Ný viðmið.

Nýr Tucson setur ný viðmið í flokki sambærilegra bíla með glæsilegu úrvali fyrsta flokks snjalltækni. Nýttu þér nýjustu tengimöguleikana, öryggisbúnað, þann besta í flokki sambærilegra bíla, og háþróuð akstursaðstoðarkerfi, auk öflugrar rafknúinnar aflrásar.

Þægindi

Þægindi og notagildi.

Nýr Tucson er fjölhæfur með góða tengimöguleika, auk þess að bjóða upp á mikil þægindi og notagildi. Hugvitssamlegur búnaður á borð við fjarstýrð fellisæti auðveldar þér að pakka í farangursrýmið fljótt og vel. Hugvitssamlegur búnaður býður upp á einfalda stjórnun farþegasætis frammi í. Hiti í fram- og aftursætum og fjölvirk loft- og hitastýring með frávísandi loftunaropum bjóða upp á þægilegra andrúmsloft í innanrýminu.

Búnaður í Hyundai Tucson sem auðveldar inngöngu og veitir meiri þægindi.

Inngöngubúnaður.

Þessi sniðugi búnaður gerir ökumanni kleift að renna til framsæti fyrir farþega og halla því með hnappi á sætinu til að auðvelda aðgengi og auka þægindin.

Opið farangursrými Hyundai Tucson þar sem aftursætin eru felld niður.

Sveigjanleg niðurfelling aftursæta.

Aukin þægindi og sveigjanleiki bjóðast með 40:20:40 skiptingu aftursætanna. Enn fremur er boðið upp á fjarstýrða niðurfellingu sæta með handföngum á hliðum farangursgeymslunnar.

Rafknúinn afturhleri með bendistjórnun.

Nú er auðvelt að hlaða í bílinn. Afturhlerinn opnast sjálfkrafa þegar snjalllykillinn greinist nærri í þrjár sekúndur. Þetta er sérlega hentugt þegar þú ert með báðar hendur fullar eftir verslunarferðir. Þú getur meira að segja stillt hversu hátt hlerinn lyftist.

Rafknúinn afturhleri sem auðveldar þér að hlaða í nýjan Hyundai Tucson.

Upplifðu enn betri hita- og loftstýringu.

Það er staðreynd. Við höfum ólíkar þarfir. Sumir vilja meiri hita, aðrir minni. Þess vegna er nýr TUCSON búinn fjölvirkri loft- og hitastýringu. Hún dreifir loftinu með að- og frávísandi loftunaropum svo blásturinn verður mildari en heildarrúmtak loftsins helst það sama. Þriggja svæða hita- og loftstýring gerir þér svo kleift að skipta bílnum upp í ólík hitasvæði fyrir ökumann og farþega í framsæti og aftursætum.

Tengimöguleikar

Háþróaðir tengimöguleikar.

Að sjálfsögðu hefur allur stafrænn tæknibúnaður Tucson verið uppfærður í nýjustu útgáfu. Speglun snjallsíma og nýjasti tengibúnaður á borð við Bluelink® Connected Car Services gerir þér kleift að stjórna bílnum með snjallsímanum – eða röddinni. Ókeypis fimm ára áskrift að Hyundai LIVE Services fylgir með leiðsögukerfi fyrir stóran 10,25" skjá.

Nýr 10,25" snertiskjár og allar snertiskjásstýringarnar í Hyundai Tucson.

10,25" snertiskjár og snertistjórnun.

Nýr 10,25" snertiskjárinn fellur fullkomlega að snertistjórnborðinu. Öllu er stjórnað með snertingu, hvort sem er leiðsögn, upplýsinga- og afþreyingarkerfi eða loftkælingu.

10,25" stafrænn mælaskjár í nýjum Hyundai Tucson.

10,25" stafrænn mælaskjár.

Stafræni mælaskjárinn gefur ökumannsrýminu hátæknilegt yfirbragð. Búið er að fjarlægja umgjörð mælaskjásins til að undirstrika opið yfirbragð innanrýmisins.

Nærmynd af hnappi á stýrinu í nýjum Hyundai Tucson.

Háþróuð raddstýring.

Kveiktu á og stjórnaðu eiginleikum á borð við hitastillingar, upplýsinga- og afþreyingarkerfi, opnun afturhlera og hita í stýri með raddskipunum.

Bluelink® Connected Car Services.

BlueLink® Connected Car Services býður upp á hnökralausa tengingu við nýja Tucson-bílinn þinn með raddstýringu og ýmsum búnaði sem gerir aksturinn þægilegri og ánægjulegri. Þá gerir Bluelink-forritið þér kleift að stjórna ótal snjöllum eiginleikum. Leiðsögukerfinu fylgir fimm ára áskrift að Huyndai LIVE Services.

