Búnaður

Fáguð tækni fyrir aukin þægindi og öryggi.

Ný framúrskarandi snjalltækni með aukinni áherslu á þægindi og notagildi lætur Santa Fe skara fram úr í sínum flokki: upplifðu það besta í sparneytnum aflrásum með hybrid og plug-in hybrid valkostum ásamt fyrsta flokks öryggis- og tengimöguleikum.

Þægindi

Santa Fe býður upp á það besta í þægindum og hægðarauka með einstaklega sveigjanlegri sætaskipan og snjöllum lausnum fyrir hversdagsamstrið á borð við rafknúinn afturhlera með bendistjórnun og leiðsögn fyrir opnun afturhlera. Fótarýmið er mikið við aðra og þriðju sætaröð, farangursgeymslan er stærri og fjöldi geymsluhólfa er vítt og breitt um innanrýmið.

Sveigjanleg sætaskipan.

Njóttu fyrsta flokks þæginda fyrir allt að sjö farþega með nægu farangursrými. Ertu að leggja upp í langferð með mikinn farangur? Þá geturðu rennt fram annarri sætaröð, með 40/20/40 skiptingu, til að koma bæði farþegum og farangri fyrir án vandkvæða. Aðeins þarf að ýta á einn hnapp til að renna annarri sætaröð fram og frá til að skapa greiða leið í þriðju sætaröðina.

Sjónlínuskjár.

Sjónlínuskjárinn eykur öryggi þitt með því að varpa mikilvægum upplýsingum á borð við hraða, leiðsögn og viðvaranir beint á framrúðuna.

Fyrsta flokks KRELL-hljóðkerfi.

Einstök hljómtæki frá KRELL skila kristaltærum hljóðheimi. Tíu gæðahátalarar skila frábærum surround-hljómi um allan bílinn með fyrsta flokks 12 rása magnara með 589 vatta orku samtals. KRELL Automotive eru framúrskarandi hljómtæki fyrir bíla þróuð af KRELL, framleiðanda hágæðahljómtækja með höfuðstöðvar í Bandaríkjunum.

Tengimöguleikar

Háþróaðir tengimöguleikar.

Að sjálfsögðu hefur allur stafrænn tæknibúnaður Santa Fe verið uppfærður í nýjustu snjalltækni. Þráðlaus speglun snjallsíma og nýjasti tengibúnaður á borð við Bluelink® Connected Car Services gera þér kleift að stjórna bílnum með snjallsímanum – eða röddinni. Ókeypis fimm ára áskrift að Hyundai LIVE Services fylgir með leiðsögukerfi fyrir stóran 10,25" skjá.

Þráðlaus hleðsla.

Uppfærð þráðlaus hleðslustöð er nú enn öflugri og skilvirkari til að hægt sé að hlaða snjallsíma hratt án snúruflækju.

Apple Car Play og Android Auto.

Með þráðlausu Apple CarPlay™ og Android Auto™ er hægt að spegla snjallsímann á 8" snertiskjánum án þess að þurfa að stinga honum í samband.

Bluelink® Connected Car Services.

Stjórnaðu bílnum með snjallsímanum – eða með röddinni. Bluelink® býður upp á hnökralausa tengimöguleika og snjalleiginleika sem auðvelda þér aksturinn.

Tengt leiðaval.

Tengt leiðaval þýðir að leiðin er ekki lengur reiknuð út af örgjörvanum í leiðsögutækinu heldur öflugum þjóni í Hyundai-skýinu. Af hverju er það betra? Af því að nú er hægt að spá með meiri nákvæmni fyrir um umferð, fá nákvæmari komutíma og gera áreiðanlegri endurútreikninga á leiðum.

Leiðsögn síðasta spölinn.

Þú gætir þurft að leggja Santa Fe einhvers staðar áður en þú kemst á endanlegan áfangastað. Ef þú ert innan 200 m til 2 km geturðu flutt leiðsögnina úr bílnum yfir í Bluelink-forritið. Með gagnauknum veruleika leiðbeinir síminn þér nákvæmlega þangað sem þú vilt fara.

Afköst

Ný vélalína býður upp á aukna sparneytni og aukið afl.

Njóttu meiri sparneytni með auknu afli. Nýjum Santa Fe fylgir glæný vélalína með nýju R-dísilvélinni með minni losun koltvísýrings, auk þess sem bíllinn er fyrsti Hyundai-bíllinn í Evrópu sem seldur er með SmartStream hybrid-aflrás og tengiltvinnbílsaflrás. Dísilvélinni fylgir ný átta gíra skipting með tvöfaldri blautkúplingu (8DCT) fyrir aukna hröðun og meiri sparneytni.

Ný 8DCT-skipting: Átta gíra skipting með tvöfaldri blautkúplingu.

