LiPo-rafhlöðurnar í Hyundai eru síður viðkvæmar fyrir áhrifum hleðsluminnis og skila framúrskarandi hleðslugetu samanborið við hefðbundnar rafhlöður. Þú getur valið þér stærð rafhlöðupakka eftir því hvaða akstursdrægi þú hefur þörf fyrir.
Með nýstárlegri rafbílalínu sinni lætur Hyundai reyna á mörk hins mögulega í rafknúnum samgöngum. Í línunni er að finna smábíla, jeppa og allt þar á milli. Njóttu aksturs sem er hljóðlátur og laus við útblástur, en skilar samt miklu togi og drægi sem nægir fyrir hvern dag.
Í dag eru rafhlöðuknúnar vélar góður kostur fyrir alla sem vilja hljóðláta, fágaða og skemmtilega akstursupplifun með engum útblæstri. Er þetta ekki draumur okkar allra?
Rafhlöðuknúnir rafbílar eru góður valkostur fyrir fólk sem vill engan útblástur, hljóðláta og kraftmikla hröðun og hefur aðgang að hleðslustöðvum.
LiPo-rafhlöðurnar í Hyundai eru síður viðkvæmar fyrir áhrifum hleðsluminnis og skila framúrskarandi hleðslugetu samanborið við hefðbundnar rafhlöður. Þú getur valið þér stærð rafhlöðupakka eftir því hvaða akstursdrægi þú hefur þörf fyrir.
Rafmótorinn skilar öflugu togi og mikilli sparneytni. Þegar ekið er af stað skilar hann einnig mjög sannfærandi og rafknúinni hröðun. Við hemlun tekur rafmótorinn að sér hlutverk rafals sem hleður rafhlöðuna.
Endurheimtarkerfi hemlaorku hlaða rafhlöðuna með því að nota rafmótorinn til að hægja á bílnum – sem hámarkar drægið sem þér býðst.
Hemlun er fínstillt þannig að endurheimtarkerfi hemlaafls nýtist sem best og bíllinn haldi ákjósanlegri hleðslustöðu. Ökumaðurinn getur auðveldlega stillt hversu mikið hemlaafl er endurheimt með skiptirofunum á bak við stýrið.
Stig 0: Endurheimt hemlaafls er ekki virk og rafhlaðan hleðst ekki. Stig 1 til stig 3: Hærra stig þýðir aukna hemlun með rafmótornum og um leið aukna hleðslu. Því hærra sem stigið er, því meira hægir bíllinn á sér um leið og rafhlaðan er hlaðin þegar þú tekur fótinn af inngjöfinni.
Einnig er hægt að nota skiptirofann til að hemla. Þú einfaldlega togar í vinstri skiptirofann og heldur honum þannig. Hægt er að hægja á bílnum þannig að hann stöðvist alveg á þennan hátt, án þess að stigið sé á hefðbundna hemlafótstigið.
Togaðu í vinstri skiptirofann og haltu honum þannig til að virkja hámarksstyrk á endurheimt hemlaorku. Þú getur stöðvað bílinn á þennan hátt – án þess að nota hefðbundna hemlafótstigið. Hleðslustyrkurinn er mestur í þessari stillingu.
Snjöll endurheimt hemlaorku nýtir ratsjárskynjara bílsins til að stjórna sjálfkrafa hversu mikið hemlaafl er endurheimt í samræmi við umferðina fram undan. Að auki greinir það hvort bílnum er ekið upp eða niður brekku og lagar sig að því.
Í gegnum tíðina hafa hugsanlegir kaupendur haft mestar áhyggjur af hleðslutímum og akstursdrægi. Með betri afköstum í rafhlöðum eru rafbílar orðnir meira aðlaðandi valkostur. Uppsetning á heimahleðslustöð eða hleðsla á vinnustaðnum hjálpa þar mikið til.
Hyundai á Íslandi Kauptúni 1 210 Garðabæ 575 1200 [email protected]
Neyðarþjónusta Króks utan opnunartíma:
822 8010
Höfundarréttur © 2024 Hyundai á Íslandi. Allur réttur áskilinn.