Smelltu á vinstri eða hægri örina til að fletta á fyrri eða næstu skyggnu.
 1. Skjámynd af Hyundai Bluelink-forritinu í iPhone: bíllinn opnaður

  Fjarstýrðar hurðalæsingar.

  Gleymdirðu að læsa bílnum? Engar áhyggjur, Tucson lætur þig vita með því að senda vöktunartilkynningu í símann þinn. Síðan geturðu notað PIN-númerið þitt til að læsa eða opna bílinn með einum hnappi.

 1. 1
Smelltu á vinstri eða hægri örina til að fletta á fyrri eða næstu skyggnu.
 1. Skjámynd af Hyundai Bluelink-forritinu í iPhone: áfangastaður sendur í bíl

  Áfangastaður sendur í bíl.

  Ef Tucson-bíllinn þinn er búinn leiðsagnarkerfi geturðu notað Bluelink-forritið til að leita að áfangastöðum þegar þú ert ekki í bílnum. Bluelink samstillir síðan leiðina við leiðsögukerfið þitt. Þú þarft eingöngu að setjast inn og ýta á hnapp.

 1. 1
Smelltu á vinstri eða hægri örina til að fletta á fyrri eða næstu skyggnu.
 1. Skjámynd af Hyundai Bluelink-forritinu í iPhone: finna hvar bíl er lagt

  Finna bílinn minn.

  Gleymdirðu hvar þú lagðir bílnum? Þú þarft eingöngu að opna Bluelink-forritið til að sjá hvar bíllinn þinn er – hvar sem er í heiminum.

 1. 1
Smelltu á vinstri eða hægri örina til að fletta á fyrri eða næstu skyggnu.
 1. Skjámynd af Hyundai Bluelink-tilkynningu í iPhone: viðvörun um tilraun til þjófnaðar

  Þjófavarnartilkynning.

  Bluelink fylgist alltaf með bílnum þínum. Ef einhver reynir að brjótast inn í Tucson-bílinn þinn – átt er við hurðalæsinguna og dyrnar opnaðar – færðu tilkynningu í snjallsímann.

 1. 1
Smelltu á vinstri eða hægri örina til að fletta á fyrri eða næstu skyggnu.
 1. Skjámynd af Bluelink-forritinu í iPhone: skýrsla um bíl

  Upplýsingar um ástand bílsins.

  Þú getur framkvæmt fjartengda bilanagreiningu með Bluelink-forritinu. Skýrslan um bílinn getur sýnt upplýsingar um þrýsting í hjólbörðum, viðvörunarljós vegna bilana, loftpúða, hemlakerfi og margt fleira.

 1. 1
Smelltu á vinstri eða hægri örina til að fletta á fyrri eða næstu skyggnu.
 1. Skjámynd af Hyundai Bluelink-forritinu í iPhone: staða bíls

  Staða bíls.

  Þarftu bensín? Athugaðu forritið. Fáðu fjaraðgang að stöðu bílsins hvenær sem er, þar á meðal hversu mikið eldsneyti er eftir, hvort dyrnar eru opnar/lokaðar eða læstar/ólæstar og hvort gluggar eða farangursgeymsla er opin/lokuð.

 1. 1
Tengt leiðaval í leiðsögukerfi nýs Hyundai Tucson.

Tengt leiðaval.

Tengt leiðaval þýðir að leiðin er ekki lengur reiknuð út af örgjörvanum í leiðsögutækinu heldur öflugum þjóni í Hyundai-skýinu. Af hverju er það betra? Af því að nú er hægt að spá með meiri nákvæmni fyrir um umferð, fá nákvæmari komutíma og gera áreiðanlegri endurútreikninga á leiðum.

Hyundai Bluelink-leiðsögn síðasta spölinn.

Leiðsögn síðasta spölinn.

Þú gætir þurft að leggja Tucson einhvers staðar áður en þú kemst á endanlegan áfangastað. Ef þú ert innan 200 m til 2 km geturðu flutt leiðsögnina úr bílnum yfir í Bluelink-forritið. Síminn mun þá leiðbeina þér á áfangastað með auknum raunveruleika eða Google kortum.

Öryggi

Besti öryggis- og akstursaðstoðarpakki í flokki sambærilegra bíla.

Vertu enn öruggari í nýjum Tucson með hugvitssamlegum eiginleikum og háþróuðum akstursaðstoðarkerfum sem eru þau bestu sinnar tegundar í flokki sambærilegra bíla. Bíllinn er búinn sjö loftpúða kerfi með hliðarloftpúða á milli framsæta, sem er einstakt í flokki sambærilegra bíla. Það kemur í veg fyrir að farþegar í framsætum rekist saman og lágmarkar hættuna á alvarlegum meiðslum.