Nýja átta gíra skiptingin með tvöfaldri blautkúplingu (8DCT), í boði með díselvélinni, býður upp á mjúka skiptingu hefðbundinnar sjálfskiptingar og meiri sparneytni en skiptingar með tvöfaldri þurrkúplingu.

Aksturs- og torfærustilling.

Snjór eða sandur? Sportakstur eða sparneytni? Þitt er valið. Veldu þá akstursstillingu sem hentar aðstæðum hverju sinni eða stemningunni á einfaldan máta! Veldu sportstillingu til að auka afköstin með breyttu viðbragði við inngjöf, gírskiptingum og stýrisátaki. Eco-stilling skilar hámarkssparneytni með breyttri hröðun, gírskiptingum og orkuþörf loftræstingar. Veldu Comfort-stillingu fyrir venjuleg afköst með góðri sparneytni.

Fínstillir stýringu með því að lágmarka spólun í hálku og snjó með því að stilla vélarafl, gírskiptimynstur, spólvörn og tog í aldrifi.

Stillir bílinn til að taka mjúklega af stað og auka afkastagetu við akstur á mjúkum og torfærum vegum með því að stilla vélarafl, gírskiptimynstur, spólvörn og tog í aldrifi.

Stillir bílinn til að auka viðeigandi afkastagetu við akstur á hálum og torfærum vegum með því að stilla vélarafl, gírskiptimynstur, spólvörn og tog í aldrifi.

HTRAC™-aldrifskerfi.

Vont veður? Krappar beygjur? Ekkert mál. Santa Fe fæst með hinu snjalla HTRAC™-aldrifskerfi sem býður upp á frábæra aksturseiginleika og afköst í beygjum – sem gerir akstur á hálum götum í borginni og torfærum sveitavegum öruggari og miklu afslappaðri.

Nýr undirvagn.

Nýr Santa Fe er byggður á þriðju kynslóð Hyundai-undirvagna með enn meiri afköstum, stjórn, sparneytni og öryggi.

Kraftmikil fjöðrun.

MacPherson-fjaðrabúnaður skilar auknum stöðugleika og bættum aksturseiginleikum. Fjölliða afturfjöðrun gerir aksturinn þægilegri og tekur minna pláss.

Öryggi

Aukið öryggi fyrir þig og þína.

Fyrsta flokks Hyundai SmartSense-öryggisbúnaði og háþróuðum akstursaðstoðarkerfum á borð við þjóðvegaakstursaðstoð og árekstraröryggiskerfi að aftan fyrir bílastæði svipar til þeirra sem finna má í lúxusútfærslum bíla keppinautanna. Bíllinn er meira að segja búinn fjarstýrðu SPAS-bílastæðakerfi sem leggur bílnum fyrir þig.

Þjóðvegaakstursaðstoð (HDA).

Nýr Santa Fe er nú í fyrsta sinn búinn þjóðvegaakstursaðstoð. Þessi búnaður er samsettur úr akreinaaðstoð og snjallhraðastilli. Búnaðurinn notar skynjara og kortagögn til að tryggja öruggan akstur og sjálfvirka stillingu hraða þar sem hraðatakmarkanir gilda. Sérstakur hnappur á stýri gerir ökumanni kleift að kveikja á þjóðvegaakstursaðstoðinni.

Fjarstýrð snjallbílastæðaaðstoð.

Nýr Santa Fe getur nú sjálfkrafa lagt í og ekið úr bílastæði. Kerfið getur meira að segja bakkað bílnum í stæði eftir að ýtt er á einn hnapp.

Árekstraröryggiskerfi að aftan fyrir bílastæði.

Þessi búnaður notar ratsjár að aftan og á hliðum til að greina hindranir þegar bakkað er og varar ökumann við og beitir hemlum til að koma í veg fyrir árekstur.

Vörn fyrir þig og þína nánustu

Santa Fe er hannaður til að vernda þig og farþega þína. Til viðbótar við sex loftpúða: tvo að framan, tvo hliðarpúða og tvö loftpúðatjöld – hefur verulegum endurbótum í árekstraröryggi verið náð, þökk sé nýja Hyundai-undirvagninum. Hann gerir bílnum kleift að draga betur úr höggi við árekstur um leið og aflögun farþegarýmisins er lágmörkuð.

Uppgötvaðu alla kosti þessa sjö sæta jeppa.

Vinsælasti jeppinn okkar í Evrópu, nýr Santa Fe, er ekki aðeins stærri heldur líka betri. Upplifðu meira pláss og meiri snjalltækni á borð við fyrsta flokks tengimöguleika og einstaklega sparneytnar, nýjar aflrásir. Kynntu þér þetta nánar með því að smella á myndirnar hér fyrir neðan.

Óska eftir símtali frá söludeild Hyundai

Bóka þjónustu

Bóka reynsluakstur

Vinsamlegast athugið:
Hafa skal gilt ökuskírteini meðferðis þegar mætt er í reynsluakstur.