Búnaður.
Skoðaðu búnað nýs Hyundai TUCSON Plug-in Hybrid.
Ný viðmið.
Nýr TUCSON Plug-in Hybrid setur ný viðmið í flokki sambærilegra bíla með glæsilegu úrvali af fyrsta flokks snjalltækni. Njóttu nýjustu tengimöguleikanna, besta öryggisbúnaðarins í flokki sambærilegra bíla ásamt framúrskarandi akstursaðstoðarkerfa.
Afköst
Spennandi akstur, lítill útblástur, engar málamiðlanir.
Plug-in Hybrid-kerfið í TUCSON skilar hámarkssparneytni og gerir aksturinn einstaklega ánægjulegan. Það byggist á öflugri samsetningu 1,6 l T-GDi Smartstream-vélar og 66,9 kW rafmótors sem er knúinn af 13,8 kWh LiPo-rafhlöðu. Saman skila bensínvélin og rafmótorinn 265 ha. hámarksafli og 304 Nm hámarkstogi.
Orkuflæði.
Nýr TUCSON Plug-in Hybrid skiptir hnökralaust á milli þess að nota bensínvélina og rafmótorinn, allt eftir aðstæðum hverju sinni. Endurheimtarkerfi hemlaorku hleður rafhlöðuna með því að nota rafmótorinn til að hægja á bílnum. Orkan sem er geymd í rafhlöðunni er svo notuð til að knýja rafmótorinn sem hjálpar til við að knýja bílinn við hröðun, þegar ekið er upp brekku eða við hægan akstur. Eftirfarandi teiknimyndir sýna þetta flókna orkuflæði.
Meiri afköst. Minni útblástur. CVVD-vélartækni.
Hyundai hefur þróað fyrstu CVVD-tæknina (Continuously Variable Valve Duration). Tæknin hámarkar afköst vélarinnar og sparneytni um leið og hún er vistvæn. Ventlastjórnunartæknin stjórnar tímastillingu opnunar og lokunar eftir akstursskilyrðum.
Hleðsla
Margar hentugar hleðsluleiðir.
Þökk sé nýstárlegri aflrásartækni Hyundai getur verið bæði fljótlegt og þægilegt að hlaða bílinn. Þú getur hlaðið á almennri hleðslustöð, í heimahleðslustöð eða heimilisinnstungu. Þegar þú stingur í samband heima geturðu tímasett hleðslu með snjallsímanum og í Bluelink®-forritinu utan álagstíma til að tryggja lægra verð.
Finndu hleðslustöð og bílastæði!
TUCSON Plug-in Hybrid býður upp á allt sem þú þarft til að njóta rafknúinna samgangna eins og þær gerast bestar. Ókeypis LIVE Services-áskriftin veitir þér aðgang að rauntímaupplýsingum um hleðslustöðvar, bílastæði og Hyundai-umboð. Auk þess færðu rauntímaupplýsingar um umferð, viðvaranir um hraðamyndavélar*, netleit fyrir áhugaverða staði og veðurskilyrði.
Tengimöguleikar
Háþróaðir tengimöguleikar.
Að sjálfsögðu er TUCSON Plug-in Hybrid búinn nýjasta tengibúnaðinum á borð við Bluelink® Connected Car Services sem gerir þér kleift að stjórna bílnum með snjallsímanum – eða raddskipunum. Ókeypis fimm ára áskrift að Hyundai LIVE Services fylgir með leiðsögukerfi fyrir stóran 10,25" skjá.
Þægindi
Bíll sem er bæði þægilegur og handhægur.
Nýr TUCSON Plug-in Hybrid er bæði þægilegur og hentugur, fjölhæfur og vel tengdur. Hugvitssamlegur búnaður á borð við fjarstýrð fellisæti auðvelda þér að pakka í farangursrýmið fljótt og vel. Hugvitsamlegur inngöngubúnaður býður upp á einfalda stjórnun farþegaframsætisins. Upphituð fram- og aftursæti og fjölvirk loft- og hitastýring með frávísandi loftunaropum bjóða upp á þægilegra andrúmsloft í innanrýminu.
Rafknúinn afturhleri.
Nú er auðvelt að pakka í bílinn. Afturhlerinn opnast sjálfkrafa þegar snjalllykillinn greinist nærri í þrjár sekúndur. Þetta er sérlega hentugt þegar þú ert með báðar hendur fullar eftir verslunarferðir. Þú getur meira að segja stillt hversu hátt hlerinn lyftist.
Upplifðu enn betri hita- og loftstýringu.
Það er staðreynd. Við höfum ólíkar þarfir. Sumir vilja meiri hita, aðrir minni. Þess vegna er nýr TUCSON búinn fjölvirkri loft- og hitastýringu. Hún dreifir loftinu með að- og frávísandi loftunaropum svo blásturinn verður mildari en heildarrúmtak loftsins helst það sama. Þriggja svæða hita- og loftstýring gerir þér svo kleift að skipta bílnum upp í ólík hitasvæði fyrir ökumann og farþega í framsæti og aftursætum.
Öryggi
Besti öryggis- og akstursaðstoðarpakki í flokki sambærilegra bíla.
Vertu enn öruggari í nýjum Hyundai TUCSON Plug-in Hybrid með hugvitssamlegum eiginleikum og háþróuðum akstursaðstoðarkerfum sem eru þau bestu sinnar tegundar í flokki sambærilegra bíla. Bíllinn er búinn háþróuðu sjö loftpúða kerfi með hliðarloftpúða á milli framsæta, sem er einstakt í flokki sambærilegra bíla. Það kemur í veg fyrir að farþegar í framsætum rekist saman og lágmarkar hættuna á alvarlegum meiðslum.
Þjóðvegaakstursaðstoð.
Nýr TUCSON Plug-in Hybrid er nú í fyrsta sinn búinn þjóðvegaakstursaðstoð. Þessi búnaður er samsettur úr akreinaaðstoð og snjallhraðastilli sem er tengdur við leiðsögn. Búnaðurinn notar skynjara og kortagögn til að tryggja öruggan akstur og sjálfvirka stillingu hraða í samræmi við beygjur á leiðinni eða þar sem hraðatakmarkanir gilda. Sérstakur hnappur á stýri gerir ökumanni kleift að kveikja á þjóðvegaakstursaðstoðinni.
Sérstök áhersla á öryggi barna.
Nýr TUCSON er búinn hágæða snjalltækni til að tryggja að þú og fjölskylda þín séuð örugg og getið notið hverrar bílferðar til fulls. Við höfum bætt við nokkrum eiginleikum sem leggja sérstaka áherslu á öryggi barnanna.