TUCSON

Byltingarkennd hönnun. Rafmögnuð frammistaða.

Byltingin er hafin. Nýr Tucson er ekki eingöngu eðlileg framþróun frá eldri gerð heldur hefur hönnun hans verið umbylt. Bíllinn er í fararbroddi í framsækinni hönnun auk þess að vera búinn fyrsta flokks snjalltækni og rafvæddustu aflrásalínunni í flokki sambærilegra bíla.

Rafknúnar aflrásir.

Við settum meiri spennu í úrvalið. Nú geturðu valið úr rafvæddustu aflrásalínu í þessum flokki bíla: 48 volta samhliða hybrid-kerfi, dísil eða bensín, hybrid og Plug-in hybrid-aflrás.

Byltingarkennd hönnun.

Kraftmikil lögun, skarpar línur og einstök innfelld dulin ljós, sem eru þau fyrstu sinnar tegundar, gefa nýjum Tucson einstakt yfirbragð.

Fyrsta flokks öryggi.

Vertu enn öruggari með hugvitsamlegum eiginleikum og háþróuðum akstursaðstoðarkerfum.

Frá hugmyndabíl til byltingarkenndrar smájeppahönnunar.

Nýstárleg hönnun nýs Tucson er innblásin af hugmyndabíl Hyundai, Vision T, sem kynntur var við góðar undirtektir á AutoMobility LA-sýningunni í Los Angeles árið 2019. Skarpar línurnar og framúrstefnuleg lögunin eru einkennandi fyrir þennan fallega nýja smájeppa – fyrsta smájeppa Hyundai sem hannaður er samkvæmt nýrri hönnunarstefnu Hyundai þar sem áhersla er lögð á sportleg smáatriði.

Í okkar augum er nýr Tucson táknmynd tímamóta í hönnunarsögu okkar og hefur sett viðmið fyrir allar Hyundai-gerðir framtíðar.

Rafmagnaðasta úrvalið af aflrásum.

Finndu þann rétta fyrir þig. Veldu á milli 48 volta samhliða hybrid-, hybrid-, eða Plug-in Hybrid-aflrásar.

Tengimöguleikar.

Kynntu þér nýjustu snjalltæknina á borð við 10,25" leiðsagnarskjá, 10,25" stafrænan mælaskjá og miðstokk með snertistjórnun.

Öryggi.

Nú með nýjustu öryggis- og akstursaðstoðarkerfum.

7 ára ábyrgð.

Eins og allir bílar frá Hyundai er Tucson smíðaður samkvæmt ströngustu gæðastöðlum. Til viðbótar þessari gæðatryggingu fylgir honum sjö ára ábyrgð til að þú getir notið lífsins, án þess að hafa áhyggjur af bílnum. Auk þess er LiPo-rafhlaða Tucson með átta ára eða 160.000 km ábyrgð, hvort sem kemur fyrr. Aktu um áhyggjulaus með eina bestu ábyrgð sem fyrirfinnst í bílaiðnaðinum – sem staðalbúnað.

Vélartækni framtíðarinnar.

Allar nýskráðar Hyundai Tucson-gerðir með bensínvélar í Evrópu uppfylla Euro 6d-losunarstaðla.

Óska eftir símtali frá söludeild Hyundai

Bóka þjónustu

Bóka reynsluakstur

Vinsamlegast athugið:
Hafa skal gilt ökuskírteini meðferðis þegar mætt er í reynsluakstur.