upplýsingar um framboð búnaðar er að finna hjá söluaðila.

Óska eftir símtali frá söludeild Hyundai

Bóka þjónustu

Bóka reynsluakstur

Vinsamlegast athugið:
Hafa skal gilt ökuskírteini meðferðis þegar mætt er í reynsluakstur.