i30 N Line er í boði með nýrri 17 og 18 tommu felguhönnun sem undirstrikar hraðskreiða eiginleika bílsins jafnvel þegar hann er kyrrstæður.
Sportlegur N Line-útlitspakki, sérsniðin hönnun og einstakir aksturseiginleikar hefja nýjan i30 N Line upp á annað svið.
Hlustaðu á kynningu markaðssérfræðingsins Richard Haleš á nýjum i30 N Line.
Uppfærð i30 N Line-hönnun með breiðara grilli að framan og nýjum afturstuðara skapar enn djarfara og kraftmeira útlit . Hönnun neðra miðgrillsins sækir innblástur í þotuhönnun og myndar svæði framstuðarans. Hliðaropin skarta fljótandi vængjum sem draga úr loftmótstöðu. Nýja afturstuðarahönnunin undirstrikar kraftmikil einkenni N Line.
Neðra miðgrillið á i30 N Line er orðið voldugra og er miðpunktur stuðarasvæðisins. Ný hönnun aðalljósa undirstrikar kröftuga stöðu bílsins.
Breiðir dreifararnir eru sportlegir og þokuljósin hafa fengið nýja staðsetningu sem láir bílnum yfirbragð lægri þyngdarmiðju ljáir bílnum yfirbragð farartækis með lægri þyngdarmiðju.
i30 N Line er í boði með nýrri 17 og 18 tommu felguhönnun sem undirstrikar hraðskreiða eiginleika bílsins jafnvel þegar hann er kyrrstæður.
Rennilegt N Line-hliðarmerkið er með sportlegum blæ sem fer ekki fram hjá neinum.
Straumlínulöguð, svört vindskeið að aftan rammar inn hástætt hemlaljósið.
Um leið og þú sest inn í ökumannsrými nýs i30 N Line langar þig að grípa í sportlegt stýrið og stíga á málmfótstigin.
N Line-stýrið sameinar þægindi og stjórn og glæsilegt útlit með götuðu leðri.
Þú ert á heimavelli í kraftmiklum og þægilegum N Line-sportsætunum sem eru með rafdrifnum lendastuðningi og útdraganlegum sætispúðum*.
N Line-gírskiptingin er með sportlegum málmskreytingum, rauðri línu og leðurinnfellingum sem gefa betra grip og mótorsportsupplifun.
Sportleg málmfótstig auka á kröftuga akstursupplifunina. Þeir eru með burstaðri málmáferð með stömu gúmmíi til að ná betri stjórn.
Rauði skrautsaumur á sætunum, stýrinu, gírskiptingunni og miðjustokkunum er eitt af glæsilegum hönnunareinkennum N Line.
Hyundai á Íslandi Kauptúni 1 210 Garðabæ 575 1200 [email protected]
Neyðarþjónusta Króks utan opnunartíma:
822 8010
Höfundarréttur © 2024 Hyundai á Íslandi. Allur réttur áskilinn.