INSTER sker sig úr með hringlaga LED aðalljósunum og pixel stefnuljósunum.

Ertu klár í slaginn?
Ertu klár í slaginn?
INSTER er nettur raknúinn bíll með djörfu útliti og nýstárlegum eiginleikum – hannaður til að skapa hið fullkomna rými fyrir þig.
INSTER færir ferska og stílhreina sýn inn í heim rafknúinna bíla – með kraftmiklum áhrifum úr hönnun sportjepplinga. Einkennandi útlitið vekur athygli, hvert sem leiðin liggur.
INSTER sker sig úr með hringlaga LED aðalljósunum og pixel stefnuljósunum.
Kröftugir hjólabogar með einkennandi hlífum gefa sportlegan svip og styðja við auðþekkjanlegt útlit INSTER.
Parametric Pixel LED afturljósin gefa straumlínulaga afturhlutanum framtíðarlegt yfirbragð. Hringlaga endurskinsljós draga fram ferköntuð LED stefnuljósin og silfurlituð undirplata bætir við sportlegu ívafi.
Leyfðu persónuleikanum að njóta sín með stílhreinu 17" álfelgunum.
INSTER býður upp á ótrúlega rúmgott innanrými fyrir borgarbíl í A-flokki – þökk sé flötu gólfi rafbílsins, sveigjanlegum aftursætum og háu þaki í anda sportjeppa. Aftursætin má færa fram og til baka um allt að 16 cm, sem annaðhvort gefur meira fótarými fyrir farþega eða rúmbetra farangursrými – allt eftir þínum þörfum.
INSTER er með flatt gólf og snjöll hönnun aftursætanna gera það einfalt og þægilegt að stíga inn og út úr bílnum.
Þetta hagnýta sæti er fullkomið þegar þú þarft að ferma langa hluti – og virkar jafnframt sem þægilegt skrifborð fyrir fartölvuna þegar þú notar bílinn sem skrifstofu.
Aftursætin í INSTER eru hönnuð með þægindi í huga og staðsett í hentugri hæð. Það gerir bæði innstíg auðveldara og einfaldara að festa barnabílstól á öruggan og þægilegan hátt.
Hvort sem þú þarft meira farangursrými eða aukið fótarými fyrir farþega að aftan, þá má færa aftursætin fram og til baka um allt að 16 cm. Auk þess eru þau hönnuð til að halla, sem eykur þægindin enn frekar þegar þess gerist þörf.
Bílarnir okkar þjóna mun fleiri hlutverkum en að flytja þig frá punkti A til B. INSTER býður upp á einstakan sveigjanleika sem setur hann í sérflokk meðal sambærilegra bíla.
Í INSTER er hægt að fella öll sæti alveg niður til að hámarka rýmið fyrir langan eða fyrirferðarmikinn farangur. Með því að renna aftursætunum 16 cm fram eykst farangursrýmið úr 238 í allt að 351 lítra.²
Hægt er að fella niður öll sæti – þar á meðal framsætin – sem veitir meiri sveigjanleika við að ferma langan eða fyrirferðarmikinn farangur. Með því að fella bæði aftursætin niður færðu rúmgott farangursrými sem nemur 1.059 lítrum.
238 lítrar
Niðurfellanleg og stækka farangursrýmið í 1.059 lítra
Renndu aftursætunum fram til að stækka skottið úr 238 í allt að 351 lítra
Einnig er hægt að fella framsætin niður fyrir aukinn sveigjanleika
1. Myndirnar sýna bíla sem eru gætu verið frábrugðnar þeim útfærslum sem eru í boði á Íslandi.
Útbúnaður og eiginleikar geta verið mismunandi eftir útfærslum. Hafðu samband við næsta Hyundai söluaðila til að fá staðfestingu á framboði og tæknilýsingum. Upplýsingarnar á þessari síðu eiga aðeins við nýjar pantanir frá verksmiðju og eru réttar við birtingu. Þrátt fyrir að við leggjum áherslu á að birta réttar og uppfærðar upplýsingar, áskiljum við okkur rétt til breytinga. Sérstaklega getur tæknilýsing og búnaður breyst án fyrirvara þar sem vörur okkar eru í stöðugri þróun.
2. Hæð er mæld án hleðsluhlífar (load cover).