
Þegar KONA Hybrid er gangsettur eða honum er ekið hægt knýr raforkan sem er geymd í rafhlöðunni rafmótorinn og þar með bílinn áfram.
Nýr Kona Hybrid er með alla þá snjalltækni sem þú þarft til að sinna annasömu lífi, allt frá nýjustu tengimöguleikum til fyrsta flokks, umfangsmikilla öryggiseiginleika. Ekki má gleyma sérlega sparneytinni hybrid-aflrás.
Blanda sem sést ekki oft: hybrid og fjör. Þessi sportlegi bíll er með sérhannaða bensínvél með beinni innspýtingu og rafmótor með rafhlöðu sem saman skila framúrskarandi afkastagetu með 141 ha. og 265 Nm togi. Þegar sex þrepa sportlegri DCT-sjálfskiptingu er bætt við ofangreint er útkoman lífleg akstursupplifun með nægu togi þegar þess er helst þörf.
Sérhönnuð 1,6 lítra GDI-bensínvél með beinni innspýtingu sem skilar 105 hö. með leiðandi sparneytni í flokki sambærilegra bíla.
Njóttu rafknúinnar hröðunar. 43,5 ha. rafmótorinn skilar miklu togi og mikilli sparneytni. Hann býður einnig upp á sérlega mikla hröðun þegar tekið er af stað.
Aflmikil 1,56 kWh rafhlaðan býr yfir mjög góðum eiginleikum til hleðslu/afhleðslu sem hámarka bæði rafakstur og orkugeymslu.
Framsækin DCT-sjálfskipting skilar hnökralausum akstri, ánægjulegri akstursupplifun og auknum viðbragðsflýti.
Viltu vera við stjórnvölinn? Í sportstillingu geturðu notað rofana á stýrinu til að skipta handvirkt um gír og auka spennuna.
Allt eftir aðstæðum hverju sinni skiptir KONA Hybrid hnökralaust á milli þess að nota bensínvélina og rafmótorinn, og notar stundum bæði í senn. Endurheimtarkerfi hemlaorku hleður rafhlöðuna með því að nota rafmótorinn til að hægja á bílnum. Orkan sem er geymd í rafhlöðunni er svo notuð til að knýja rafmótorinn sem hjálpar til við að knýja bílinn við hröðun, þegar ekið er upp brekku eða við hægan akstur. Eftirfarandi teiknimyndir sýna þetta flókna orkuflæði.
Þegar KONA Hybrid er gangsettur eða honum er ekið hægt knýr raforkan sem er geymd í rafhlöðunni rafmótorinn og þar með bílinn áfram.
Við mikla inngjöf eða akstur upp brekku vinna rafmótorinn og bensínvélin saman til að hámarka hröðun og lágmarka eldsneytisnotkun.
Þegar ekið er á jöfnum hraða kemur aflið ýmist frá bensínvélinni eða rafmótornum, hvort sem er hagkvæmara hverju sinni.
Endurheimtarkerfi hemlaorku hleður rafhlöðuna með því að nota rafmótorinn til að hægja á bílnum. Þegar dregið er úr hraða eða ekið niður brekku er orkan sem verður til geymd í rafhlöðunni.
Þegar dregið er úr hraða (t.d. með hemlun þegar ekið er niður brekku) virkar rafmótorinn eins og rafall sem breytir hreyfiorku í raforku sem er síðan geymd í rafhlöðunni.
Fyrirtaks sparneytni og lítil losun koltvísýrings næst með aðstoðarkerfi fyrir vistakstur (ECO-DAS). Þegar leið er slegin inn í leiðsögukerfið greinir þetta forstillingarkerfi fyrir orkustjórnun leiðina og nýtir gögn um legu vegarins til að setja saman bestu blönduna af rafafli og bensínafli. Rennsliseiginleikinn upplýsir ökumanninn einnig um það þegar akstursskilyrði sem krefjast hraðaminnkunar eru í aðsigi til að draga úr eldsneytisnotkun.
