Bensín- og dísilaflrásir.

Bensín- og dísilaflrásir.

Þær hafa sannað gildi sitt. Og klárar í samgöngur framtíðarinnar.

Þótt upphafið hafi ekki farið hratt af stað hefur tæknin á bakvið brunahreyfilinn þróast á gríðarlegum hraða þar sem aflið og togið hefur sífellt aukist, en á sama tíma hefur sparneytnin aukist og útblástur dregist saman. Á öllum þessum sviðum hefur Hyundai tekið sér forystuhlutverk á heimsvísu.

Hver er munurinn?

Dísilvélar starfa þannig að lofti er þjappað saman inni í strokknum. Þetta hækkar lofthitastigið nógu mikið til að kveikja í dísilögnum sem sprautað er inn í brunahólfið. Dísilvélar notast við kveikikerti til að kveikja í eldsneytisloftblöndunni.

Slide1
Hyundai-bensínvélar.

Allt frá 1 lítra og þriggja strokka fjölpunkta bensínvélinni með eldsneytisinnsprautun og 67 hö. í nýja i10-bílnum til 2,0 T-GDI vélarinnar með 280 hö. í nýja i30 N-bílnum – bensínvélar er hægt að fá í meirihluta Hyundai línunnar, einnig í hybrid- og tengiltvinnútgáfunum. Með þessu úrvali er tryggt að bensínvélar verði áfram skilvirkur og þægilegur valkostur fyrir flesta neytendur.

previous arrow
next arrow

Vélatækni framtíðarinnar.

Allar nýjar bensín- og dísilvélar frá Hyundai í Evrópu uppfylla Euro 6-útblástursstaðalinn.

Nútímaleg vélartækni: Smartstream.

Þegar verkfræðingar Hyundai hönnuðu nýjustu aflrásartæknina okkar var „snjalltækni“ markmiðið í hverjum hluta „streymisins“ þegar kom að því að spara eldsneyti, bæta afkastagetuna og draga úr útblæstri: Streymi lofts og eldsneytis sem er sprautað inn í vélina og skilar sprengikrafti til hjólanna í gegnum gírkassann.

Slide1
CVVD-tæknin (Continuously Variable Valve Duration).

CVVD-tæknin hámarkar bæði afköst og sparneytni vélarinnar. Ventlastjórnunartæknin stjórnar tímastillingu opnunar og lokunar eftir akstursskilyrðum, sem skilar 4% aukningu í afkastagetu og 5% aukningu í sparneytni. Allt þetta – og 12% samdráttur á útblæstri á sama tíma.

previous arrow
next arrow

Snjalltækni í gírkössum.

Í bílum með brunahreyfil gegna gírkassar því mikilvæga hlutverki að laga snúningshraða vélarinnar að aðstæðum til að auðveldara sé að stýra því hvernig aflið er notað. Viðeigandi gírskiptingar gera vélinni kleift að starfa ávallt með mikilli skilvirkni, sem bæði bætir afkastagetuna og sparneytnina.

Átta gíra skipting með tvöfaldri blautkúplingu (DCT).

DCT-sjálfskiptingar skila kostunum sem bæði beinskiptingar og sjálfskiptingar hafa í för með sér. Hraðar gírskiptingarnar og sérlega skilvirkt aflið sameina þægindin í sjálfskiptingunni og eldsneytissparneytni beinskiptingarinnar. DCT-sjálfskiptingar með blautkúplingu nota olíu til að kæla kúplinguna niður til að hún geti þolað hið mikla tog sem fylgir aflmeiri vélum.

48 V samhliða hybrid-kerfi.

48 V hybrid-aflrásin með samhliða kerfi styður við brunahreyfilinn og bætir við raforku á mismunandi stigum akstursins. Fáðu frekari upplýsingar um þetta hugvitssamlega og sparneytna kerfi.

Slide1
Þægileg gangsetning.

Hybrid-aflrásin með samhliða kerfi er sérstaklega gagnleg í borgarumferð þar sem Mild Hybrid-startarinn/rafallinn styður við brunahreyfilinn þegar bíllinn er gangsettur aftur eftir stöðvun í umferð. Hann stuðlar að hraðari og mýkri gangsetningu vélarinnar með viðbótartogi með því að sækja afl til 48 V rafhlöðunnar.

previous arrow
next arrow

iMT-beinskipting.

iMT-beinskiptingin er hönnuð sérstaklega fyrir hybrid-vélar með samhliða kerfi; hún bætir eldsneytissparneytnina sjálfkrafa með því að fara ávallt í rennslisstillingu þegar ökumaðurinn sleppir eldsneytisgjöfinni.

Aflrásir með afkastagetu: Hyundai N.

Hyundai N-gerðirnar fara alveg upp að mörkum hins mögulega og ökumenn þeirra fá að upplifa til fulls hversu mikil skemmtun akstur getur verið. N-gerðirnar voru hannaðar til að skila æsilegum beygjueiginleikum og aksturseiginleikum sportbílsins.

Skilvirkar og öflugar:
bensín- og dísilvélarnar okkar.

Hyundai býður upp á mikið úrval sérlega skilvirkra og öflugra brunahreyfla sem eru hannaðir til að uppfylla ólíkar þarfir viðskiptavina og opinber viðmið.

Kynntu þér fleiri aflrásir frá Hyundai.

Hér geturðu fundið nánari upplýsingar um rafknúnar vetnisaflrásir, rafknúnar vélar á borð við 48 V hybrid-vélina með samhliða kerfi, tengiltvinnbíla, rafbíla og allt þar á milli.

Óska eftir símtali frá söludeild Hyundai

Bóka þjónustu

Bóka reynsluakstur

Vinsamlegast athugið:
Hafa skal gilt ökuskírteini meðferðis þegar mætt er í reynsluakstur.