Smelltu á vinstri eða hægri örina til að fletta á fyrri eða næstu skyggnu.
 1. Mynd af framhluta Hyundai Tucson sem ekur eftir götu í borg.

  Þjóðvegaakstursaðstoð.

  Nýr Tucson er nú í fyrsta sinn búinn þjóðvegaakstursaðstoð. Þessi búnaður er samsettur úr akreinaaðstoð og snjallhraðastilli sem er tengdur við leiðsögn. Búnaðurinn notar skynjara og kortagögn til að tryggja öruggan akstur og sjálfvirka stillingu hraða í samræmi við beygjur framundan eða þar sem hraðatakmarkanir gilda. Sérstakur hnappur á stýri gerir ökumanni kleift að kveikja á þjóðvegaakstursaðstoðinni.

 1. 1
Smelltu á vinstri eða hægri örina til að fletta á fyrri eða næstu skyggnu.
 1. FCA-árekstraröryggiskerfi í Hyundai Tucson Hybrid.

  FCA-árekstraröryggiskerfi með gatnamótabúnaði.

  FCA-árekstraröryggiskerfið hemlar sjálfkrafa þegar það greinir skyndilega hemlun hjá ökutæki fyrir framan eða gangandi vegfarendur eða hjólreiðafólk. Nú er búið að bæta við kerfið gatnamótabeygjubúnaði sem er sérstaklega hannaður til að koma í veg fyrir framanákeyrslu þegar beygt er til vinstri á gatnamótum (í löndum þar sem hægri umferð gildir).

 1. 1
Smelltu á vinstri eða hægri örina til að fletta á fyrri eða næstu skyggnu.
 1. Háljósaaðstoð í nýjum Hyundai Tucson.

  Háljósaaðstoð.

  Greinir ökutæki úr gagnstæðri átt og ökutæki fram undan og skiptir sjálfkrafa á lágu ljósin. Þegar engin ökutæki greinast lengur er aftur kveikt á háljósunum til að hámarka útsýnið.

 1. 1
Sjö loftpúðakerfi sem eykur öryggi í nýjum Hyundai Tucson.

Aukið öryggi með sjö loftpúðum.

Bíllinn er búinn háþróuðu sjö loftpúða kerfi með hliðarloftpúða á milli framsæta, sem er einstakt í flokki sambærilegra bíla.

Sérstök áhersla á öryggi barna.

Nýr Tucson er búinn hágæða snjalltækni til að tryggja að þú og fjölskylda þín séuð örugg og getið notið hverrar bílferðar til fulls. Við höfum bætt við nokkrum eiginleikum sem leggja sérstaka áherslu á öryggi barnanna.

Handfang í nýjum Hyundai Tucson með aðstoð við örugga útgöngu.

Viðvörun um örugga útgöngu.

Þessi sniðugi búnaður getur komið í veg fyrir slys með því að nema ökutæki sem nálgast aftan frá og birta viðvörun á mælaskjánum og hliðarspeglunum, auk þess að gefa frá sér hljóðviðvörun.

Barn sem situr aftur í Hyundai Tucson með viðvörun um farþega í aftursæti.

Viðvörun um farþega í aftursæti.

Úthljóðsnemar greina hreyfingar farþega og geta sent ökumanninum tilkynningu ef börn eða gæludýr gleymast óvart í bílnum.

Afköst

Hvergi fjölbreyttara úrval rafknúinna aflrása.

Nýr Tucson er hannaður fyrir minni losun án þess að það komi niður á akstursánægjunni og honum fylgir fjölbreyttasta úrval rafknúinna aflrása í flokki borgarjeppa. Hægt er að velja á milli 48 volta hybrid-bíls með samhliða kerfi, sem knúinn er með bensíni eða dísilolíu, Hybrid eða Plug-in Hybrid. Einnig er hægt að fá bíl með bensín- eða dísilvél.

Smelltu á vinstri eða hægri örina til að fletta á fyrri eða næstu skyggnu.
 1. Hybrid-valkosturinn fyrir Hyundai Tucson.

  Hybrid.

  Rafmögnuð sparneytni. Hybrid-bíllinn er knúinn með 1,6 lítra SmartStream-bensínvél og 44,2 kW rafmótor, með 1,49 kWh LiPo-rafhlöðu sem veitir samtals 230 ha. afköst.

 2. Plug-in Hybrid-valkosturinn fyrir Hyundai Tucson.

  Plug-in hybrid.

  Rafknúinn þegar þú vilt það. Bensínknúinn þegar þú þarft það. Tucson Plug-in hybrid með 1,6 lítra T-GDi vél kemur á markað árið 2021.