Kona Hybrid hefur fengið öryggisuppfærslu til að standa vörð um það sem er mikilvægast, öryggi ástvina þinna. Með háþróuðu Hyundai SmartSense-akstursaðstoðarkerfunum í Kona Hybrid færðu það nýjasta í öryggis- og akstursaðstoðarbúnaði og öðlast meiri hugarró.
Þegar bakkað er út úr stæðum þar sem skyggni er lítið varar kerfið ekki aðeins ökumanninn við þegar bílar nálgast frá hlið – heldur beitir það einnig hemlunum sjálfkrafa.
Kona Hybrid er búinn akreinaaðstoð. Þegar kveikt er á henni heldur hún bílnum á miðri akreininni á hraða milli 0 og 200 km/klst. á þjóðvegum og borgargötum.
Kerfið notar ratsjárskynjara á neðanverðum afturstuðaranum og myndavél að framan til að vara við umferð á blindsvæðunum. Ef stefnuljós er gefið við slíkar aðstæður virkjar kerfið hljóðviðvörun og hemlar til að koma í veg fyrir árekstur.
Meira öryggi, minna stress. Heldur forstilltri fjarlægð frá næsta ökutæki á undan með því að minnka eða auka hraðann sjálfkrafa að tilgreindum mörkum. Í mjög hægri umferð og umferðarteppum viðheldur kerfið stilltri fjarlægð.
Þetta kerfi greinir skilti með hraðamerkingum og birtir hámarkshraða og bannskilti í rauntíma, bæði á skjá leiðsögukerfisins og mælaborðinu.
Þessi sniðugi búnaður getur komið í veg fyrir slys með því að nema ökutæki sem nálgast aftan frá og birta viðvörun á mælaskjánum og hliðarspeglunum, auk þess að gefa frá sér hljóðviðvörun.
Hyundai Kona man hvort afturdyrnar voru opnaðar áður en þú ókst af stað. Þegar komið er á áfangastað birtast skilaboð á mælaborðinu ásamt hljóðmerki til að minna á að líta í aftursætið.
Þessi hugvitssamlegi eiginleiki fyrir borgarakstur lætur ökumanninn vita þegar bíllinn á undan ekur af stað, t.d. á umferðarljósum eða í umferðarteppu.
Allur stafrænn tæknibúnaður í Kona Hybrid hefur verið uppfærður í nýjustu snjalltækni. Þráðlaus speglun snjallsíma og nýjasti tengibúnaður á borð við Bluelink® Connected Car Services gerir þér kleift að stjórna bílnum með snjallsímanum – eða röddinni. Ókeypis fimm ára áskrift að Hyundai LIVE Services fylgir með leiðsögukerfi fyrir 10,25" breiðskjá.
Snertiskjárinn er 10,25" og styður Apple CarPlay™ og Android Auto™ þannig að þú getur tengt símann þinn og stjórnað honum á stórum skjánum.
Þráðlaus hleðslustöð er á þægilegum stað svo hægt er að hlaða Qi-stöðluð snjalltæki á skjótan og einfaldan hátt.
Þessi búnaður hringir sjálfkrafa í neyðaraðstoð ef þú lendir í slysi og loftpúðarnir fara í gang. Þú getur líka ýtt á SOS-hnappinn til að óska eftir neyðaraðstoð hvenær sem er, alla daga ársins.
Notaðu nettenginguna innanbæjar eða lokaðu netinu og haltu út úr bænum með tónlistina í botni. Hljóðkerfið er frá KRELL og skilar ótrúlegum hljómgæðum.
BlueLink® Connected Car Services býður upp á hnökralausa tengingu við Kona Hybrid með raddstýringu og ýmsum búnaði sem gerir aksturinn þægilegri og ánægjulegri. Þá gerir Bluelink-forritið þér kleift að stjórna ótal snjöllum eiginleikum. Leiðsögukerfinu fylgir fimm ára áskrift að Hyundai LIVE Services.
Vistaðu allt eins og þú vilt hafa það. Nú geturðu vistað kjörstillingar fyrir upplýsinga- og afþreyingarkerfi, t.d. stillingar tungumáls, Bluetooth og leiðsagnar.
