Búnaður

Þægindi og sparneytni í fyrirrúmi.

Nýr i30 Hatchback setur ný viðmið í sínum flokki með nýjustu snjalltækninni, þar á meðal einstaklega skilvirkum aflrásum þar sem hægt er að velja 48 V hybrid-aflrás með samhliða kerfi, fyrsta flokks öryggi og akstursaðstoðarbúnaði og framúrskarandi tengimöguleikum.

Afköst

Sparneytni og framfarir: úrval aflrása.

Nýr i30 býður upp á ýmsa kosti í aflrásum sem eiga enga sína líka. Rafknúna 48 V hybrid-aflrásin með samhliða kerfi dregur úr losun koltvísýrings með því að draga úr eldsneytisnotkun. Snjöll beinskipting dregur enn frekar úr eldsneytisnotkun. Ef þú vilt frekar sjálfskiptingu er 48 V hybrid-aflrás með samhliða kerfi í boði með sjö þrepa DCT-sjálfskiptingu.

Slide
1,5 DPi bensínvél.

Nýr i30 er með nýþróaðri 1,5 lítra vél með DPi (Dual Port injection) og 110 hö., og sex gíra beinskiptingu. Hámarksafl: 110 hö., hám. Tog: 144,2 Nm

Slide2
1,0 T-GDi-bensínvél.

1,0 lítra T-GDi vélin skilar 120 hö. og er með sex gíra beinskiptingu eða sjö þrepa DCT-sjálfskiptingu. Einnig er í boði 48 V hybrid-útgáfa með samhliða kerfi sem skilar betri eldsneytisnýtingu. Í fyrsta skipti er sex gíra iMT-beinskipting í boði. Hámarksafl: 120 hö., hám. Tog: 172 Nm

Slide3
1,5 T-GDi 48 V bensínvél.

Efst í línunni er nýja 1,5 lítra T-GDi vélin með 160 hö., sem er staðalbúnaður með 48 V hybrid-bíl með samhliða kerfi. Hún er einnig fáanleg með sex gíra iMT-beinskiptingu eða sjö þrepa DCT-sjálfskiptingu. Hámarksafl: 160 hö., hám. Tog: 253 Nm

Slide4
1,6 CRDi-dísilvél.

Í dísilvélum er hægt að velja 1,6 lítra CRDi-vél með 115 eða 136 hö. 115 ha. vélin er með sex gíra beinskiptingu eða sjö þrepa DCT-sjálfskiptingu. 136 ha. vélin er nú með 48 V hybrid-aflrás með samhliða kerfi. Hún er í boði með sex gíra iMT-beinskiptingu eða sjö þrepa DCT-sjálfskiptingu. Hám. afl: 136 hö., hám. Tog: 320 Nm (með DCT-sjálfskiptingu)

previous arrow
next arrow

Nýir gírkassamöguleikar fyrir þitt aksturslag.

i30 Hatchback er fáanlegur með sex gíra beinskiptingu, sjö þrepa DCT-sjálfskiptingu (7DCT) eða nýþróaðri sex gíra snjallri beinskiptingu (iMT). iMT stuðlar að minni eldsneytisnotkun í 48 V hybrid-bíl með samhliða kerfi.

iMT

Til að auka sparneytni aftengir iMT-beinskiptingin vélina frá gírkassanum eftir að eldsneytisgjöfinni er sleppt. Bíllinn byrjar að renna.*

Sjö þrepa DCT-sjálfskipting.

Sjö þrepa DCT-sjálfskiptingin sameinar sparneytni og aksturseiginleika beinskiptingar og þægindi sjálfskiptingar.

48 V hybrid-aflrás með samhliða kerfi.

48 V hybrid-aflrásin með samhliða kerfi styður við brunahreyfilinn og bætir við raforku á mismunandi stigum akstursins. Fáðu frekari upplýsingar um þetta hugvitsamlega og sparneytna kerfi.

Slide
Þægileg gangsetning.

Hybrid-aflrásin með samhliða kerfi er sérstaklega gagnleg í borgarumferð þar sem Mild Hybrid-startarinn/rafallinn styður við brunahreyfilinn þegar bíllinn er gangsettur aftur eftir stöðvun í umferð. Hann stuðlar að hraðari og mýkri gangsetningu vélarinnar með viðbótartogi með því að sækja afl til 48 V rafhlöðunnar.

Slide2
Hröðun.

Við hröðun styður startarinn/rafallinn við vélina með 4 til 10 kW afli, allt eftir hleðslu rafhlöðukerfisins og hvernig ökumaðurinn stígur á eldsneytisgjöfina. Þegar æskilegum hraða hefur verið náð fer kerfið í hlutlausa stillingu og skilar engu afli. Með því má draga úr losun koltvísýrings og eldsneytisnotkun.

Slide3
Hleðsla í akstri.

