i30 Wagon

Rúmgóð fágun. Þægileg fjölhæfni.

i30 Wagon er reiðubúinn fyrir allt það sem lífstíll þinn krefst: hann heldur glæsileikanum á meðan hann flytur búnað þinn og hafurtask á milli staða og heldur þér og ástvinum þínum öruggum í hvaða ferðaævintýrum sem er.

Önnur týpa af skutbíl. Þín týpa.

Já, þú vilt vissulega fá rýmið og sveigjanleika skutbílsins en það án þess að gefa neinn afslátt af stíl, þægindum eða öryggi. Með glæsilega hannað innanrými og ytra byrði, hugvitsamlegt rými og hellingi af snjalltækni er i30 Wagon rétti bíllinn til að gera allar ferðir ánægjulegar.

Nýr i30 Wagon kemur með ferskan hönnunarstíl í flokk sambærilegra bíla. Með fallega hönnuðum hlutföllum og auðþekkjanlegum stíl muntu skara fram úr í skutbílahópnum.

Nýr i30 Wagon býður ekki aðeins upp á ævintýri og afköst heldur er hann einnig búinn nýjustu öryggistækni. Þú getur slakað á vitandi að aksturinn verður þægilegur og öruggur.

Rúmgott innanrýmið í i30 Wagon er hannað til að koma til móts við allt sem þér fylgir; hvort sem það tengist leik eða starfi.

Previous slide
Next slide

Áreiðanleg afköst.

Nútímalegar aflrásir uppfylla allar þínar óskir, bæði í lengri og skemmri ferðum – afslappaður akstur innifalinn.

Öryggi.

Ferns konar nýjum búnaði hefur verið bætt við akstursöryggistæknipakkann til að veita þér og farþegum þínum enn meira öryggi og hugarró.

Tengimöguleikar.

Með Bluelink® geturðu stjórnað bílnum með símanum þínum eða röddinni. Hyundai LIVE Services býður upp á upplýsingar um umferð, stæði og fleira í rauntíma.

Nýtt: i30 Wagon N Line.

Í fyrsta skipti er kraftmikli N Line-útlitspakkinn í boði fyrir i30 Wagon. Góða skemmtun.

7 ára ábyrgð.

Eins og allir bílar frá Hyundai er i30 Wagon smíðaður samkvæmt ströngustu gæðastöðlum. Til viðbótar þessari gæðatryggingu fylgir honum sjö ára ábyrgð til að þú getir notið lífsins, án þess að hafa áhyggjur af bílnum. Aktu um áhyggjulaus með eina bestu ábyrgð sem fyrirfinnst í bílaiðnaðinum – sem staðalbúnað.

Vélartækni framtíðarinnar.

Euro 6d-TEMP er staðalbúnaður hjá Hyundai. Allir nýskráðir Hyundai-bílar í Evrópu uppfylla nú þegar Euro 6d-TEMP losunarstaðlana. Euro 6d-TEMP felur í sér bæði WLTP-prófun og RDE-viðbótarpróf en skammstöfunin RDE stendur fyrir „Real Driving Emissions“ eða „raunverulegur útblástur við akstur“.

Óska eftir símtali frá söludeild Hyundai

Bóka þjónustu

Bóka reynsluakstur

Vinsamlegast athugið:
Hafa skal gilt ökuskírteini meðferðis þegar mætt er í reynsluakstur.