Hrífandi fegurð og framúrskarandi tækni – IONIQ 5 endurskilgreinir hugmyndina um rafbíla. Framúrstefnuleg hugmyndabílshönnun í bland við einstakt úrval nýjustu snjalltækni einkennir bílinn sem kemur þér lengra með hraðari hleðslu og rennilegum stíl.
Djarfur, einstakur og stílhreinn – rafmagnaður hönnunarstíll IONIQ 5 hefur gefið okkur frelsi til að kanna nýjar leiðir. Við höfum náð að undirstrika þægilega akstursupplifun, rúmgott innanrými og nýjustu snjalltækni bílsins á faglegan hátt.
Fáguð framtíðarsýn IONIQ 5 heiðrar hönnunararfleifð Hyundai á meðan hún er endurhugsuð fyrir framtíðina, með innblæstri frá Concept 45 EV.
Með sérhannaðri undirstöðu okkar höfum við getað skapað innanrými sem býður upp á algjörlega nýja upplifun – þar sem búið er að endurskilgreina rými innan bílsins.
Upplifðu ný viðmið í akstri með nýstárlegum öryggis-, þæginda- og tengimöguleikum sem bæta ferðalagið þitt og lyfta akstursupplifuninni á næsta stig.
Nýja Connected Car Navigation Cockpit (ccNC) margmiðlunarkerfið okkar býður upp á háþróaða grafík og fullkomna samhæfingu skjáa. Inniheldur alhliða Over The Air (OTA) hugbúnaðaruppfærslur.
Nýja Intelligent Front-Lighting System (IFS) LED framljósakerfið lagar sig sjálfkrafa að aðstæðum á veginum og kemur í veg fyrir að blinda aðra ökumenn, fyrir aukið öryggi í akstri að næturlagi.
Kynntu þér nýtt stig öryggis og þæginda með háþróuðum akstursaðstoðarkerfum Hyundai. IONIQ 5 er búinn nýjustu öryggiskerfunum og Hyundai Smart Sense akstursaðstoð, sem veitir ökumönnum aukið öryggi og hugarró.
Rennilegur þokki IONIQ 5 er innblásinn af framúrstefnulegri hönnun hugmyndabílsins Concept 45 EV og heiðrar hönnunararfleifð Hyundai sem uppfærð hefur verið fyrir framtíðina.
Blind-Spot View Monitor (BVM) hjálpar þér við akreinaskipti, á meðan Surround View Monitor (SVM) veitir þér ofansýn sem auðveldar þér að leggja bílnum.
IONIQ 5 býður upp á aukið öryggi með 7 loftpúðum, þar á meðal miðhliðarloftpúða í ökumannssætinu sem dregur úr höfuðmeiðslum af völdum árekstra milli farþega.
Nýi IONIQ 5 er með útblásturslausa tækni. Hann er ekki bara með tafarlaust tog – fyrir utan hröðunina er þar að finna kyrrð og fágaða hönnun.
Framúrskarandi tækni IONIQ 5 tryggir frábæra aksturseiginleika, áhrifaríka drægni og ofurhraða hleðslu. Aðlagaðu hann að þínum þörfum.
800V rafhlöðukerfið tryggir mun hraðari hleðslutíma en hefðbundin 400V kerfi í flestum rafbílum í dag. Þetta dregur úr orkutapi og hitamyndun, sérstaklega þegar notað er 350 kW hleðslutæki.
Upplifðu framúrskarandi aksturseiginleika og ofurhraða hleðslu.
Eins og allir Hyundai-bílar er IONIQ 5 smíðaður samkvæmt ströngustu gæðastöðlum. Til viðbótar þessari gæðatryggingu fylgir honum sjö ára ábyrgð til að þú getir notið lífsins, án þess að hafa áhyggjur af bílnum. Auk þess er afkastamikil LiPo-rafhlaðan með átta ára eða 160.000 km ábyrgð, hvort sem kemur fyrr. Aktu um áhyggjulaus með eina bestu ábyrgð sem fyrirfinnst í bílaiðnaðinum – sem staðalbúnað.
Hyundai á Íslandi
Kauptúni 1
210 Garðabæ
575 1200
[email protected]
Neyðarþjónusta Króks
utan opnunartíma:
822 8010
Höfundarréttur © 2025 Hyundai á Íslandi. Allur réttur áskilinn.