Á stöðugum hraða er kerfið annaðhvort í lausagangi eða virkar eins og rafall sem hleður 48 V rafhlöðuna, allt eftir hleðslustöðu rafhlöðunnar.

Slide4
Endurheimt.

Við sjálfvirka hemlun eða yfirkeyrslu knýr snúningssveifarásinn startarann/rafalinn, sem endurheimtir að hámarki 10 til 12 kW. Rafallinn breytir hreyfiorku við hemlun í rafmagn og leiðir það aftur inn í 48 V rafhlöðuna.

Slide5
Aukinn Start/Stop-eiginleiki.

Við rennsli á litlum hraða verður Start/Stop-eiginleikinn virkur við 30 km/klst. Við hraðaminnkun á milli 30 og 0 km/klst., og með kúplinguna af, er slökkt alveg á vélinni.

previous arrow
next arrow

Tengimöguleikar

Tengdu símann, bílinn og þig.

Nýr i30 er uppfullur af snjalltækni á borð við nýjan snertiskjá og fimm ára ókeypis áskrift að Bluelink® Connected Car Services til að halda þér auðveldlega í sambandi á öllum ferðalögum. Bluelink býður upp á þægileg samskipti við nettengda raddstýringu og snjallsímaforrit til að stjórna bílnum þínum. Hyundai LIVE Services veitir þér aðgang að upplýsingum um umferð í rauntíma, bílastæði, veður og áhugaverða staði.

Apple CarPlay™ og Android Auto™.

Nýr i30 er samhæfur við Apple CarPlay™ og Android Auto™ svo þú getur tengt hann við snjallsímann þinn og speglað uppáhaldsforritin þín á stóra snertiskjánum.

Bluelink® Connected Car Services.

Stjórnaðu bílnum með snjallsímanum – eða með röddinni. Bluelink® Connected Car Services býður upp á hnökralausa tengingu við i30 með raddstýringu og búnaði sem gerir aksturinn ánægjulegri. Þá gerir Bluelink-forritið þér kleift að stjórna ýmsum eiginleikum. Leiðsögukerfinu fylgir fimm ára áskrift að Huyndai LIVE Services.

Slide
Fjarstýrðar hurðalæsingar.

Gleymdirðu að læsa bílnum? Ekki hafa áhyggjur, þessi bíll mun láta þig vita með því að senda tilkynningu í símann þinn. Þú getur síðan notað PIN-númerið þitt til að læsa eða opna bílinn með einum hnappi.

Slide2
Áfangastaður sendur í bíl.

Ef þinn i10 er búinn leiðsagnarkerfi geturðu notað Bluelink-forritið til að leita að áfangastöðum þegar þú ert ekki í bílnum. Bluelink samstillir síðan leiðina við leiðsögukerfið þitt. Þú sest bara inn og ýtir á hnapp.

Slide3
Finna bílinn minn.

Gleymdirðu hvar þú lagðir bílnum? Þú opnar bara Bluelink-forritið til að sjá hvar bíllinn þinn er – hvar sem er í heiminum.

Slide4
Þjófavarnartilkynning.

Bluelink fylgist alltaf með bílnum þínum. Ef einhver reynir að brjótast inn í i10-bílinn þinn – átt er við hurðalæsinguna og dyrnar opnaðar – sendir Bluelink-forritið tilkynningu í snjallsímann þinn.

Slide5
Upplýsingar um ástand bílsins í símann.

Þú getur framkvæmt fjartengda bilanagreiningu með Bluelink-forritinu. Skýrslan um bílinn sýnir upplýsingar um þrýsting í hjólbörðum, viðvörunarljós vegna bilana, loftpúða, hemlakerfi og margt fleira.

Slide6
Staða bíls.

Þarftu bensín? Athugaðu forritið. Notaðu fjartengdan aðgang að upplýsingum um ástand bílsins þegar þér hentar, svo sem vegalengd að næstu áfyllingu eldsneytis, hvort dyrnar eru opnar/lokaðar eða læstar/ólæstar og hvort farangursgeymsla er opin/lokuð.

previous arrow
next arrow

Tengt leiðaval.

Nú er hægt að spá með meiri nákvæmni fyrir um umferð, fá nákvæmari komutíma og gera áreiðanlegri endurútreikninga á leiðum gegnum nýjan þjón Hyundai í skýi.

Leiðsögn síðasta spölinn.

Þú gætir þurft að leggja bílnum einhvers staðar áður en þú kemst á áfangastað. Flyttu leiðsögnina yfir í Bluelink-forritið og farðu þangað sem þú vilt fara með aðstoð aukins raunveruleika.

Bluelink®-snjallsímaforritið.

Með Bluelink-forritinu geturðu læst og opnað i30-bílinn þinn með fjarstýringu, eða fundið hann þegar þú manst ekki alveg hvar þú lagðir honum. Forritið sendir einnig viðvörun ef einhver reynir að brjótast inn. Og ef þú vilt vita hvort þrýstingur í hjólbörðum er í lagi getur það líka sagt þér það.