 3. 48 V samhliða hybrid-kerfi fyrir Hyundai Tucson.

  48 V hybrid-bíll með samhliða kerfi.

  Sparaðu eldsneyti og dragðu úr losun með 48 V hybrid-bíl með samhliða kerfi. Kerfið vinnur með brunahreyflinum til að skila auknu togi við inngjöf og þegar tekið er aftur af stað eftir að hafa stöðvað.

  Smelltu á vinstri eða hægri örina til að fletta á fyrri eða næstu skyggnu.
  1. 1,6 lítra T-GDi Smartstream-bensínvélin í Hyundai Tucson.

   Smartstream-bensínvél.

   1,6 lítra T-GDi Smartstream-bensínvél er í boði með 150 hö., sex gíra beinskiptingu og fjór- eða tvíhjóladrifi. Hún er búin einstakri CVVD-tækni frá Hyundai sem hámarkar afkastagetu og sparneytni vélarinnar, auk þess að vera umhverfisvæn.

  1. 1
  Smelltu á vinstri eða hægri örina til að fletta á fyrri eða næstu skyggnu.
  1. 1,6 lítra T-GDI Smartstream með 48 volta samhliða hybrid-kerfi í Hyundai Tucson.

   Bensínvél með samhliða hybrid-kerfi.

   1,6 lítra T-GDi Smartstream með 48 volta samhliða hybrid-kerfi skilar 150 hö. og er í boði með tvíhjóladrifi. Snurðulaus gírskipting er í boði með sex gíra iMT-beinskiptingu (6iMT) eða sjö gíra DCT-sjálfskiptingu (7DCT).

  1. 1
  Smelltu á vinstri eða hægri örina til að fletta á fyrri eða næstu skyggnu.
  1. Endurbætt 1,6 lítra T-GDI-bensínvélin í Hyundai Tucson.

   Sportleg bensínvél með samhliða hybrid-kerfi.

   Ef þú hefur áhuga á sportlegri aflrás skilar endurbætta 1,6 lítra T-GDi-bensínvélin 180 hö. Hún er í boði með snurðulausri sjö gíra DCT-sjálfskiptingu með fjórhjóladrifi og sex gíra iMT-beinskiptingu með tvíhjóladrifi.

  1. 1
  Smelltu á vinstri eða hægri örina til að fletta á fyrri eða næstu skyggnu.
  1. 1,6 lítra CRDi Smartstream-dísilvél í Hyundai Tucson.

   Smartstream-dísilvél.

   1,6 lítra CRDi Smartstream-dísilvélin verður í boði með 115 hö. og sex gíra beinskiptingu með tvíhjóladrifi.

  1. 1
  Smelltu á vinstri eða hægri örina til að fletta á fyrri eða næstu skyggnu.
  1. 136 ha. 1,6 lítra CRDi-vél með 48 V samhliða hybrid-kerfi í Hyundai Tucson.

   Sportleg dísilvél með samhliða hybrid-kerfi.

   136 ha. 1,6 lítra CRDi-vél með 48 V með samhliða hybrid-kerfi er búinn sjö gíra mjúkri DCT-skiptingu (7DCT) og hægt er að velja um annaðhvort fjór- eða tvíhjóladrif.

  1. 1

  Meiri afköst. Minni útblástur. CVVD-vélartækni.

  Hyundai hefur þróað fyrstu CVVD-tæknina (Continuously Variable Valve Duration). Tæknin hámarkar afköst vélarinnar og sparneytni um leið og hún er vistvæn. Ventlastjórnunartæknin stjórnar tímastillingu opnunar og lokunar eftir akstursskilyrðum.

  Smelltu á vinstri eða hægri örina til að fletta á fyrri eða næstu skyggnu.
  1. Merki HTRAC™-aldrifskerfis í nýjum Hyundai Tucson.

   HTRAC™-aldrifskerfi.

   Vont veður? Krappar beygjur? Ekkert mál. HTRAC™-aldrifskerfið býður upp á hámarksstjórn og -afköst í beygjum.

  2. Rafræn ESC-stöðugleikastýring í nýjum Hyundai Tucson.

   Rafræn ESC-stöðugleikastýring.

   Njóttu aukinnar stjórnar. Rafræn ESC-stöðugleikastýring eykur þægindi og stjórn með því að draga úr veltu, halla og lóðréttri hreyfingu með stillingu fjöðrunar á hverju hjóli fyrir sig.

  3. Mismunandi akstursstillingar nýs Hyundai Tucson: Normal, Eco eða Sport.

   Akstursstillingar.

   Veldu akstursstillingu sem hæfir stemningunni hverju sinni! Veldu um Normal, Eco eða Sport. Hver stilling skilar mismunandi hröðun, gírskiptingum og sparneytni.