Kröftugar, afgerandi og sportlegar línur: Byltingarkennd hönnun Hyundai i20 færir viðmiðin í flokki sambærilegra bíla. Kraftmikið útlitið í bland við fjölda nýrra aukahluta fyrir innanrýmið gerir þér auðvelt að sníða bílinn að þínum smekk.
Nýr i20 er rennilegur og framúrskarandi bíll sem kemur með látum inn í flokk sambærilegra bíla með sportlegri nýrri hönnun. Hann er breiðari, lengri og með lægra þak en forverinn og fyrsti bíllinn í Evrópu sem sækir innblástur í hönnunarstefnu Hyundai sem einkennist af sportlegum smáatriðum – fullkominn samhljómur kraftmikilla hlutfalla, stíls og tækni.
Samfelld LED-aðalljósin eru enn meira áberandi með skörpum dagljósunum sem tengjast afturhlutanum sjónrænt og skapa þannig einstakt útlit.
Afgerandi framstuðarinn er rammaður inn með áberandi loftinntökum og nýju grilli með möskvahönnun sem sker sig úr frá fyrstu sýn.
Flæðandi z-laga LED-ljósasamstæðan teygir sig yfir afturhlerann og tengir þannig saman afturljósin til að skapa einstakt útlit.
Hönnuðir Hyundai hafa skapað nýtt og ferskt útlit og beitt fjölmörgum nýstárlegum fagurfræðilegum og tæknilegum lausnum til að ná fram rúmgóðu andrúmslofti og nútímalegri stemningu. Hurðirnar ramma mælaborðið glæsilega inn og skapa fallega áferð með innblæstri frá formum sem finna má í náttúrunni. Lögun hurðanna passar fullkomlega við mælaborðið og LED-stemningslýsingin gefur látlaust en fágað blátt yfirbragð í ökumannsrýminu.
Rennileg blöðin gefa mælaborðinu óvenju stílhreint útlit og undirstrika mjúka og breiða hönnun framhlutans.
Góð tenging og stjórn með sportlegum stjórnhnöppum í stýri.
Upplifðu lúxus rýmisins í i20. Með sportlegum framsætum sem eru hönnuð með áberandi hliðar- og lærastuðningi, lyftir hann hverri ferð upp á nýtt þægindastig.
Geymdu farangursábreiðuna á þægilegan hátt á bak við aftursætin til að nýta geymslurýmið sem best. Með 352 lítra farangursrými er nægt pláss fyrir þig og fjölskylduna til að taka með allt sem þarf fyrir næsta ævintýri.
Byltingarkennd hönnun og fyrsta flokks öryggiskerfi. Með háþróuðum tengimöguleikum ertu alltaf í sambandi – líka á ferðinni. Nýjar aflrásir og gírskiptingar ryðja veginn fyrir fágaðri og sjálfbærri akstursupplifun. Nýr i20 setur ný viðmið í flokki sambærilegra bíla.
Hyundai á Íslandi
Kauptúni 1
210 Garðabæ
575 1200
[email protected]
Neyðarþjónusta Króks
utan opnunartíma:
822 8010
Höfundarréttur © 2025 Hyundai á Íslandi. Allur réttur áskilinn.