Slide
Upplýsingar um eldsneytisverð í rauntíma.

Finndu eldsneyti fljótt og á góðu verði – stöðugt uppfærð eldsneytisþjónusta gefur upp núverandi eldsneytisverð og upplýsingar um staðsetningu – pikkaðu bara á skjáinn til að velja áfangastað.

Slide2
Bílastæðaleit.

Vertu fljótari að finna bílastæði – og sparaðu þér tíma og vesen. Þessi eiginleiki hjálpar þér að finna og bera saman bílastæðamöguleika í bílastæðahúsum, á bílastæðum og við götuna.

Slide3
Veðurspá.

Viltu vita hvernig veðurspáin er áður en lagt er af stað? Með veðurþjónustu í rauntíma geturðu alltaf fylgst með nýjustu veðurupplýsingum um núverandi staðsetningu þína, áfangastað eða uppáhaldsborgir.

Slide4
Hraðamyndavélaviðvörun.

Alhliða þjónusta sem birtir viðvaranir bæði fyrir fastar og hreyfanlegar hraðamyndavélar**, til að þú getir einbeitt þér að öruggum og þægilegum akstri.

Slide5
Umferðarupplýsingar.

Vertu fljótari á staðinn. Með umferðarupplýsingum Hyundai í rauntíma færðu bestu leiðirnar miðað við ríkjandi aðstæður – sem og nákvæmustu áætlanirnar um komutíma.

Slide6
Áhugaverðir staðir í rauntíma.

Það hefur aldrei verið auðveldara að leita að heimilisfangi, áhugaverðum stað eða hvoru tveggja. Textaleit gerir þér kleift að finna staðinn sem þú leitar að.

previous arrow
next arrow

Öryggi

Meira SmartTech fyrir aukið öryggi.

Endurbætti Hyundai SmartSense-pakkinn – hugvitsamlega akstursaðstoðarkerfið okkar – er nú fullsamþættur við i30 og veitir þér og farþegum þínum öryggi og hugarró.

Skynjari fyrir hreyfingu ökutækis á undan.

Þessi hugvitsamlegi eiginleiki fyrir borgarakstur lætur ökumanninn vita þegar bíllinn á undan ekur af stað, t.d. á umferðarljósum eða í umferðarteppu.

Háljósaaðstoð.

Dregur úr álagi og veitir hámarkssýnileika. Háljósaaðstoð greinir ekki einungis aðvífandi bíla heldur einnig bíla fyrir framan á sömu akrein og skiptir yfir í lágu ljósin eftir því sem við á.

Akreinastýring.

Ef farið er óvart yfir línu varar akreinastýringin ökumanninn við og beitir stýrisátaki til að beina bílnum aftur inn á akreinina.

Hraðatakmörkun

Þetta kerfi greinir skilti með hraðamerkingum og birtir hámarkshraða og bannskilti á rauntíma, bæði á skjá leiðsögukerfisins og mælaborðinu.

Athyglisviðvörun.

Þegar kerfið greinir þreytu eða einbeitingarleysi varar það þig við með hljóðmerki og viðvörunarskilaboðum þar sem mælt er með því að þú takir þér hlé frá akstrinum.

Hagkvæmni.

Það er einfalt og afslappað að komast á milli staða í Hyundai i30, sem býður upp á fjölbreytt úrval þæginda, m.a. til að hlaða símann, leggja í stæði án óþæginda og aka í hægindum.

Á miðstokknum er haganlega staðsettur þráðlaus hleðslubakki þar sem þú getur hlaðið Qi-samhæfa snjallsíma þráðlaust.

Úthljóðsnemar á fram- og afturstuðara gefa hljóð- og sjónrænar viðvaranir þegar hindranir greinast.

Bakkmyndavélin virkjast þegar bakkgírinn er valinn svo að þú getir séð hvert þú ert að fara á skjánum.

Framsætin fást með þriggja þrepa loftkælingar- og hitakerfi sem tryggir þægilega ökuferð, hvernig sem viðrar.

Bæði ökumaður og farþegi í framsæti geta stillt hitastig fyrir sig. Þú velur hitastigið og kerfið sér um allt hitt.

Þægilegur hnappur setur handbremsuna á eða tekur hana af.

Ókeypis LIVE Services-áskriftin að leiðsögukerfinu býður upp á umferðarupplýsingar á rauntíma, viðvaranir um hraðamyndavélar**, veðurupplýsingar og upplýsingar um áhugaverða staði.

Kynntu þér nýjan Hyundai i30 betur.

Óska eftir símtali frá söludeild Hyundai

Bóka þjónustu

Bóka reynsluakstur

Vinsamlegast athugið:
Hafa skal gilt ökuskírteini meðferðis þegar mætt er í reynsluakstur.