Kveiktu á og stjórnaðu eiginleikum á borð við hitastillingar, upplýsinga- og afþreyingarkerfi, hitun hliðarspegla og stýrishita með raddskipunum.
Finndu eldsneyti fljótt og á góðu verði – stöðugt uppfærð eldsneytisþjónusta gefur upp núverandi eldsneytisverð og upplýsingar um staðsetningu – þú pikkar bara á skjáinn til að velja áfangastað.
Vertu fljótari að finna bílastæði – og sparaðu þér tíma og vesen. Þessi eiginleiki hjálpar þér að finna og bera saman bílastæðamöguleika í bílastæðahúsum, á bílastæðum og við götuna.
Viltu vita hvernig veðurspáin er áður en lagt er af stað? Með veðurþjónustu í rauntíma geturðu alltaf fylgst með nýjustu veðurupplýsingum um núverandi staðsetningu þína, áfangastað eða uppáhaldsborgir.
Alhliða þjónusta sem birtir viðvaranir bæði fyrir fastar og hreyfanlegar hraðamyndavélar*, til að þú getir einbeitt þér að öruggum og þægilegum akstri.
Vertu fljótari á staðinn. Með umferðarupplýsingum Hyundai í rauntíma færðu bestu leiðirnar miðað við ríkjandi aðstæður – sem og nákvæmustu áætlanirnar um komutíma.
Það hefur aldrei verið auðveldara að leita að heimilisfangi, áhugaverðum stað eða samblandi af hvoru tveggja. Textaleit gerir þér kleift að finna staðinn sem þú leitar að.
Stjórnaðu bílnum þínum beint úr lófanum. Bluelink-forritið tengir þig við bílinn í gegnum snjallsímann svo þú getur gert allt frá því að læsa hurðunum til þess að athuga eldsneytisstöðu, forhita bílinn á köldum dögum og ótal margt fleira. Lestu áfram til að fá frekari upplýsingar.
Þú gætir þurft að leggja Kona Hybrid einhvers staðar áður en þú kemst á endanlegan áfangastað. Ef þú ert innan 200 m til 2 km geturðu flutt leiðsögnina úr bílnum yfir í Bluelink-forritið. Síminn veitir þér nákvæma leiðsögn og kemur þér klakklaust á áfangastað.
Hvað þægindi varðar býr Kona Hybrid yfir fjöldanum öllum af nýstárlegum fagurfræðilegum og tæknilegum lausnum til að bíllinn geti boðið upp á allt það nýjasta í þægindum og virkni, líka fyrir farþega í aftursætum. Þar á meðal eru upphituð sæti og USB-tengi í annarri sætaröð.
Hlýtt á veturna og svalt á sumrin. Hægt er að fá sæti fyrir ökumann og farþega í framsæti með sætishitun og loftræstingu.
Farþegar í aftursæti munu njóta þess að sitja í upphitaðri annarri sætaröð og hafa þægilegt USB-tengi innan seilingar til að hlaða snjallsímann.
Ný stemningslýsing lýsir upp endurhannaðan miðstokk og fótrými og leggur þar með áherslu á fágað yfirbragð innanrýmisins.
Á miðstokknum má einnig finna rafræna handbremsu. Hún er þægileg og einföld í notkun og tekur minna pláss í innanrýminu.
Fáðu betra útsýni við akstur og að leggja í stæði. Með einum hnappi getur skjárinn fyrir bakkmyndavélina sýnt þér nákvæmlega hvað er fyrir aftan þig á miðlæga snertiskjánum, jafnvel þegar þú ert að aka.
Sjónlínuskjárinn veitir betra útsýni og eykur öryggi þitt með því að varpa mikilvægum upplýsingum á borð við hraða, leiðsögn og viðvaranir beint fyrir framan augun á þér.
Viltu vera við stjórnvölinn? Í sportstillingu geturðu notað rofana á stýrinu til að skipta handvirkt um gír og auka spennuna.
Hlýjar hendur þegar kalt er í veðri. Þú átt eftir að elska hversu þægilegt upphitað stýri er.
Höfundarréttur © 2021 Hyundai á Íslandi. Allur réttur áskilinn.